Vikan - 03.04.1986, Page 56
hvíslaði ég að Poirot. Hann kinkaði kolli.
„Hann er undir áhrifum deyfilyfja,“ hvíslaði
hann á móti.
„Afhverju?“
„Svo hann æpi ekki þegar. ..“
„Þegar hvað?“ spurði ég.
„Þegar hann verður stunginn með nálinni.
Uss, segðu nú ekki fleira þótt ég búist ekki
við að neitt gerist strax.“
Hvað þetta síðasta varðaði þá hafði Poirot
ekki rétt fyrir sér. Aðeins tíu mínútum síðar
opnuðust dyrnar hljóðlega. Eg heyrði að
einhver andaði ótt og títt og gekk varlega
að rúminu. Skyndilega kviknaði á vasaljósi
og geisla þess var beint að sofandi drengnum.
Sá sem hélt á ljósinu var enn ósýnilegur í
myrkrinu. Hann setti vasaljósið á borðið og
tók fram sprautu með hægri hendinni, með
þeirri vinstri tók hann um háls drengsins.
Við Poirot stukkum á þorparann í sömu
andrá. Vasaljósið valt niður á gólf og við
flugumst á við manninn í myrkrinu. Hann
var ótrúlega sterkur en að lokum tókst
okkur að yfirbuga hann.
„Ljósið, Hastings, ég verð að sjá andlitið
þótt ég sé nær viss um hver þetta er.“
Ég var reyndar líka viss um það en ég
náði samt f vasaljósið. Ég hafði í fyrstu
grunað ritarann, því að mér var meinilla við
hann, en nú þóttist ég viss um að við ættum
í höggi við þann mann sem yrði einkaerfingi
Lemesuriereignanna ef frændum hans yrði
rutt úr vegi.
Ég rak löppina í vasaljósið og tók það upp
og lýsti framan í Hugo Lemesurier, föður
drengsins. Ég missti næstum ljósið i gólfið.
„Ómögulegt," muldraði ég, „ómögulegt."
Hugo var meðvitundarlaus. Við Poirot
bárum hann á milli okkar til herbergja hans
og lögðum hann á rúmið. Poirot tók eitthvað
varlega úr hendi hans, það var sprauta með
nál. Það fór hrollur um mig.
„Hvað er þetta? Eitur?“
„Ég reikna með að það sé maurasýra,“
svaraði Poirot. „Hana er auðvelt að búa til.
Hann er efnafræðingur eins og þú líklega
manst. Býflugunni yrði kennt um dauða
drengsins.“
„Guð minn góður, sonur hans,“ sagði ég.
„Bjóstu við þessu?“
Poirot kinkaði kolli: „Já, því að hann er
geðveikur. Fjölskyldusagan varð að þrá-
hyggju hjá honum. Hann langaði til að erfa
eignir ættarinnar og þess vegna framdi hann
fjöldann allan af glæpum. Honum hefur
væntanlega dottið þetta í hug meðan hann
var í lestinni með> Vincent. Hann gat ekki
hugsað sér að álög'in reyndust þjóðsaga.
Sonur Ronalds var látinn og Ronald sjúkur.
Eftir dauða hans varð hann svo valdur að
voðaskotinu og þar á eftir setti hann dauða
Johns á svið en ég hafði engan grun um það
fyrr en í dag. Hann hefur áreiðanlega spraut-
að hann með maurasýru í hálsinn. Hann
hafði nú náð takmarki sínu og var nú orðinn
höfuð ættarinnar.
Þetta reyndist þó allf unnið fyrir gýg þegar
í ljós kom að hann gekk með ólæknandi
sjúkdóm en bölvun ættarinnar var nú orðin
ástríða hjá honum. Ég tel víst að hann hafí
komið slysinu í Cornwall í kring með því
að mana drenginn til að synda of langt út.
Þegar það mistókst sagaði hann vafnings-
viðinn í sundur og síðan reyndi hann að eitra
mat barnsins."
„Djöfullegt," hvíslaði ég, „og svo þraut-
skipulagt.“
„Já, kæri vinur, fátt er sérkennilegra en
rökhugsun hinna geðveiku nema kannski
ef vera skyldi sérviska hinna heilbrigðu. Ég
hugsa að hann hafi þö ekki fuglast endan-
lega fyrr en fyrir stuttu."
„Að hugsa sér og ég hafði Roger grunaðan,
þann ágætis mann.“
„Það var ekki nema eðlilegt. Við vissum
að hann hafði verið í lestinni með Vincent
og við vissum að hann var erfingi Hugos ef
drengirnir gengju fyrir ætternisstapa. Það
var þó eitt og annað sem ekki kom heim og
saman. Vafningsviðurinn var sagaður þegar
Ronald var einn heima. Roger hagnaðist
hins vegar ekki nema á dauða beggja drengj-
anna. Aðeins matur Ronalds var eitraður
og varðandi atburði gærdagsins höfðum við
aðeins orð Hugos fyrir því að Ronald hefði
verið stunginn af býflugu. Það var einmitt
þá sem ég mundi eftir því að John hafði
dáið af völdum vespustungu.“
Hugo Lemesurier dó skömmu síðar á
geðveikrahæli sem var í einkaeign. Ekkja
hans giftist ritaranum myndarlega aðeins
ári síðar og Ronald erfði eignir ættarinnar
og lifir eins og blómi í eggi.
„Jæja,“ sagði ég við Poirot, „enn ein þjóð-
sagan að velli lögð. Þér hefur tekist að gera
út af við álög Lemesurierættarinnar."
„Ekki er ég svo viss um það,“ sagði Poirot.
„Hvað áttu við?“
„Kæri vinur, ég ætla að svara þessu með
einu orði, rautt.“
„Blóð?“ hvíslaði ég.
Poirot skellti upp úr: „Láttu ímyndunar-
aflið ekki hlaupa með þig í gönur. Hastings.
Ég var bara að tala um litinn á hári Ronalds
litla Lemesuriers."
resr Stjörnuspá
Hrúturinn 21. mars-20. april.
Nautið 21. april-21. mai.
Tviburarnir 22. mai-21. júni.
Krabbinn 22. júni-23. júli.
Ljónið 24. júli-23. ágúst.
Það er mikið um að
vera í kringum þig og
ótrúlegasta fólk hefur
samband við þig í ýms-
um erindagerðum. Þú
ættir að reyna að taka
þessu með jafnaðargeði
og getur jafnvel haft
nokkurt gaman af öllu
saman.
Vogin 24. sapt.-23. okt.
Dragðu íjártrekar
framkvæmdir ef þess er
nokkur kostur. Það
árar betur í buddunni í
annan tíma og með
samhaldssemi bjarg-
astu þangað til. Sinntu
fjölskyldunni í frí-
stundum.
Þú stendur andspænis
erfíöu vali og ekki
skortir ráðleggingar,
síst frá þeim sem
standa að öllu leyti
utan við málið. Þér er
hollast að ráðgast við
eigin samvisku, hún
bregst þér varla.
Sporðdrekinn 24. okt.-23. nóv.
Það verður venju frem-
ur létt yfir þér og hug-
myndir þínar fá góðan
hljómgrunn. Notaðu
byrinn og minnstu þess
að hálfnað er verk þá
hafið er. Fréttir langt
að koma þér væntan-
lega þægilega á óvart.
Næstu dagaskaltu
njóta eftir föngum án
þess að gera þér of
miklar grillur um fram-
haldið. Manneskja,
sem ber óvenju sterka
persónu, setur öðrum
fremur svip á líf þitt nú
um sinn.
Þótt þér sýnist ýmsa r
blikur á lofti skaltu
varast að gera meira
úr en efni standa til.
Með lagni tekst þér
betur en vænta má í
fljótu bragði. Notaðu
tækifæri sem gefst til
upplyftingar.
Greiðvikni er góðra
gjalda verð en þér
hættir til að láta eigin
velferð sitja á hakan-
um. Breyttu nú til og
láttu eftir þér eitthvað
af því sem þig hefur
lengi langað til en ekki
séð þér fært.
Steingeitin 22. des.-21 jan.
Eitthvað sem fyrir þig
ber verður til þess að
vekja með þér ævin-
týraþrá. Hyggilegter
að halda dálítið aftur
afsér en bollaleggingar
spilla engu og eru auk
þess fremur ódýr
dægradvöl.
Fyrri hluti vikunnar
verður með rólegasta
móti. Það er óþarfí að
láta sér leiðast, safn-
aðu kröftum því að
senn fer væntanlega
allt á fleygiferð og þá
er eins gott að vera í
formi.
Vatnsberinn 21. jan 19. febr.
Þín bíður skemmtilegt
verkefni sem reynir
mjög á samningalipurð
ogsamvinnu. Þúátt
mikla möguleika á að
standa þig með sóma
og efvel tekst til verður
þetta þér til ótvíræðs
álitsauka.
Meyjan 24 ágúst 23. sept
Þú þarft á sjálfsaga og
stillingu aðhalda í
aðsteðjandi vanda. Þér
niun jafnvel finnast
sem ekki sé ein báran
stök í þeim efnum.
Láttu þó ekki hugfall-
ast, þér leggst fleira til
en grunar.
Fiskarnir 20 febr. 20. mars
Þú verður í banastuði
og gengur að hverju
verki með fítonskrafti.
Það er um að gera að
setja markið hátt og
standa svo bara eða
falla eftir því hvernig
gengur.