Vikan

Útgáva

Vikan - 03.04.1986, Síða 11

Vikan - 03.04.1986, Síða 11
11 - Hvers vegna stofnaðirðu Stjörnuspekimiðstöðina? ..Þetta var eiginlega áframhald af því að ég gerði stjörnukort heima við. Það var of tímafrekt að gera það í höndunum og þetta var komið á það stig að vera bæði vinna og ekki vinna," segir Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur þar sem hann situr á snyrtilegri skrifstofu sinni í Stjörnuspekimiðstöðinni við Laugaveg. Þar er hægt að fá keyrt út stjörnukort í tölvu með lýsingu á eiginleikum sínum. Einnig er hægt að fá viðtal og túlkun á stjörnukorti sínu sem tekur að minnsta kosti klukkutíma. Gunnlaugur heldur einnig námskeið og er formaður nýstofnaðra 160 manna samtaka um stjörnuspeki. Gunnlaugur heldur áfram að skýra frá aðdraganda þess að hann stofnaði Stjörnuspekimiðstöðina: „Ég var beðinn að koma í morgunútvarpið haustið 1982 og svara spurningum fólks um stjörnuspeki í beinni útsendingu. Ein spurning- in, sem ég fékk, var: „Hvernig eiga vogir og sporðdrekar saman?" < Eg svaraði stutt og laggott: „llla." Nokkrum dögum síðar kom Guðrún Guðjónsdóttir, kona Guðlaugs í Karnabæ, til mín. Hann er vog og hún er sporðdreki. Guðrún sagði: „Það getur ekki verið að þessi merki eigi illa saman." Guðrún bað mig að gera kort fyrir sig sjálfa, Guðlaug og tvo syni þeirra. Ég sagði þeim einnig frá nám- skeiði sem ég var með og þau komu á það. Guðlaugur var ánægður með að ég útlistaði hann ekki sem harðsvíraðan bisnessmann heldur benti á aðrar hliðar í fari hans sem hann kannaðist við. Eftir nám- skeiðið kom hann til mín og sagðist vilja samstarf við mig. Það varð upphafið að Stjörnuspekimiðstöðinni." Gunnlaugur bætir við hugsi: „Spurning eins og hvernig vog og sporðdreki eigi saman er þannig að það er ekki hægt að svara henni. Það eru allir samsettir úr mörgum merkjum." Nú tengir maður stjörnuspeki gjarnan hippatímanum með blóma- mussum, dimmu og reykelsi. Hér er hins vegar bjart, nútímalegar innréttingar og tölvuþjónusta. Passar þetta ekki illa við stjörnuspeki? „Alls ekki. Ég er á móti allri mystik í sambandi við stjörnuspeki. Þetta eru ákveðin vísindi sem þola alveg dagsljós. Ef eitthvað er þá er ég vitandi vits gegn því að vera með einhverja mystik. Ég beiti ákveðinni vísindalegri aðferð og þarf engar sérstakar kringumstæður. Annars, af því að þú nefndir að stjörnuspeki hefði verið vinsæl á hippatímanum, þá er hún vinsælli í dag heldur en hún var þá.“ Af hvaða ástæðum kemur fólk til þín? „Það getur verið að leita sér að vinnu, verið forvitið, er kannski í krísu, er að skilja. Það vill fá svar við spurningum eins og: Hver er ég? Hvaða hæfileika hef ég? Ég er hvorki sálfræðingur né læknir og ég er ekki hér að leysa sálræn vandamál. Ég hjálpa heilbrigðu fólki að finna farvgg fyrir sína orku. Það getur notað upplýsingarnar til þess að sníða af sér veikleika og galla. Ég kalla stjörnuspeki stundum sjálfskönnunar- spegil. Stjörnuspekin er fyrst og fremst tæki til hjálpar, svona eins og verkpallar við hús." - Er ekki ein af ástæðunum fyrir vinsældum stjörnuspeki sú að fólk getur komið til þín og hlustað á þig tala um það sjálft og ekkert annað í heila klukkustund? Gunnlaugur neitar því ekki en segir: „Hingað kemur líka fóik sem hefur einlægan áhuga á að laga veikleika sína." Telurðu þig hafa fengið það mesta sem hægt er að fá út úr eigin lífí? „Ég hef fengið töluvert. Mér finnst ég hafa vaxið mikið í gegnum að skoða mitt stjörnukort. Ég uppgötvaði fleiri hæfileika en ég vissi um. Mér finnst líf mitt hafa orðið mun ríkara með stjörnuspekinni." SigurðurG. Valgeirsson. 14. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.