Vikan


Vikan - 05.09.1985, Side 48

Vikan - 05.09.1985, Side 48
hafnaði því.. , ,Ég hitti þig hér klukkan sex og fer með þig heim.” Hún fylltist skyndilega krafti og von og hentist til frú Hocken. „Elsku frú Hocken, vilduð þér ekki gera mér þann greiða að þrífa húsið hjá mér í dag í staðinn fyrir föstudaginn? Ég á von ágesti!” Það hafði ekki mikið verið eldað í litla húsinu síðan Kata fór og það var ekkert í ísskápn- um nema majónesdós og stórt glas af vítamíntöflum. Heiðna hjólaði aftur niður í þorpið og keypti þykkar sneiðar af kálfa- kjöti, bökunarkartöflur, salat og nýjan ost. Hún keypti líka tvær vínflöskur. Hún gætti sín mjög vel á meðan gesturinn var hjá henni. Hún hellti aðeins örlitlu í glasið sitt í einu, beið með að hella aftur í sitt glas þangað til hann var búinn úr sínu og opnaði hina vínflöskuna ekki vegna þess að hann virtist ekki vilja meira. & n eftir að hann var farinn drakk hún strax úr hinni flöskunni og vaknaði klukkan fjögur um morguninn, ennþá sitjandi í hægindastólnum, ísköld og með dúndrandi höfuðverk. Hún fór að gráta og braut flöskuna í heitri öskunni í eldstónni. Næsta morgun þjáðist hún af sjálfsásökunum en var skýr í kollinum. Á meðan hún lá í baðinu hugsaði hún um hvað hún ætti að gera við flöskurnar sem hún hafði falið fyrir Kötu bak við viðarskýlið. Hún var að hugsa um að kasta þeim fyrir björgin. Hún var sömuleiðis að hugsa um að fá sér sopa strax. Hún klæddi sig, setti flösk- urnar í stðru innkaupakörfuna sína, fór með þær út í skóg og gróf þær undir burknablöðum. Síðan fór hún heim og fletti upp orðinu lífefnafræðingur í orðabók. Christopher vann snemma á morgnana og síðdegis. Næstu þrjá morgna hitti Heiðna hann á bekknum efst á bjarginu. Þau reikuðu um skógana og fjör- urnar og klifruðu yfir granít- hellurnar sem lágu í fjöru- borðinu fyrir neðan bjargið. Bæði urðu þau gegnvot af söltu brimi sem skall á ströndinni ofar en þau áttu von á. Þau hrösuðu í þangi og þara og gengu síðan til baka og borðuðu heitt Cornwall-pæ og drukku hálfpott af bitterbjór á Gullna ljóninu. Christopher kom á hverju kvöldi í kvöldmat í litla húsið. Heiðna mútaði frú Hocken og smjaðraði fyrir henni til þess að fá hana til að vera einka- kokkur sinn. Hún kom með súpur, pottrétti, kökur, meira að segja steik- og nýrnapæ með fangamark Christophers grafið í gullbrúna skorpuna. Á hverju kvöldi lét Heiðna loga glatt í arninum, setti sígilda tónlist á plötuspilarann og síðan töluðu þau saman langt fram eftir nóttu. Hún komst að því sér til undrunar að þótt hún skildi ekki allt sem Christopher sagði þá var hún mjög hrifin af því sem hann sagði um starf sitt. Hún horfði á logana flökta á andliti hans og var svo upp- tekin af honum að hún gleymdi pæinu, sem frú Hocken hafði búið til, í ofninum. Það brann. iði eiðna reyndi að drekka ekki nema eitt glas af bjór á morgnana og ekki nema eitt glas af víni á kvöldin. Hún hellti því sem eftir var í flösk- unni í glasið hjá Christopher eins hratt og hún gat. ,,Ertu að reyna að fylla mig og fleka mig síðan?” sagði hann hálfvegis í gríni fjórða kvöldið sem þau voru saman. ,,Mér finnst ekki gott að drekka mikið, ’ ’ tautaði hún. En morguninn eftir skreið Heiðna eftir blautum burkna- breiðunum og reyndi í örvæntingu að muna hvar hún hafði falið flöskurnar. Þegar hún fann þær ekki fór hún að gráta. Hún leitaði aftur og fann þá fjársjóðinn sinn. Hún þreif tappann úr og mundi síðan ekki eftir sér fyrr en eftir marga klukkutíma þegar hún vaknaði stirð og vot. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem hún missti svona meðvitund en það var í fyrsta skipti sem hún lét sér ekki standa á sama. Það voru ekki nema fjórtán dagar til stefnu þar til Christopher sneri aftur til London. Hún staulaðist aftur heim í litla húsið, fór í ískalda sturtu og gekk síðan heim á hælið til að hringja tvö símtöl. Fyrst hringdi hún á Gullna ljónið og skildi eftir skilaboð til Christophers þess efnis að þó hún hefði ekki getað hitt hann um morguninn þá vænti hún hans í kvöldmat eins og venju- lega. Síðan hringdi hún til Kötu til að gera játningu. ,,En geturðu ekki hitt hann án þess að fá þér í glas ? ’ ’ spurði Kata. ,,Þaðgeramargir.” ,,En ég get það ekki, ég get ekki hætt. Það er svo skammar- legt. Ég yrði að útskýra . . . Ég get það ekki, get það ekki,” Heiðna grét aumlega. „Haltu áfram að senda skeyti og ég reyni að drekka eins lítið og ég get. En ég get ekki hætt. Honum myndi þykja það skrítið.” „Það gæti orðið skrítið ef þú gerðir það ekki,’ ’ svaraði Kata. q jöunda kvöldið urðu Heiðna og Christopher rennvot í skyndilegri dembu á leiðinni gegnum skógana að húsinu. Heiðna hélt að hún væri frábær útlits með blautt hárið klesst við höfuðið þar sem hún arkaði áfram í rigningunni. Þetta var gömul brella hjá henni að stinga upp á gönguferð í rign- ingu, og þar fyrir utan naut hún þess að verða gegnblaut. Þau klæddu sig úr blautum skóm og sokkum og úr rökum tvíd-jökkunum í eldhúsinu. Eldurinn í stofunni hafði dáið út og Christopher beygði sig niður til þess að kveikja upp á meðan Heiðna nuddaði blá- rauðar hendurnar á sér. „Eina leiðin til þess að mér hitni aftur er að fara í heitt bað,” sagði hún. Hún hljóp upp og skrúfaði frá vatninu og hellti allt of mikilli blómaolíu úr einni af flöskunum hennar Kötu í vatnið. Ilmandi gufa fyllti baðher- bergið. „Ég þarf að fá skáta mér til hjálpar,” kallaði Christopher að neðan. „Ég get ekki kveikt upp í þessum arni.” Heiðna rak höfuðið út um gættina. „Viðurinn er dálítið rakur. Reyndu uppkveikjuna í skápnum til hægri.” Hún var rétt komin ofan í yndislega heitt vatnið þegar hann kallaði aftur; „Það er engin eftir.” „Jæja, það er annar kassi í eldhúsinu, í . . ég man það ekki. . . . Bíddu, ég skal ná í hann.” Hún þreif af sér bað- hettuna, vafði utan um sig nýja, gula sloppnum, gekk niður og fann spýturnar undir vaskinum. „Ég get alveg eins gert þetta fyrst ég er komin. Ég kann lagið á honum. ’ ’ Hún beygði sig niður til að setja uppkveikjuna undir viðar- 48 Vikan 36. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.