Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 24.04.1986, Qupperneq 4

Vikan - 24.04.1986, Qupperneq 4
EFTIR BERGLJÚTU DAVÍÐSDÚTTUR MYNDIR TÚK RAGNAR TH. FÖRÐUN: Dagbjört Úskars- dóttir, hár- og snyrtistofunni Gott útlit, með snyrtivörum frá Yves Rocher. „Fötin tala. Þau skapa manninn, þau eru maðurinn." Þessi orð eru höfð eftir frægum tískuhönnuði. En er þetta svona einfalt? Nei, föt eru ákaflega misjöfn að gæðum og það er ekki nóg að skrýða sig „merkjum" til að vera glæsilegur. Fólk berfötsvo misjafnlega. Það er ekki þar með sagt að við getum ekki áttað okkur að einhverju leyti á klæðaburði fólks og með því sagt okkur sitthvað um manneskjuna. Fyrir ekki svo ýkja mörgum árum munum við eftir mæðrum okkar í morgunkjólunum frægu sem þær gengu í við heimilisstörf- in. I þá daga létu þær flestar duga að eiga „Hagkaupssloppa“ til skiptanna, betri kjól efþærbrugðu sér í bæjarferð og að sjálfsögðu sumar- og vetrarkápu. Fjárfesting í kápu þótti meiriháttar mál. Tím- arnir hafa svo sannarlega breyst. Nú fara konur jafnvel í Etienne Aignerdragt-eða viðlíka klæðn- aði - í vinnu. „Hagkaupsslopparn- ir“ sjást ekki lengur. Breytingin hefur verið mjög hröð á undan- förnum árum. Konur vinna flestar utan heimilis - og atvinnurekendur gera nú auknar kröfur um klæða- burð starfsfólks. Ekki nóg með það. Samfélagið sjálft dæmir fólk eftir því hvernig það klæðist. Svipaða sögu má segja um feð- urna. Aður fyrr fjárfestu þeir í jakkafötum á nokkurra ára fresti - helst dökkum - og þeir sem unnu á skrifstofum áttu kannski föt til skiptanna. En því er eins farið með þá og mæðurnar - þeir hafa svo sannarlega breytt stíl sínum. í dag sjáum við menn við vinnu sína - jafnt í opinberum stofnunum sem annars staðar-jafnvel í eplagræn- um peysum og appelsínugulum skyrtum. Unglingarnir láta ekki lengur segja sér hverju þeir eigi að klæð- ast - foreldrarnir ráða þar engu um. Það eru tískuvöruverslanirnar semstjórnaþví. VIKAN fór á stúfana og ræddi við nokkra kaupmenn sem versla með svokallaðan betri fatnað - gjarnan merktan frægum hönnuð- um. SÆVAR KARL ÓLASON flytur inn vandaðan fatnað frá Þýska- landi og Italíu - og þar má nefna Hugo Hossjakkaföt og Armani jakka - og fyrir konurnar hefur Sævar hið fræga þýska merki Eti- enne Aigner. I því sambandi má nefna að verð á meðalpeysu getur verið allt að fjórðungur mánaðar- launa verkakonu. Við spurðum Sævar hvort hinn almenni borgari hefði efni á að versla hjá honum. Sævar svaraði því játandi og sagði að fólk kæmi og borgaði jafnvel inn á flíkina smátt og smátt! En af hverju er lagt svo mikið á sig til að eignast Aignerflí k? Hefur hún sérstöðu umfram aðrar flíkur? Eða er það aðeins fyrir snobbið?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.