Vikan

Eksemplar

Vikan - 24.04.1986, Side 20

Vikan - 24.04.1986, Side 20
Póker - tilbúnir í slaginn. Þú og ég í Póllandi. skyldur og eftirmálann er óþarft að tíunda." Það er dálítið skrítið hvað allir þessir popparar eiga auðvelt með að tala um brostnar vonir og þessa blessaða frægð sem endalaust virð- ist hlaupa í felur þegar síst skyldi. Þeir viðurkenna að málin hafi ekki gengið upp. Þeir veðjuðu einfald- lega á rangan hest sem kannski var alls ekki með í hlaupinu en þorðu að prófa og sitja því ekki eftir með drauma sem ef til vill hefðu getað ræst. Við sem heima sitjum höfum óljósar hugmyndir um marga sem farið hafa út og einn þeirra er Jak- ob Magnússon. Hann hins vegar baðst undan umræðunni og þar sem þumalputtayddarar eru ekki við lýði hjá blaðamönnum snúum við okkur bara að næsta málefni. Góðir lesendur, hér eru... ÞÚOGÉG Það er ef til vill best að byrja á að kynna þennan dúett þó svo að við munum sennilega flest eftir þeim Helgu Möller og Jóhanni Helgasyni. Plöturnar þeirra, Ljúfa líf og Sprengisandur, voru virki- lega vinsælar hér heima og því var ráðist í að gera eina plötu með lög- um af þeim báðum en með enskum textum. Hjólin fóru fljótlega að snúast og ekki leið á löngu uns japanskt plötufyrirtæki bauð þeim samning. Okkur fannst þau syngja eins og englar og það fannst Japön- um líka. Platan seldist feiknavel og þau Jóhann og Helga voru reglulegar stjörnur. En enn og aft- ur er eitthvað sem gengur ekki upp. „Jú, jú, þetta gekk ágætlega til að byrja með.“ Það er Jóhann Helgason sem hefur orðið. „Að vísu hafði ég aldrei neinn sérstakan áhuga á þessu en vildi ekki eyði- leggja samstarfið og hélt því áfram. Við sungum aðallega lög eftir aðra og mér fannst alltaf að þetta væri bara framhald á glansgallaævin- týrinu fræga með Change. En maður vex nú sem betur fer upp úr gömlu fötunum en nýtir þau kannski á meðan þau eru heilleg." En hvað varð þá til þess að þið hættuð? „Nú, þessi plata, sem seldist svona vel, átti að sjálfsögðu bara að vera byrjunin. Það voru gerð myndbönd og auglýsingar og svo stóð til að við færum út og héldum tónleika. Það varð nú reyndar aldrei af því og það hefur kannski verið fyrsta skrefið til baka. Við vorum ekkert sérlega vinsæl í Tók- íó heldur miklu fremur út um landið og það stóð til að herja næst á Tókíóbúa. Við tókum upp aðra plötu, Aðeins eitt líf. Japanir höfnuðu henni og þar með var sam- starfið á enda.“ Vitiði af hverju henni var hafn- að? „Já, það kom tvennt til, annars vegar það að maðurinn, sem í upp- hafi heyrði í okkur og varð til þess að við fengum samninginn, var hættur hjá fyrirtækinu og svo var platan einfaldlega ekki nógu góð. Það var bara staðreynd sem við urðum að sætta okkur við.“ v

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.