Vikan - 24.04.1986, Page 5
Það er sjálfsagt engin einhlít
skýring á því en það gefur mörgum
öryggiskennd og eflir sjálfstraustið
að skrýða sig „merkjum".
Sævar nefndi einnig í þessu sam-
bandi að íslendingar væru ólíkir
öðrum þjóðum hvað þetta snerti.
„Á Islandi aka menn jafnvel á dýr-
ustu tegund bíla og búa í villum
en klæðaburðurinn er í engu sam-
ræmi við gildismatið sem þeir
skapa sér.“ Til samanburðar benti
hann á mann í Þýskalandi sem æki
um á dýrum Benz og ætti villu
uppi í sveit. „Sá maður er undan-
tekningarlaust klæddur dýrum
fötum - í samræmi við bílinn og
húsið að sjálfsögðu.“ Sævar sagði
að margir teldu það ákveðið stöðu-
tákn að ganga í fötum frá sér. „Eg
þverneita að því sé þannig háttað
hér á íslandi og ég fæ alla þjóð-
félagshópa inn í mína verslun.
Þegar fólk hefur einu sinni keypt
hjá mér föt kemur það ævinlega
aftur.“
MARTA BJARNADÓTTIR, sem
rekur meðal annars verslunina
Evu, tók í sama streng og sagði að
engin ein stétt manna verslaði
meira hjá sér en önnur. Marta flyt-
ur inn fatnað frá franska fyrirtæk-
inu Chacarel og auk þess má nefna
Stephen Marks og Katharine Ham-
nett. Hún segir þessar vörur
ódýrari hér heima en erlendis og
með auknum ferðalögum Islend-
inga hafi vöruþekking þeirra
aukistmjög.
„Fólk veit hvað það er að kaupa
- þess vegna á ég fastan hóp við-
skiptavina," segir Marta.
GARÐAR SIGGEIRSSON, eig-
andi Herragarðsins, hefur mikla
og langa reynslu af að selja Islend-
ingum föt. Hann segir stórkostlega
breytingu hafa átt sér stað undan-
farin ár. Vöruþekking fólks hafi
aukist gífurlega. Eins og Marta
þakkar hann það ferðalögunum.
Garðar segir að það sé að vaxa upp
ný kynslóð sem sé mjög sjálfstæð.
„Fyrir um það bil fimm árum þýddi
ekki að bjóða mönnum bleikar
peysur eða sægræna jakka. Allir
báðu um grá föt og hvíta skyrtu -
og voru eiginkonurnar jafnan með