Vikan - 24.04.1986, Page 19
PÓKER
Við erum nú komin að febrúar-
mánuði árið 1978. Við sjáum fyrir
okkur tvo íslenska poppara á leið
til New Orleans með upptökur af
tónlist Pókers í farangrinum.
„Við, það er Björgvin Gíslason
og ég, komumst fljótlega í samband
við tvo lögfræðinga sem vildu
meira en endilega gera við okkur
samning, við skulum bara segja að
þeir hafi verið alveg ólmir í það.“
Það er enn snillingurinn hann Pét-
okkur eins og stjörnur, við fengum
fyrirtaks ljósa- og tæknimenn og
upphitunarhljómsveit. Þú getur
rétt ímyndað þér hvort þetta hafi
ekki verið kitlandi. Því þó stjörnu-
líf sé án efa þreytandi til lengdar
þá er smjörþefurinn algjört dúnd-
ur.“
„Ilmurinn erindæll..en af
hverju urðuð þið af smjörinu?
„Við fengum tilboð frá Bob Ed-
lund. Hann ætlaði að kaupa réttinn
á Litlu flugunni og gefa hana út í
Ameríku. En þá kom babb í bátinn.
Það var ekki nóg með að tónleika-
ferðalagið yrði hálfgerður labbitúr
heldur keyptu þeir ekki svo mikið
sem eitt umslag af plötunni Upp-
teknir. Við urðum auðvitað hund-
fúlir og tilkynntum að við ætluðum
ekki að borga krónu fyrir upptök-
urnar. Og með það varð allt vit-
laust og okkur var tilkynnt að það
yrði einfaldlega okkar vandamál,
við fengjum þá einfaldlega ekki
neinar upptökur. Það var mikill
hiti í mönnum og ósköpin enduðu
svo með því að ég var rekinn úr
PELIKAN."
Varstu hvað?
„Ég var rekinn en ég ætla ekk-
ert að segja þér frá því hér, allt
hefur sinn tíma og líka sannleikur-
inn.“
Svona ykkur að segja var ég
ekki alveg tilbúin til að gefast
upp.
Varðstu ekki sár?
Pétur hlær.
„Ekki orð, viltu meira kakó?“
Ég þigg það, pínulítið skömm-
ustuleg yfir að hafa búist við að '
verða æsifréttablaðakona svona í
fyrstu tilraun. Og svo er hinu við
að bæta að þetta hefði aldrei orðið
æsifrétt því Pétur kom svo sannar-
lega standandi niður eftir flug-
ferðina og það er ekki í samræmi
við mannlega harmleiki - eða
hvað? Hann settist að í Paradís um
stund - hugsaði sín mál, stokkaði
spilin einfaldlega upp á nýtt- gaf
og nú hvorki i löngu vitleysu né
maríasheldurí...
ur sem hefur orðið. „Allt í einu
virtust öll mál ætla að ganga upp
og við fengum Hörð Ólafsson lög-
fræðing í lið með okkur svo engin
svik og prettir voru möguleg." Ég
er orðin virkilega spennt og fæ mér
enn meira kakó. „Ertu nokkuð
mikil grenjuskjóða?" - Ekkert
rosalega, svara ég, steinhissa á
spurningunni. „Þetta er nefnilega
dálítið grátleg saga sem kemur á
eftir." Ég lofa að herða upp hug-
ann, minnug þess að það þykir lítt
sæmandi ef ekki beinlínis glæp-
samlegt að gráta á kaffihúsum.
„Samningurinn, sem við gerðum,
var til þriggja ára og við vorum
með hann í höndunum. Þar var
kveðið á um að laun hljómsveitar-
innar yrðu 900.000 dollarar og það
sem meira var, snjöllustu lögfræð-
ingar gátu ekki fundið neina
gúmmílykt hvernig sem þeir þef-
uðu. Það voru því bjartsýnir menn
sem undirbjuggu brottför til Amer-
íku árið 1978.“
Það ætti ekki að vera erfitt fyrir
okkur sem látum okkur dreyma að
gera okkur í hugarlund hvernig
strákunum leið. Ilmur frægðarinn-
ar var að breytast í áþreifanlega
staðreynd. En svo kom þetta stóra
EN sem virðist endalaust vera að
flækjast fyrir þeim sem hugsa stórt.
„Aðallagasmiðurinn okkar
guggnaði á þessum glæstu gylli-
boðum og hætti við allt saman. Við
skulum ekkert vera að rifja upp
nein nöfn en svo mikið er víst að
þetta fannst þessum bandarísku
lögfræðingum allt annað en snið-
ugt. Og værum við án þessa manns
vildu þeir ekki skrifa undir. Og nú
skaltu ekki spyrja hvort ég hafi
verið sár. Þetta er liðið og verður
aldrei endurtekið."
Ansi grátleg saga og ferlega
svekkjandi en minnug loforðsins
um að halda tárunum á sínum stað
herti ég upp hugann og spurði
hvort draumurinn hefði þar með
verið búinn.
„Já, ætli við getum ekki sagt
það. Við fórum reyndar út síðar,
fengum styrk til fararinnar, ágætis
húsnæði úti og fín laun. En gæsin
var flogin, við komnir með fjöl-
Pétur Kristjánsson með samninginn.