Vikan


Vikan - 12.12.1985, Page 6

Vikan - 12.12.1985, Page 6
Jag' af ívoru Umsjón: Hóffý Ljósm.: Ragnar Th. LEPPALUÐI Það veröur nú ábyggilega eng- inn hræddur viö þennan Leppa- lúöa. Skeggið hans er úr stærsta könglinum sem við fundum, hinn hlutinn af hausnum er útbúinn þannig aö sniðinn er hringur eftir diski, matardiski ef köngullinn er stór. Kanturinn er þræddur með tvinna og rykktur. Inn í er troðið vatti eða bómull. Sama aðferðin er höfð fyrir nefiö, nema þaö er auövitað miklu minna, og það síðan saumað á. Tungan er úr filti og þarf að vera m.jög löng því hún er saumuð við samskeytin (rykk- inguna) sem eru lögð á móti könglinum. Á þessum Leppalúða var notaður tvinni til að festa efri hlutann við köngulinn en það er betra að líma þetta saman með góðu lími, til dæmis Galdragripi. Eyrun eru úr þunnum svampi en ef hann er ekki til má nota filtefni. Hárið er grátt prjónagarn og lykkja til að hengja karlinn upp. Augu, nasir og freknur eru teiknuð á með tússlit og þá er kominn ágætis Leppalúði. JÓLASVEINAR Jæja, krakkar, nú er farið að styttast í jólin og tími til kominn aö fara að útbúa jólaföndrið. Þess- ir ágætu jólasveinar eru fínir til að skreyta með jólamatborðið. Kannski fer vel aö setja einn jóla- svein við hvern matardisk eða nokkra í hóp á mitt borðið. Litlu jólasveinarnir eru úr hólkum inn- an úr klósettrúllum en sá stóri úr hólk innan úr eldhúsrúllu. Annað efni í þá er filtefni og túpulím. Fyrst er sniðinn bútur af filti sem passar utan um hólkinn og hann límdur á. Síðan klippið þiö kringl- ótt andlit, augu, nef og munn og límið allt á sinn stað. Þá eru næst handleggir, vettlingar og tvær töl- ur á maga jólasveinsins. Það er erfiðast að sníða húfuna en með því að brjóta hana niður, eins og á jólasveinunum á myndinni, má fela ýmsar misfellur og göt. Dúsk- urinn er tvöfaldur bútur úr hvítu filtefni sem búið er að klippa upp í. Þessa jólasveina gerðu Ólöf, Dagný og Kristján. JÓLASOKKAR Þessir jólasokkar eru undir servíettur og eru látnir liggja á matardiskinum eöa kökudiskinum með kaffinu. Þeir eru úr filti. í rauðu sokkana er saumað með silfurlitum þræði en það má líka klippa út filt og líma eins og sést á myndinni. Sokkarnir eru saumaðir saman á réttunni. 6Vikan 50. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.