Vikan - 24.04.1986, Qupperneq 16
KONULÆRIN
SPURNING:
LÆKNISVITJUN
Hér á síðunni birtast svör læknanna Gests Þorgeirssonar, Helga Kristbjarnarsonar, Jóhanns
Ágústs Sigurðssonar, Leifs Bárðarsonar, Óttars Guðmundssonar og Sigurðar Guðmundssonar við
spurningum lesenda og mun þetta verða reglulegur þáttur hér á síðum Vikunnar á næstu mánuð-
um.
Við bjóðum lesendum bæði að senda bréf með vandamálum sínum og hringja. Hringja má á
þriðjudags- og miðvikudagsmorgnum frá níu til tólf. Bréfin, sem við fáum, verða að vera stutt,
skýr og málefnaleg. Við birtumþau gjarnan undirdulnefni en nafn og heimilisfang verður að fylgja.
Utanáskriftin er:
Læknisvitjun
Vikan
Frjáls íjölmiðlun hf.
Pósthólf 5380
125 Reykjavík
ÓÞÆGIIMDI
VIÐ LYFJA-
TÚKU
SPURNING:
Ég er nýbyrjuð að taka lyf við
of háum blóðþrýstingi og heimil-
islæknir minn segir að ég verði
sennilega að taka það alla ævi.
Eftir að ég byrjaði á þessum lyfj-
um hef ég haft höfuðverk og
einnig ónot i maganum. Er líklegt
að ég þurfi að þjást af þessum
kvillum þaðsem eftirerævinnar?
SVAR:
Nei, örugglega verður auðvelt
að finna lyf við of háum blóð-
þrýstingi sem er við hæfi fyrir þig
i framtiðinni, enda þótt slíkt geti
tekið nokkurn tíma. Eins og kunn-
ugt er er of hár blóðþrýstingur
mjög algengur kvilli i nútímaþjóð-
félagi en ætla má að 10-15% af
fullorðnu fólki hafi of háan blóð-
þrýsting og stór hluti þessa hóps
þarf á lyfjameðferð að halda. Síð-
ustu árin hafa orðið geysilegar
framfarir i meðferð háþrýstings og
ný lyf hafa stöðugt verið að koma
á markaðinn. Hin svokölluðu
þvagræsityf, eða bjúgtöflur, hafa
verið notuð í tugi ára og eiga enn-
þá fullan rétt á sér, bæði við of
háum blóðþrýstingi og einnig
þegar bjúgur safnast á líkamann.
Annar lyfjaflokkur, svokallaðir
betablockerar, hefur nú verið í
notkun i rúmlega áratug og reynst
vel. Á síðari árum hefur einnig
komið til fjöldi annarra lyfjaflokka
með öðruvísi verkunarmáta en
hinir lyfjaflokkarnir tveir hafa.
ÖU lyf við of háum blóðþrýst-
ingi eiga það sameiginlegt að
lækka blóðþrýstinginn og geta
einnig haft i för með sér tímabund-
in eða langvinn óþægindi. Þar eð
of hár blóðþrýstingur i langan
tíma er hættulegt fyr/rbær/ er
nauðsynlegt að fylgst sé vel með
þrýstingnum og þess gætt að
hann sé undir skilgreindum
hættumörkum.
Fylgikvillar eða aukaverkanir
blóðþrýstingslyfja eru mismun-
andi og einstaklingsbundnir.
Maður þarf oft að þreifa sig áfram
í byrjun og taka ákveðin lyf til
reynslu i einhvern tima. Ftann-
sóknir hafa sýnt að i flestum tilvik-
um er hægt að stilla inn
lyfjameðferð á viðunandi hátt
þannig að blóðþrýstingslækkunin
sé nægileg og að fylgikvillar eða
aukaverkanir verði í lágmarki. i
stórum hóprannsóknum hefur
þannig ekki verið hægt að greina
á milli aukinna kvartana eða van-
h'ðunar hjá þeim sem eru stöðugt
i háþrýstingsmeðferð, borið sam-
an við kvartanir viðmiðunarhópa
á sama aldri sem ekki taka nein
slík lyf.
Ég er allt of feit og búin að reyna
alla mögulega megrunarkúra. Er
ekkert nýtt að gerast í þessum
málum?
SVAR:
Frá aldaöðli hafa konulær/n
verið mikið umhugsunarefni. Á
19. öldinni má sjá í málaralistinni
túlkun Renoir á kvenlegri fegurð.
Á þeim tima speglaðist fegurðin i
bústnum, þéttholda konum með
stórar rasskinnar og gild læri. Á
tima tækni og velmegunar hafa
gildu lærin hins vegar orðið kon-
um áhyggjuefni og þær talið
gildleikann vera í öfugu hlutfalli
við yndisþokkann. Um álit karl-
manna á þessu máli verður ekki
fjallað að sinni.
Á siðustu árum hafa augu rann-
sóknarmanna meðal annars beinst
að fitudreifingu Ukamans og þá
ekki síst þessu sérstaka fyrirbæri,
einkennum konunnar að hafa til-
hneigingu til að safna fitu á neðri
hluta líkamans. Það er þvi ekki úr
vegi að skýra i örstuttu máli frá
helstu niðurstöðum þessara at-
hugana.
Sýnt þykir að fita, sem safnast
á rasskinnar og læri, /ýtur öðrum
lögmálum en fita annars staðar á
líkamanum og þetta á sérstaklega
við um konur. Fita á þessum stöð-
um á það til að aukast með aldrin-
um og sérstaklega eftir að konur
hafa eignast börn. Einnig er það
sérstakt við þessa fitu að það virð-
ist mjög erfitt að ná henni af aftur,
til dæmis með megrun eða iþrótt-
um. Einnig hefur komið i Ijós að
þessi fita er ekkert sérlega hættu-
leg hvað varðar hjarta- og æða-
sjúkdóma eða sykursýki. Hún
virðist einnig meira háð öðrum
efnaskiptum en önnur fita. 77/
dæmis kemst mikil hreyfing á
þessa fitu þegar konur hafa börn
á brjósti. Það hefur þvi verið sett
fram sú kenning að orkan i þess-
ari fitu sé einhvers konar næring-
arforði fyrir mjólkurframleiðslu.
Þessar staðreyndir gætu ef til vill
orðið nokkur huggun fyrir þær
konur sem berjast við aukakílóin
sem staðsett eru á þessum stöðum
og jafnfram ábending til karlanna
um að þessi fita er mun hagstæð-
ari en sú sem þeir safna stundum
sem bjarghring i kringum miðjuna.
Frekari upplýsingar um offitu
kvenna má fá i timaritinu Heil-
brigðismál, númer4 1984, bls. 28.
16 VIKAN 17. TBL