Vikan


Vikan - 05.09.1985, Page 46

Vikan - 05.09.1985, Page 46
Published by arrangement with Lennart Sane Agency, Karlshamn, Sweden. Originally published by Simon & Schuster. Shirley Conran ■/eiðna, það hlýtur einhver að geta hjálpað þér. Þekkirðu enganPLæknirinn hérna? Presturinn? Þeir vita greinilega allir að þú ert alki? — Að þú drekkur?” ,,Það veit það enginn. Ég fer mjög varlega. Ég gref flöskurnar. Ég fer mjög varlega í þorpinu . . . 6, auðvitað, Kata. Ég býst ekki við að mér hafi tekist að blekkja nokkurn mann. En ég er ekki alkóhól- isti. Þú átt ekki að segja það. Alkóhólistar eru gamlir ræflar sem sofa í dyraskotum í borg- um um nætur. Mér þykir gaman að vera full. Það er munurinn.” „Heiðna mín, hvernig geturðu verið svona heimsk? Hvaða máli skiptir hvað þú kallar það? Þú ert að eyðileggja líf þitt? Geturðu ekki farið til læknisí London?” ,,Ég skal segja þér hvað ég geri, Kata. Á meðan þú ert hér ætla ég f alvöru að reyna að drekka ekki. Og ef ég lýg eða svindla þá skal ég segja þér það á eftir. Ég get ekki gert meira?” að sem eftir var kvöldsins var Heiðna óróleg og hún kipptist mikið til. Hún drakk hvern tebollann á eftir öðrum og rétt nartaði í eggja- kökuna sem Kata hafði búið til. Daginn eftir gengu þær upp að Trelawney þar sem Heiðna fór ekki bara í nudd heldur lét snyrta andlit og hendur, laga á sér hárið og plokka augabrúnirnar. Um kvöldið fóru hendur hennar að titra, tennurnar að glamra og síðan fór allur líkam- inn að skjálfa. Kata dreif hana í rúmið, jós upp í hana kjúklingasoði og raulaði fyrir hana eins og veikt barn. ,,í guðanna bænum,” sagði Heiðna veiklulega, ,,hættu að snúast eins og ungamamma í kringum mig. Þetta er það sem þú vildir, var það ekki?” TUTTUGASTI OG SJÖTTIHLUTI Þaðsemáundanergengið. . . Arið 1963 gengst þrettán ára stúlkubarn undir ólöglega fóstureyðingu á subbulegri lækningastofu í París. . . Fimmtán árum síðar er fjórum glæsilegum heimskonum stefnt á fund kvikmyndastjörnunnar Lilíar. Þær Heiðna, Kata, Maxín og Júdý vita ekki að þeim er stefnt saman og vita ekki hver tilgangurinn er. , Jæja, tæfurnar ykkar. Hver ykkar er móðir mín?” spyr Lilí. Arið 1948 eru Heiðna, Kata og Maxín á fínum heimavistarskóla í Sviss. Þær kynnast Júdý sem vinnur sem framreiðslustúlka á kaffiteríu glæsihótels. Ungir menn koma við sögu og ástin blómstrar í svissneska fjallabænum. Aðskóla loknum skilja leiðir. Ein stúlknanna er barnshafandi, en hver? Júdý og Maxín fara til Parísar. Þar fer Júdý að vinna hjá Dior tískuhúsinu en síðan hjá Guy, ungum og upprennandi fatahönnuði. Hortense, frænka Maxín, er auðug ekkja í París og alltaf reiðubúin til hjálpar þegar eitthvað bjátar á.Júdý og Guy vegnar vel í París en þegar móðirjúdýjar verður alvarlega veik ferjúdý heim til Bandaríkjanna og lofar móður sinni að fara ekki aftur til Parísar. Hún sest að í New York og fer að vinna hjá kynningafyrirtæki. Sögunni víkur til Elísabetar litlu sem er í fóstri hjá Felix og Angelinu í Sviss. Felix er ungverskur (lóttamaður. Hann fcr með fjölskylduna að heimsækja foreldra sína og bróður í Ungvcrjalandi. Þ;ið er árið 1956. Ekkert Jæirra á afturkvæmt nema Elísabet Iitla, Lilí, eins og Felix kallaði hana. Maxín heldur til London að læra innanhússhönnun og hýbýlafræði. Hún er þar í tvö ár og kemur síðan aftur til Parísar og opnar forngrijiaverslun og innanhússhönnunar- skrifstofu. Hún fær það vcrkcfni að skipuleggja endurbyggingu á gömlum hcrragarði sem er í eigu fclítils grcifa og kampavínsframleiðanda. Þ;iu gifta sig og eignast þrjá syni. Heiðna og Kata stunda samkvæmislífið í London grimmt. Kata fer að vera mcð ungum bankastjórasyni sem býr í Kaíró. Hún fer þangað ásamt Heiðnu en eftir nokk- urn túna kemst bankastjórinn að því að Hciðna sé vænlegra kvonfang en Kata fyrir son sinn og stuðlar að því að sonurinn láti Kötu róa en snúi sér að Heiðnu, sem hann og gerir með svikum og prettum. Heiðna giftist síðan bankastjórasyninum en hjónabandið vcrður ekki farsælt. Hún ferheim til móður sinnar á Englandi og hallar sér æ meira aðflöskunni. X / 'ata var um nottina t hægindastól inni hjá Heiðnu, vafin inn í teppi. Hvorugri varð svefnsamt. Kata vildi kalla á lækni en Heiðna bað hana að gera það ekki. ,, Allir hér um slóðir þekktu afa. Ég veit að ég hef orðið Trelawneyættinni til skammar en ég vil ekki að allir viti það.” Daginn eftir fór Kata að finna móður Heiðnu. Hún kom sér beint að efninu: ,,Þú hlýtur að vita að Heiðna er drykkjumaður. Af hverju hefur þú ekki farið með hana til sér- fræðings eða einhvers spítala eða félagsskapar sem gæti hjálpað henni?” ,,Ég get ekki séð hvað ástand Heiðnu kemur þér við, Kata, eða mér,” sagði frú Trelawney með sinni fáguðu, fráhrind- andi röddu. „Heiðna er full- orðin kona. Hún er orðin þrítug. Satt að segja gerði hún bara grín að því þegar ég stakk upp á því við hana að hún færi til sérfræðings.” ,,En af hverju krafðist þú þess ekki?” ,,Vegna þess að það er ekk- • ert að henni. Hún drekkur bara of mikið. Það er ekkert að í hausnum á henni. Það eina sem hún þarf er sjálfsagi. Geð- læknar eru fyrir þá geðveiku og það er engin geðveiki í okkar ætt.” ,,Þú átt við að þú neitir að horfast í augu við þann mögu- leika að einhver í þinni ætt geti verið geðveikur?” ,,Ef ég gæti gert eitthvað þá væri ég búin að því vegna þess að þetta er, í hreinskilni sagt, mjög slæm auglýsing fyrir heilsuhælið. Ég hef talað við lækninn okkar um hana nokkr- um sinnum og Heiðna hefur farið til hans en staðreyndin er sú að hún virðist vilja eyði- leggja sig og ég get ekki látið hana gera eitthvað við því. Ég gat það aldrei.” ,,Þú reyndir það aldrei,” hvæsti Kata og stormaði út úr skrifstofunni. ftir aðra svefnlausa nótt glömruðu tennurnar í 46 Vikan 36. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.