Vikan - 03.04.1986, Síða 62
Megum við kynna spúk-
ana! Spúkarnir eru
skrautlegt lið sem ís-
lenskir krakkar og
fullorðnir, sem laum-
ast til að kíkja, hafa
séð í Stundinni okkar. Þar er fremstur í flokki
umboðsmaður og sá sem allt þykist geta,
Geiri hark. Það verður þó oft minna úr fram-
kvæmdum hjá Geira blessuðum og þá koma
góðir vinir honum til bjargar.
Áætlað er að þættirnir um spúkana verði
fjórir alls. I hverjum þætti kemur góður gest-
ur í heimsókn. Þegar hann hefur verið settur
í spúkavélina stundarkorn verður hann í
laginu eins og spúkarnir og það er engin
miskunn, hvort sem menn heita Eiríkur Fjal-
ar eða Eiríkur Hauksson. En spúkavélin gerir
engum nema gott.
Spúkarnir eru ekki með öllu óskyldir þeim
Palla og Glámi og Skrámi. Höfundur þeirra
er hinn sami, Gunnar Baldursson. Hann,
ásamt þeim Halla og Ladda og Gunnlaugi
Jónassyni, semur textann og ljær brúðunum
líf. Þeim til aðstoðar er Matthías Þórhallsson.
Halli og Laddi eiga þó flestar raddirnar.
Gunnar og félagar hafa lengi gengið með
hugmyndina að spúkunum í maganum eða
allt frá því þeir Palli og Glámur og Skrámur
voru upp á sitt besta. Hver þáttur er sjálfstæð
saga og endar í mikilli óvissu að hætti er-
lendra sápuópera. Hvert framhaldið verður
að loknum þessum fjórum þáttum er ekki
vitað en víst er að litlir áhorfendur bíða
spenntir.
Hirikur Hauksson ásamtfyrirtuyndimú, Nebb/, '\'óti tölr/i-
kaU, Be/ss/ ásamt pein/ Matfl/iasi, Giimihiirji on G/imniri,
lu/ddi meA Hirik i'jalar og Skrám »" / la/li n/eA Geira bark.
Tóti tölvuhall sýnir liiriki »rtrj/trnar.
62 VIKAN 14. TBL.