Vikan - 03.04.1986, Síða 34
„Sko, ég frétti það auðvitað síðust allra þegar
verið er að tala um mig úti í bæ.“
En þú sérð þó lesendabréfin?
„Já, ég fæ tvö blöð heim auk Alþýðublaðsins
en það eru Morgunblaðið og Tíminn. Það eru
mörg ár síðan ég hætti að lesa Þjóðviljann
vegna þess að mér hafa alltaf fundist skrif hans
einkennast svolítið af mannvonsku og beiskju
og hef hreinlega ekki viljað valda sjálfri mér
hugarangri með því að lesa það sem þar stend-
ur. Þessi skrif núna jafnast þó ekkert á við
þegar ég var með Stundina okkar en þá ku þau
víst hafa slegið öll met. Þau voru skrifuð af
ýmsu tilefni. Einu sinni á fyrstu mánuðum
Stundarinnar sýndi ég myndir úr réttum þar
sem maður sást staupa sig en það fór óskaplega
fyrir brjóstið á fólki. Nú, ég rak þarna brand-
arabankann með Binna og ég man eftir að við
fengum yfir okkur dembu af bréfum þegar við
komum með nokkra gyðingabrandara. Svona
skrif koma eiginlega ekki svo mjög við mig sem
betur fer. Eg veit vel að ég á andstæðinga, fólk
sem hreinlega hatar mig. En þú verður að
muna að ég er búin að sitja árum saman inni
í stofu hjá fólki og hef það á tilfinningunni að
allir þekki mig og að ég þekki alla. Fólk veit
svo sem að ég er stórgölluð kona en ég get
líka verið ágæt. Ég held að andstæðingar mínir
núna hafi alltaf verið andstæðingar mínir. Það
eru þeir sem snúa orðum mínum upp í einhverja
neikvæða merkingu og eru bara fegnir að fá
höggstað á mér. Þeir sem eru jákvæðir gagnvart
mér segja: Þetta er bara hún Bryndís, söm við
sig.“
Eg kann kannski ekk.i aö gera greinar-
mun á þrí sem er fyndid oj> sktmmtilegt
ogþri sem ekki má segja.
„Getur verið að ég sé núna svona umtöluð
vegna þess að ég er komin í pólitískt starf og
á þá allt í einu að haga mér öðruvísi samkvæmt
almenningsálitinu? Ég kann kannski ekki að
gera greinarmun á því sem er fyndið og
skemmtilegt og því sem ekki má segja. Má ég
kannski ekki segja hug minn lengur af því að
ég er orðin frambjóðandi? Gilda aðrar reglur
fyrir þennan hóp manna? Þá er ég greinilega
komin út á hálan ís. Ég hef ekki hugsað mér
að setja upp pókerface."
Smám saman rerid ad jta mér nt tir
sjánrarpitm.
Yfir kaffibolla á veitingastað í hjarta borgar-
innar ákveðum við að komast að því hvers
vegna Bryndís hefur nú kosið að hella sér út í
pólitíkina í Reykjavíkurborg og síðan fara
nánar í saumana á þættinum umrædda sem
gerði Bryndísi enn einu sinni að umtalsefni.
„Sko, sem stendur hangi ég í eins konar
tómarúmi. Ég er að vísu í fjölbreyttri vinnu við
að gera myndbönd. Það er heilmikil gróska í
þeim bransa. Myndbönd eru farin að koma í
staðinn fyrir bækur, til dæmis láta fyrirtæki
nú gera myndband um starfsemina í stað þess
að láta taka saman efni í bók eða bækling. Ég
er að vinna mynd um íslenskan iðnað, hef
nýlokið við mynd um Grindavík sem átján
fyrirtæki á staðnum stóðu að og á Hlemmi
rúllar myndband sem ég hef unnið við. Þetta
er skemmtilegt og svolítið skylt vinnunni minni
á sjónvarpinu þótt þar hafi ég verið sú sem
birtist á skjánum en nú sú sem stendur við
hlið hljóðupptökumanns og kvikmyndatöku-
manns. Mér fannst gaman að vinna hjá sjón-
varpinu og þar hefði mig langað til að vera
áfram en það var smám saman verið að ýta
mér út. Ég var í erfiðri stöðu sem kona for-
manns í stjórnmálaflokki og því litið þannig á
að einhverjir gætu hagnast á því að ég var
þarna. Nú vil ég takast á við ný verkefni. Ég
ákvað að gefa kost á mér í prófkjör Alþýðu-
flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar. Ein-
hverjir halda eflaust að Jón hafi verið að ota
mér út í þetta en ég á nú sjálf alla sök á þessu
brölti. Ég var treg í fyrstu en þegar ég sá að
engin kona ætlaði að gefa kost á sér steig ég
skrefið. Það er eins og fólk sé svo hrætt við
þennan hreinsunareld - prófkjörið og gildir
það bæði um karla og konur.“
Þið getið séð itm þetta, behitis asnarnir
ykkar.
Er þetta einhver köllun?
„Já, það má kannski orða það þannig. Við
vorum að minnast á lesendabréf áðan og í einu
þeirra var spurt hvort Bryndís ætti eitthvert
erindi i pólitík en þá bara spyr ég á móti. Hver
á ekki erindi í pólitík? Ég lít á þetta sem eins
konar þegnskylduvinnu. Ég er bara venjulegur
borgari og hef alveg jafnmikinn rétt á því að
bjóða mig fram til þjónustu við borgina mína
eins og hver annar. Það þarf nefnilega ekki
einhverja ákveðna tegund af manneskju til
þessara starfa. Mér fmnst að þegar skyldan
kallar þá eigi menn ekki að svíkjast undan.
Það fer al veg óskaplega í taugarnar á mér þegar
ég heyri fólk segja. Æ, ég er orðin svo leið á
þessari pólitík eða þegar sumir, sérstaklega
kvenfólk, segja: Mér kemur þessi pólitík ekkert
við. Hvað er pólitík? Hún snertir allt okkar
daglega líf, ég tala nú ekki um í borginni. Við
ættum kannski bara að taka upp þegnskyldu-
vinnu í borgarmálunum. Að minnsta kosti ætti
fólki ekki að leyfast að sitja með hendur í
skauti, segjast hafa andstyggð á pólitík og
kvarta undan þjóðfélagsástandinu en svara svo
þegar það er beðið um að koma og gera eitthvað
í málunum: Þið getið séð um þetta, helvítis
asnarnir ykkar. Mér finnst fyrirlitningin á
stjórnmálamönnum vera farin að ganga svo út
yfir allt. Á meðan þjóðin neitar að vera virk.
veita aðhald, þá fær hún ekki betri stjórn-
málamenn. Mín skoðun er sú að ef þú vilt
breytingu verðurðu að koma og gera eitthvað
sjálf.“
,l:,a/ brerjn er ég //// samt að þrssn.
„Ég hugsa stundum: Æ, af hverju er ég nú
að þessu, fjögurra barna móðir með önnum
kafinn eiginmann? En ég sé ekkert eftir að
hafa farið út í þetta enda er þetta ekkert voða-
legt. En þetta þýðir eflaust að maður verður
ekki alltaf á bænum þegar þess er vænst. Þótt
börnin, sem eru heima, séu orðin stór, á aldrin-
um fimmtán til nítján ára. þá þarfnast þau
manns mikið og jafnvel ekki minna en þegar
þau voru lítil. Auðvitað gæti ég bara unað í
mínu starfi og hugsað um mig og mína eingöngu
og sloppið við allan kvíða og óvissu sem fvlgir
stjórnmálastarfinu. En það er eitthvað sem
dregur mann áfram. Hverju geta ég og mínir
líkar svo sem áorkað í borg þar sem vinstri
flokkarnir eru í minnihluta og hvort eð er einn
maður sem ræður. Er ég haldin einhvers konar
messíasarkompl ex?“
Hér r/kir nokkurs konar þrtelasam-
________________
En þú átt þín heitu mál eins og kom fram í
þættinum Á líðandi stundu á dögunum. Þú vilt
gera meira fyrir gamla fólkið.
„Já, ég kom nú ekki öllu minu að sem ég
vildi sagt hafa en gamla fólkið er til dæmis sá
hópur sem ég vildi gera eitthvað fyrir. Ég var
að gera myndband núna nýlega fyrir Alþýðu-
flokkinn þar sem ég meðal annars ræddi við
gamla jafnaðarmenn sem þekkja vel til upphafs
flokksins. Ég spurði þá hvers vegna þeir hefðu
gerst jafnaðarmenn. Og einn þeirra svaraði
nákvæmlega eins ég svara slíkri spurningu
núna sjötíu árum seinna. Það sem gerði mig
að jafnaðarmanni voru kjör gamla fólksins.
Þannig var hér áður að þegar fólk var hætt
að geta unnið var því komið fyrir úti í horni,
það átti hvorki í sig né á og átti hreinleg allt
líf sitt undir miskunnsemi barnanna sinna eða
bara nágranna. Það er til gamalt fólk sem býr
við þetta sama í dag. Þetta samrvmist ekki
velferðarhugmyndum og mig langar til að koma
í veg fyrir að hópar í þjóðfélaginu verði undir.
Það er ekki bara gamla fólkið sem um er að
ræða. Hér búa stórir hópar fólks sem á erfitt.
Það er eins og við séum aftur á leið í eitthvert
miðaldasamfélag. Hér ríkir að vissu leyti nokk-
urs konar þrælasamfélag. Ef þú getur ekki
unnið þína aukavinnu og þína næturvinnu þá
átt þú ekki séns í þessa lífsbaráttu hér. Það eru
ákveðnir hópar í þjóðfélaginu sem alltaf bjarga
sér, ég veit það vel. Þetta er fólk sem myndi
bjarga sér hvar sem er. hvort heldur það væri
í Sovét eða Bandaríkjunum. Ég hef engar
áhyggjur af þessu fólki. Það getur hlegið að
pólitíkusum því þetta fólk hefur sitt. Það er
eins konar ríki i ríkinu. Við skulum taka hús-
næðismál unga fólksins, þar ríkir neyðarástand
eins og allir vita. Ég get varla hugsað þá hugsun
til enda hvernig mín börn, sem nú eru að fara
að tínast út í lífið. eiga að fara að í þessari
ömurlegu baráttu. Mér finnst borgin hafa ger-
samlega brugðist þarna. Ef maður ber Reykja-
vík saman við aðrar höfuðborgir á Norðurlönd-
um kemur í ljós að þar eru þessi mál löngu
leyst. Borgin á auðvitað að koma þarna inn í
og byggja húsnæði fyrir unga fólkið sem það
getur búið í á meðan það er að safna peningum
og leita að öðru stærra. Ég skil ekki af hverju
borgaryfirvöld gera ekki eitthvað í þessum
málum í stað þess að úthluta lóðum fyrir ný
og ný einbýlishúsahverfi. enda þótt lóðunum
sé skilað aftur vegna þess að fólk ræður ekki
við þetta. Þarna býr fólk sem er að byggja í
annað og þriðja sinn. Þarna liafa verið gerð
mistök að niínu mati. Nú. í sambandi við leigu-
íbúðir fvrir gamla fólkið þá verður að segjast
eins og er að þar er ekkert í gangi. Það eru
byggðar söluíbúðir sem aðeins viss hópur ræður
við vegna þess hversu dýrar þær eru. Þetta eru
stórir málaflokkar að mínu mati algjörlega
óleystir. Þetta er ekki stór borg sem við búum
í og það er skammarlegt að hér skuli samt vera
hópar sem eru svona útundan. Ef ég væri borg-
34 VIKAN 14. TBL.