Vikan


Vikan - 05.09.1985, Blaðsíða 47

Vikan - 05.09.1985, Blaðsíða 47
Heiðnu og hún hristist og skalf. Kata áleit að þegar líkami Heiðnu þyrfti að sofa þá myndi hún sofna. Þangað til skipti það litlu máli hvort hún svæfi eða ekki. Ekki þurfti hún að fara að gera neitt áríð- andi. í þrjá daga skalf Heiðna og gat ekki sofið. Hún gat hvorki staðið né gengið hjálparlaust. Fjórðu nóttina gat Heiðna enn ekki sofið og kúgaðist hræði- lega en í dögun róaðist hún skyndilega og sofnaði. ,,Ég er hreykin af þér,” sagði Kata blíðlega þegar hún dýfði brauðbitum í soðið egg og gaf Heiðnu að borða uppi í rúmi. ,,Ö, elskan mín, ég líka. Nú kem ég ekki meiru niður. Það hvarflaði aldrei að mér að það yrði svona hryllilega viðbjóðs- legt að hætta. Ég hafði ekki hugmynd um að ég væri svona háð þessum andskota. Kata óttaðist að þegar hún færi aftur til London færi Heiðna að drekka aftur. Heiðna hafði jafnmiklar áhyggjurog Kata. „Veistuþað að þetta er í fyrsta skipti sem mig langar í raun og veru til að hætta? Hvers á ég annars úr- kosti? Á ég eftir að halda áfram að staupa mig á matarsérríi næstu tuttugu árin? ’ ’ „Við skulum fá síma fyrir þig og ég hringi í þig á hverjum degi. Þú getur þá að minnsta kosti hringt í mig ef þú verður ofsalega hrædd. Ég ætla að biðja þig að lofa mér einu: að þú skammist þín ekki fyrir að viðurkenna það ef þú . . . ef þér tekst það ekki.” „Nei, ég er þegar búin að segja að ef ég lýg að þér þá ætla ég að segja þér frá því á eftir,” svaraði Heiðna. Kata fór og var ekki sérlega vongóð. Þangað til síminn kom sendi hún skeyti eða stutt bréf í litla húsið á hverjum degi. Hún hringdi líka í AA-samtökin en þar var henni sagt að þau gætu ekkert hjálpað nema Heiðna kæmi til þeirra af sjálfsdáðum. — 29 — jafnþreytt þá hressti það hana nokkuð upp hvernig það varð notalegra og notalegra í litla húsinu með degi hverjum. Frú Hocken kom tvisvar í viku til að þrífa. Heiðna fór sjálf að hreinsa til í óræktinni í garð- inum því hún vildi hafa eitthvað að gera og komast út. Hún fór í langa gönguferð á hverjum morgni og hélt því áfram þar til hún var orðin nógu hraust til að fara aftur á hestbak. Hún og Kata höfðu verið sammála um að þegar hún væri aftur orðin örugg á hestbaki þá gæti hún fengið einhvers konar vinnu í sam- möttulinn að sér. Hún fann napran vindinn leika um andlitið. Hafið var fölgrátt úti við sjóndeildarhringinn og grátt þar sem það skall upp að klettunum fyrir neðan en svart þar á milli. „Kemur þú oft hingað,” sagði maðurinn vingjarnlega. ,Já,” svaraði hún hrana- lega. Það var þögn í tíu mínút- ur. Þegar vindurinn ýfði vatnið við rætur bjargsins fann Heiðna skjálfta undir fótum sér. Nú sáust blá strik á gráum himninum svo líklega var stormurí aðsigi. „Fallegt veður í dag,” sagði bandi við hesta sem hún gæti haft gaman af þó hún fengi ekki mikið kaup. Sveipuð persneska lamb- skinnsmöttlinum frá hvirfli til ilja gekk Heiðna með Búster móti vindinum upp að lúnum trébekk efst á bjargbrúninni. Þar sat hún í sólinni og brimið fyrir neðan hafði róandi áhrif á hana. En einn morguninn, þegar vorvindurinn reif í möttulinn og hún klifraði hægt upp bratt- ann, sá hún að það sat einhver á bekknum. Þegar hún kom nær sá hún að þetta var karl- maður og dökka mynd hans bar við gráan himininn. vríeiðna rogaðist upp á bjargbrúnina. Hún tautaði hranalega: „Góðan daginn” og settist síðan niður á hinn enda bekkjarins og vafði sá ókunni. Hún sneri sér við og leit á hann: „Ég á afmæli í dag.” ,,Má ég óska þér til hamingju?” „Nei.” „Jæja, fáðu þér karamellu.” Hann tók bréfpoka upp úr vas- anum og bauð henni klístraðar piparmyntukaramellur. Hún hafði aldrei séð hann áður. Hann var ekki úr nágrenninu og það gat ekki verið að hann væri á hælinu með þessar kara- mellur. „Má bjóða þér upp á glas af kampavíni í tilefni dags- ins?” „Áttu við að þú sért með flösku hérna?” „Nei, en ég held til á Gullna Ijóninu í þorpinu. Ætli þeir eigi ekki eitthvað þar. Býrð þú í þorpinu?” „Eiginlega ekki.” Heiðna hikaði, hún kunni ekki við að segja að hann væri á hennar landi. au gengu gegnum skóginn að barnum á Gullna ljóninu. I „Daginn, ungfrú Heiðna,’ sagði gestgjafinn. „Þaðer ekki oft sem við sjáum þighérna.” I lága, tóma salnum var lykt af bjór og sígarettum frá því deginum áður. Bak við bar- borðið héngu glitrandi flösk- urnar í röðum á hvolfi og biðu þess aðeins að Heiðna segði eitt orð. Það var ekki nema ein kampavínsflaska í kjallaranum. Hún var eldgömul og vínið allt of sætt en þegar þau dreyptu á því á gamla eikarbekknum við eldinn fann Heiðna hvernig vellíðunarkenndin hríslaðist um allan líkamann. Sá ókunnugi hét Christopher Swann og hann bjó á Gullna ljóninu til þess að ljúka við bók. „Þetta er ekki bók sem líklegt er að nokkur maður kaupi sér til afþreyingar um helgi. Ég er lífefnafræðingur og veirufræðingur. Bókin fjallar um niðurstöður tilrauna. Ég tilheyri hópi manna sem vinna að því að reyna að koma í veg fyrir krabbamein. Við erum að reyna að finna hentugt bólu- efni. Tilraunastofan, sem ég vinn á, er að vinna að bóluefni gegn hepatítis B lifrarbólgu- veirunni sem tengist mjög ákveðið krabbameini í lifr- inni.” „Bóluefni? Eins og kúabólu- setning?” Það var sú allra merkileg- asta.” egar Heiðna var um það bil hálfnuð með annað kampavínsglasið og hafði hlustað á heillandi frásögn hans í nærri klukkutíma bauð hún honum í kvöldmat. „Það verður ekki margbrotin máltíð,” sagði hún við hann í viðvörunarskyni því hún vissi að hún átti ekkert matarkyns í skápunum nema dós af lifrar- kæfu og krukku af sykruðum fjólum. Hann bauðst til þess að fylgja henni heim en hún 36. tbl. Víkan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.