Vikan


Vikan - 24.04.1986, Page 14

Vikan - 24.04.1986, Page 14
Sigrún Stefánsdóttir. NíelsÁrni Lund. gnes Bragadóttir, stjórnandi sjónvarps- þáttarinsÁ líðandi stundu, Katrín Pálsdótt- ir útvarpsfréttamaður, NíelsÁrni Lund, ritstjóri Tím- ans, og Sigrún Stefánsdóttir, fréttamaðursjónvarpsins í Bandaríkjunum, eru öll mennt- aðir íþróttakennarar. NíelsÁrni Lund var spurður hvort hann teldi að þau ættu eitthvað fleira sameiginlegt. Hann svaraði að bragði: „Já, það að við höfum öll lagt íþróttakennsluna á hill- una og kosið að koma okkur á framfæri í fjölmiðlum, líklega til að vera nær umræðunni. íþróttastarfi fylgir mikill metn- aður, agi og stjórnsemi og það hefur ábyggilega nýst okkur í fjölmiðlastarfinu. íþróttakennari má ekki vera feiminn og það mega fjölmiðlamenn ekki held- ur. Ég þekki Agnesi vel en hinar stelpurnar aðeins lítillega. Við Agnes erum góðir vinir frá skólaárunum og eigum það sameiginlegt að vera bæði lífs- glöð og bjartsýn og fremur ör í skapi. Agnes er talin gribba - það segir hún sjálf í nýlegu við- tali - og ég gæti trúað því að þær Katrín og Sigrún geti líka veriðgribbulegarstundum. Það sem ég á við er að þessar ágætu konur eru röggsamar og standa á sínu. Ég, eini karlmaðurinn í hópnum, yrði frekar sagður stjórnsamur en gribba, þótt ver- ið sé að tala um nákvæmlega sama eiginleikann," sagði Níels Árni hlæjandi.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.