Vikan


Vikan - 03.04.1986, Page 39

Vikan - 03.04.1986, Page 39
r Guðr. idur Erlinc on. IHVAÐ ÆTLARÐU AÐ VERÐA?! Flugmaður. Hvernig fínnst þér að vinna sem flugmaður? Mér finnst það þægilegt og skemmti- legt. Hvað gerist ef einhver verður alvarlega veikur í flugvél, fær hjartaslag eða eitthvað? Við myndum veita fyrstu aðstoð og svo, þegar við lentum, væru sjúkling- urinn fluttur á sjúkrahús. Hvernig getið þið ratað í loftinu? Við notum sérstök tæki til að rata í blindflugi. En ef við sjáum út förum við eftir því sem við sjáum. Hvað myndi gerast ef þið nauð- lentuð í sjónum? Það eru til sérstakar björgunarleiðir ef við lendum í sjó, til dæmis bátar og björgunarvesti. Getið þið aldrei villst? Nei, mjögsjaldan. Finnst þér gaman að fljúga? Já, mjög svo. Hvað gerðist ef það kæmi vont veður þegar þið væruð í loftinu? Við myndum lenda á velli þar sem væri gott veður. Hvort er flogið meira á veturna eða sumrin? A sumrin. Eru margir flugmenn á íslandi? Já, svona un 200. Hvað þarftu að læra til að verða flugmaður? Eg þarf að taka atvinnuflugmanns- próf. Hvað myndir þú gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Myndir þú hætta að vinna? Ég myndi halda áfram að vinna og leggjaféðíbanka. Hefur oft orðið flugslys á íslandi? Flugslys eru fátíð. UMSJÓN: LÍF BÁ RÐA RDÓTTIH Nokkrar eldspýtna- þrautir úr sex eldspýtum. Að vísu þarf að svindla aðeins og brjóta tvær eldspýtur en hinar á að nota eins og þær koma fyrir úr stokknum. Geturðu þetta? mr — - 1— - ■ 1 1 l» • • Getur þú búið til úr eldspýtunum á þessari mynd aðra mynd sem er l'A sinnum stærri? Hvernig er hægt að búa til hyrning með 12 hliðum úr 12 eldspýtum þannig að öll hornin séu rétt? Lausnir á bls. 43.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.