Vikan - 03.04.1986, Síða 25
... ogegspyr
bara: Afhverju
bannaþeirþá
ekki fótbolta eða
skíðakeppni?
Hvaðerumargir
sem mölbrjóta sig
ískíðakeppniá
hverjuáriog
verða aumingjar
alltsittlíf?((
r*S
að haustaði vel 1974. Litauðgi og
fjör umlék hversdagsh'f jafnt sem
heimsfréttir. Hugirmanna voru
opnir - veröldin í gerjun. En það
voru hvorki gengisfellingar Geirs
né fallvaltleiki Fords sem mestu umróti ollu,
ónei - þetta var haustið sem Muhammad Ali,
..mesti hnefaleikari allra tíma“, steig fram úr
skugganum á ný. Sá er þessar línur skráir
minnist vel heiftarinnar sem tröllreið jafnvel
saklausum skólapiltum í Kópavogi dagana
sem einvígi nautsins Foremans og fiðrildisins
Alis var í uppsiglingu. Og ekki sparaði Vísir
leturstærðina daginn eftir ósköpin Ali rot-
aði rotarann. Það leit sem sé ut fvrir að
hnefaleikalistin ætti meira en lítil ítök í
brjóstum íslendinga tæpum tuttugu árum
eftir endalok hennar hér á landi. Goðsögnin
um hinn ..fallega" Ali er hins vegar löngu
orðin sögulegur fróðleikur og mörg ár liðin
síðan hann. þungur og stirður. tapaði heims-
meistarakrúnunni til einhvers tannlauss
berserks. hvers nafn enginn lagði á minnið.
Og hver er þá handhafi krúnunnar í dag? -
Skvldi nokkur vita það? Nei, á síðustu sorg-
arárum hefur ljómi þessarar forsögulegu
íþróttar rénað. á því leikur enginn vafi. Það
er þá helst í Hollvwood sem merkinu er enn
haldið hátt á lofti.
BANNAÐ1956
En á íslandi eru enn til menn sem sakna
horfinna dýrðardaga hinnar göfugu íþrótta-
greinar sem Forn-Grikkir lögðu meðal annars
mikla rækt við. Það var Skandinavi nokkur.
Peter Wiglund að nafni, sem sögur herma að
hafi fyrstur lagt grundvöll að frjóu hnefa-
leikastarfi hér. Það var upp úr aldamótum
sem sá kenndi nokkrum ungum mönnum
undirstöðuatriðin og má meðal þeirra sveina
nefna Eystein Jónsson, síðar ráðherra, sem
eftir það ku ávallt hafa sýnt hnefaleikum
skilning. Þetta var þó aðeins brautryðjanda-
brölt rniðað við þá tíma sem í hönd fóru þegar
skipulagðir hnefaleikar í öllum aldurs- og
þyngdarflokkum í flestum gömlu íþróttafélög-
unum sópuðu að sér áhorfendum - og fjár-
munum. Það myndaðist því ekki alllítið
tómarúm í lífi þessara manna þegar Alþingi
íslendinga bannaði hnefaleika næstum ófor-
varandis 1956. Margir kappanna sitja enn
eftir með sárt ennið og harma örlög sín. ekki
síst viðmælandi okkar, Þorsteinn Gíslason,
eigandi Málarameistarans, en hann rak um-
fangsmikinn hnefaleikaskóla um fimmtán ára
skeið. Hann var beðinn skýringa á þessum
sviplegu endalokum íslenskra hnefaleika.
..Þetta byrjaði eiginlega á því að ritstjóri
Iþróttablaðsins fór að skrifa gegn okkur í
blaðið sem hann náttúrlega sem hlutlaus aðili
mátti ekki gera enda var hann rekinn eftir
þetta. Þetta var staðlaus áróður sem ekkert
átti skylt við raunveruleikann en þessu trúði
læknir vestur á Isafirði sem komst á þing og
gerði þetta að sínu helsta baráttumáli, að
banna hnefaleika. En ég get nefnt þér fjölda
lækna sem sáu i gegnum þetta og studdu
okkar málstað. Og það var svo merkilegt að
svona tveimur mánuðum eftir að þeir bönn-
uðu þetta komu til mín tveir þingmenn. fyrr-
verandi nemendur mínir, og sögðu: Heyrðu,
Steini minn, geturðu ekki tekið okkurí
nokkra tíma í sumar, við erum að komast úr
æfingu. Nú, ég horfi á þá og segi: Ég má það
bara alls ekki þó ég feginn vildi. Þið voruð
nú að banna þetta á þinginu um daginn."
Og vissu þeir þá ekkert um þetta, sjálfir
alþingismennirnir?
..Nei, nei. ekki skapaðan hlut, þetta var
rekið í gegn með svoddan látum, sjálfsagt
fvrir hálftómum sal."
ÁHUGAMANNABOX
Og getur ekkert réttlætt þessa ákvörðun?
„Alls ekki. Þessir menn voru að blanda
saman tveimur algerlega óskyldum hlutum -
hnefaleikum hér og svo atvinnuboxi úti í
Bandaríkjunum. Það eru allt aðrarreglur og
langtum strangari í áhugamannaboxinu en
hinu, það er nú tvennt ólíkt. Til dæmis eru
þrjár lotur hámark í áhugamannaboxi og
algengt að menn vinni á stigum. Hins vegar
er þetta miklu harðara í atvinnubransanum
en var hérna nokkurn tímann og ég tel raunar
mannréttindabrot að láta banna þetta á
fölskum forsendum og auk þess stjórnar-
skrárbrot þar sem ÍSÍ er æðsti dómstóll
íþróttamála hér á landi - en það var ekki
einu sinni spurt álits. Þarna fremur Alþingi
klárt stjórnarskrárbrot og reyndar ætti að
vera búið að kæra Islendinga fyrir mann-
réttindadómstóli Santeinuðu þjóðanna fyrir
löngu."
- Og gátu þessir hnefaleikar sem sé engu
heilsutjóni valdið?
„Það er af og frá. þetta er einhver heilsu-
samlegasta og mest uppbyggjandi íþrótt sem
fólk getur stundað. Ég get til dæmis bara
sagt þér að ég tók saman slvsaskýrslu fvrir
ÍSI og þar var slvsatíðnin næstlægst í hnefa-
leikum af öllurn íþróttagreinum... og ég spvr
nú bara: Afhverju banna þeirþá ekki fótbolta
eða skíðakeppni? Hvað eru margir sem möl-
brjóta sig í skíðakeppni á hverju ári og verða
aumingjar allt sitt líf? Eða hvernig heldurðu
að sé að fá í hausinn á sér bolta, rennblautan
og harðan bolta afmargra metra færi... ?"
- Er það hættulegra en hnefahögg?
„Þú getur nú rétt ímyndað þér- og sumir
fá í höfuðið mörg hundruð svona skallabolta
á einni knattspyrnumannsævi. Hvernigheld-
urðu að menn fari á þessu? Ég get sagt þér
að ég hef hitt þónokkra fyrrverandi atvinnu-
knattspyrnumenn úti í Bretlandi og þeir eru
allir meira og minna vankaðir...“
- En nú er til dæmis Muhammad Ali ekki
nema svipur hjá sjón - útbrunnið skar. Ekki
hefur hann haft gott af hnefaleikum?
„Hvað er að Ali? Veit það nokkur? Er hann
ekki bara með Parkinsonsveikina. Annars er
ekki hægt að trúa þessum slúðursögum.
Kunningi minn hitti Ali til dæmis í fyrra og
sagði að hann hefði bara litið vel út."
En Sonnv Liston hné nú út af og rotnaði
í marga daga heima hjá sér.
„Það geta allir fengið heilablóðfall en
ekkert frekar boxarar en aðrir, það er engin
sérstök hætta fyrir hendi hjá þeim. Þú sérð
nú mig bara. ég er sjötíu og tveggja ára og
var í þessu frá tíu ára aldri og enn er allt í
lagi með mig."
ÍSLENDINGAR GÓÐIR HNEFA-
LEIKAMENN
Hvað gekk þessum bannmönnum þá eig-
inlega til úr því að allar skýrslur studdu ykkar
málstað?
„Öfundsýki - hrein og klár öfundsýki. Það
þurfti ekki annað til en að þeir misstu af
stelpu á balli í hendurnar á einhverjum box-
ara og þá var bara að hefna sín svona.“
Þar sem ekki tjáði að hafa Þorstein í linnu-
lausri vörn var hann fenginn til að rifja upp
gamlar stemmningar frá gullöld hinna ís-
lensku hnefaleika.
„Já, við vorum oft með landskeppni, keppt-
um oft við Dani en þeir voru lélegir í boxinu,
við fórum létt með þá. íslendingar voru nefni-
lega taldir góðir hnefaleikamenn og það er
ég alveg viss um að hefðum við fengið að
halda áfram hefðum við margoft komist á
verðlaunapall á ólympíuleikunum...“
- Og naut þetta alltaf almannahylli hérna?
„Allan tímann og hún fór vaxandi ef eitt-
hvað var. Til dæmis var alltaf fullt út að
dyrum inni á Hálogalandi, stóra íþróttabragg-
anum sem herinn byggði. Þetta var ein af
aðalskemmtunum i bænum og taktu eftir, við
höfðum númeraðar sætaraðir eins og hjá
siðmenntuðu fólki. Þetta er ekki eins og inni