Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 03.04.1986, Qupperneq 60

Vikan - 03.04.1986, Qupperneq 60
BILAPROFUN VIKUNNAR: Mtonnameð 180ha. turbo og diskabremsurá öllum EFTIR SIGURÐ HREIÐAR MYNDIRNAR TÓKRAGNAR TH. Húsinu ve/t fram og aögengi audvelt að vélbúnadi. Sá sem einu sinni hefur komist á bragðið með að aka stórum bílum verður aldrei fyllilega samur maður. Víst getum við fundið ánægju og yndi af þessum venjulegu (og sumum ekki mjög venjulegu) drossíum og heimilisbílum en það er eitthvað sérstakt við það að sitja hátt í stórum bíl við stórt stýrishjól, finna slagþéttan dísilkraftinn duna og horfa al- mennt niður á umferðina í kringum sig. Vel má heimfæra, upp á þessa tilfinningu frægar fákalínur Einars Ben: „Knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki ogálfur." Það var Veltir hf. sem gerði mig að ókrýnd- um kóngi um stund með því að bjóða mér að reynsluaka nýja vörubílnum Volvo FL6, 14 tonna grip með yfirbyggðum palli. Þá voru liðin 14 ár, ef ég man rétt (tvö af eða á), síðan minn æruverði og spengilegi rass nam skynja bílstjórasæti í vörubíl. Og ég skal játa strax (neyðist til þess, fullt af vitnum) að fyrsta beygjan, sem ég þurfti að taka, var ekki sér- lega glæsileg - það lá við að ég dræpi á hest- unum 180 (turbo) og afturhjólið innan í beygj- unni fór yfir gangstéttarhornið. Ja, svei. Nokkra málsbót má strax fram færa. Gripur- inn er svo léttur og meðfærilegur að óvaningi hlýtur að teljast til málsbótar þótt hann gleymi sér ögn fyrstu metrana. Látum oss tína til hrós nokkurt i upphafi máls: frábært, létt og nákvæmt aflstýri sem vegurinn slítur aldr- ei í (öðruvísi mér áður brá með Volvo!), gír- skipting, sem er eins og í venjulegum heimilis- bíl (nema bakkgírinn), mjög gott sæti, stillan- legt á alla vegu, meðal annars fyrir þyngd hvers ökumanns og að sjálfsögðu með sér- fjöðrun, útsýni vítt of vegu um allar jarðir. Það er líka af sem áður var, að ökumaður og farþegi þyrftu að hrópast á. Hér er hljóð- einangrunin svo góð að þessir tveir, sem ég nú nefndi, þurfa aldrei að hækka röddina - en samt hefur maður ánægjuna af því að heyra vel dísilhljóðið og það þó maður sitji raunar fast að því fyrir framan vélina. Einmitt þetta, að aka svo frambyggðum bíl að ökumaðurinn situr nánast fyrir framan framhjólið, gerir það að verkum að hreyfingar bílsins virka öðruvísi en þegar maður situr á gamla (áður) hefðbundna staðnum spölkorn fyrir aftan framhjólið. Á bárubrautum eins og á Vesturlandsvegi, þar sem Höfðabakki var leiddur undir hann, fær maður rútsébana- tilfinningu líka uppi við Blikastaði þar sem Vesturlandsvegurinn færist sérhvern vetur ögn nær himninum. Ég viðurkenni að fram- bygging vörubíls hefur vissa kosti, en það hefur gamla, góða lagið líka, svo hver verður bara að meta fyrir sig hvort hann kýs heldur - hvernig týpu af bíl hann kýs helst. Óhlaðinn var hann, blessaður, og vissulega hefði hann látið ljúfar á holóttum vegi hefði verið á honum svo sem sex eða sjö tonna hlass. En miðað við suma aðra sem rifja má upp í minninu var hann tiltölulega bærilegur á holóttu þó alltaf séu þvottabrettin gamal- kunnu, þar sem ofaníburðurinn hefur hlaðist í harða þversumkamba í hjólförunum, harla andstyggileg. Á steypta veginum hér utan við Reykjavík og á góðum malarvegi var hann prýðilegur. Af sérstakri hógværð fór ég ekki nema upp í 90 og var þó mikið eftir, og ferðm ekki teljandi að því fundið var. Og enn undir- strika ég það sem kom mér hvað mest á óvart á svenskri kvalítetsvöru af tegundinni Volvo: Hann var eins og hreinasti engill í stýrinu. Sú undarlega árátta gatnamálayfirvalda í Reykjavík að búa til ávala gúla á borð við hálftunnur og leggja þessi óféti þversum um allar götur, sem annars væru sæmilega bílfær- ar, er merki um uppgjöf samfélagsins gagn- vart því verkefni að kenna fótgangandi fólki á öllum aldri að umgangast bílagötur. Á góðum, sæmilega stórum fólksbílum gerir þetta kannski ekki svo mikið til, minn heimil- isbíll til dæmis tekur þessi gúlóféti ágætlega á 50-60 sem hvort sem er hlýtur að teljast viðunandi hraði þar sem stutt er milli gatna- móta. En á stórum bílum eru þessir gúlar hreinasta morð. Ég fór varlega að fyrsta gúl og hélt mig við þrjátíu. Það var lán að ég hélt í stýrið og var ekki með neitt brothætt á pallinum. Bíllinn kom heill niður. Næsta gúl svo gott sem stoppaði ég við og skreið svo yfir hann eins hægt og mögulegt var að malla í öðrum - fyrsti er ekki notaður á þessum bíl nema í ýtrustu þörf. Nú skil ég vel af hverju gúlar á strætisvagnagötum eru þó skárri og fátíðari en öðrum - en skil raunar ekki af Hœpt er að Jylgjast með smuroliu og vatni ón pess að velta húsinn. Þaðfer vel um bilstjórann, sama bvaða stellingu bannvelur sér.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.