Vikan


Vikan - 05.09.1985, Síða 39

Vikan - 05.09.1985, Síða 39
a. Forðarþér. b. Verðþigogkallaráhjálp. c. Verð þig og reynir að róa manneskjuna. d. Reynir að yfirbuga árásar- manninn. 10. Þú hefur keypt gallaða vöru. Þú a. Skilar henni og heimtar endur- greiðslu. b. Færð einhvern (sem er ákveðnari en þú) til að gera það fyrir þig. c. Gerir ekkert en ákveður að versla ekki aftur þarna. d. Skilar vörunni í pósti með kvörtunarbréfi til yfirmanns fyrirtækisins. 11. Þú ert á leiðinni heim kvöld eitt og virðist veitt eftirför. Þú myndir sennilega a. Flýja inn í næsta skjól — sjoppu, veitingahús, heim til ein- hvers kunningja þíns í nágrenn- inu. b. Greikka sporið og athuga hvort viðkomandi greikkar sporið líka. Ef hann er að elta þig gerir þú áætlun um framhaldið. c. Tekur upp lykilinn þinn og hleypur heim í ofboði. d. Snýrð þér við og segir: „Ertu aö elta mig?” 12. Þú hefur hugsað þér að fara í feröalag til fjarlægs lands þegar þar brýst út bylting. a. Þú hættir við ferðina — engin ástæða til að stofna þér í óþægindi og hættu. b. Kannar sjálf(ur) áhættuna með því að hafa samband við sendiráð landsins eða ferðaskrif- stofuna. Síðan tekur þú ákvörðun. c. Ferð bara eins og ekkert hafi í- skorist — gæti orðið spennandi. 13. I vinnunni virðist nýr vinnufé- lagi þinn leggja fæð á þig. Hann er sífellt að finna að við þig og gera lítið úr þér. Þú a. Lætur eins og þú sjáir það hvorki né heyrir. Þá hættir hann að látasvona. b. Spyrð hann hreint út hvers vegna hann láti svona og reynir að vingast við hann. c. Reynir að fá stuðning og hjálp frá hinum vinnufélögunum og yfirmanni þínum. d. Verður svo arfavitlaus að hann þorir ekki að segja neitt eftir það. Stig: 1.-13. 1. a-2, b-6, c-0, d-10 2. a-5, b-0, c-2, d-10 3. a-2, b-0, c-6, d-12 4. a-0, b-2, c-2, d-10 5. a-2, b-4, c-0, d-12 6. a-0, b-2, c-5, d-10 7. Gefðu þér 5 stig fyrir hvert atriði sem þú merktir við. 8. a-2, b-0, c-8, d-10 9. a-0, b-4, c-8, d-12 10. a-8, b-2, c-0, d-4 11. a-0, b-3, c-5, d-12 12. a-0, b-5, c-12 13. a-2, b-5, c-0, d-12 111 stig eða meira: Þér er ekki eiginlegt að fara varlega. Þú ert svo hugrökk/hug- rakkur að það jaðrar við fífl- dirfsku. Þú ert skelfilegur óvinur, óbugandi, trúr og tryggur vinur og bandamaður og fjölhæfur ofur- hugi. Fólk dáist að hugdirfsku þinni en þykir þú stundum dálítið óttalegur. Þú hefur konunglegt sjálfsálit og býrð yfir háleitu ótta- leysi og oft lendirðu í erfiðri og hættulegri aðstöðu. Líttu til baka — ertu ekki búin(n) að fá þinn skerf af slysum, sárum, beinbrot- um. . . og rifrildum og átökum? Reyndu að hemja þig og hugsa lítið eitt um meiri varfærni — og með því gerir þú öllum greiða. 70—110 stig: Fólk gerir sér eiginlega strax grein fyrir því að það er ekki hægt að ráðskast meö þig. Þú lætur engan vaða ofan í þig, þú ert jafn- an róleg(ur), líka andspænis líkamlegum hættum. Hugrekki þitt er agað af skynsemi. Þú tekur engar óþarfar áhættur eða hellir þér umsvifalaust út í rifrildi og deilur. Ævintýragirni en ekki fífl- dirfska einkennir þig, þú heldur fram þínum skoðunum en ræðst ekki á fólk að óþörfu. Fólk ber virðingu fyrir þér án þess að vera hrætt við þig og þú reynist vinum þínum og vandamönnum mjög vel. 30 — 69 stig? Þó þú sért róleg(ur) og æðru- laus við lífshættulegar aðstæöur er hugrekki ekki nokkuð sem ein- kennir þig hversdags. Þaö á ekki viö þig að taka áhættu, þú vilt heldur umgangast fólk og eyöa frí- tíma þínum með fólki sem er ró- legt og ekki með neina vitleysu. Þegar eitthvað óþægilegt gerist hefur þú hægt um þig þar til það líður hjá. Þú kannt vel viö kapp- akstur og skíðafimleika — í sjónvarpinu. Þú ert ekkert að trana þér fram. Kurteisi og hæverska eru aðalsmerki þín og þú lætur fremur aðra um að fá yfirhöndina eða segja síðasta orðið en lenda í klúðurslegum, af- káralegum deilum. Minna en 30 stig: Þú ert nú meiri rolan! Þú gætir þín svo vel að það er nánast sjúk- legt, þig hryllir við tilhugsuninni um að skera þig í fingur eða snúa þig um ökklann og þorir ekki aö fara upp brattan stiga nema ein- hver hafi áður komið fyrir öryggisneti. Þér þykja krokket eöa badminton spennandi keppnisíþróttir (blak væri allt of erfitt). Þú ferð ekki út á kvöldin nema hafa lífvarðsveit og þú ótt- ast stöðugt glæpi. Vegna þess að þú óttast þá sem virðast grófir eða ógnandi á einhvern hátt takmark- ast vinahópur þinn við fólk sem virðist vingjarnlegt, traust og meinlaust (en er oft falskt). Reyndu að efla hugrekkiö — þannig verður líf þitt fyllra og betra. 36. tbl. Vikan 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.