Vikan

Eksemplar

Vikan - 24.04.1986, Side 23

Vikan - 24.04.1986, Side 23
Ein nýjasta kvikmynd Anthony Perkins er hin umdeilda kvikmynd Ken Russells Crimes ofPassion. I þeirri mynd leikur Kathleen Turn- er gleðikonu sem verður fyrir áhrifum frá tveimur niönnum. Annar er hreinleikinn upp- málaður. Hinn er hálfbrjálaður prestur sem haldinn er óhugnanlegri ónáttúru. Það þarf ekki mikla hæfileika til að geta upp á hvaða hlutverk Anthony Perkins fer með í þessari mynd. Hans sérgrein er og hefur um árabil verið að le";a geðveika menn sem þó að öllu jöfnu eru heilbrigðir á yfirborðinu. Frá því 1953 hefur Anthony Perkins leikið í yfir fjörutíu kvikmyndum. Samt er eitt hlutverk snemma á leikferli hans sem hann hefur orðið að lifa með, enda ógleymanlegur karakter hverjum sem séð hefur. Er það Norman Bates í hinni frægu hrollvekju Aifreds Hitchcocks, Psycho, er gerð var 1960. Það gleymir enginn einstökum leik hans sem geðveikur morðingi í þessari klassísku hrollvekju. Sjálfsagt hefði verið betra fyrir leikarann Anthony Perkins hefði þetta hlutverk komið seinna á ferli hans. Perkins segir sjálfur að þegar ókunnugt fólk ávarpi hann þá segi það oftast einhvern tímann í samtalinu: „Þú ert svo góður að leika geðveika morðingja." Því er það sjálfsagt að flest hlutverk, sem honum eru boð- in, eru einmitt þess háttar karakterar. Sjálfur segist hann þrá að leika rómantískar hetjur. Ekki það að hann hafi ekki leikið hetjuhlut- verk en árangurinn hefur ekki verið jafngóður. Anthony Perkins er sonur þekkts sviðsleik- ara, Osgood Perkins. Hann var mjög ungur þegar hann hóf að leika í skólaleikritum. Það leiddi til þess að hann fór á puttanum frá heim- ili sínu í New York til Hollywood. Þar fékk hann fljótlega smáhlutverk í kvikmynd er nefn- ist The Actress. Það leiddi svo til fleiri hlut- verka sem urðu stærri og stærri. Hann vakti fljótt athygli fjölmiðla. Drengjalegt og heilbrigt útlit hans gerði það að verkum að það var far- ið að líkja honum við James Stewart og Gary Cooper þegar þeir voru yngri. Hann keppti við James Dean um hlutverk í Austan Eden og tapaði þeirri baráttu eins og öllum ætti að vera ljóst. En þrátt fyrir heilbrigt útlit voru lifnaðarhættir Anthony Perkins ekki í samræmi við lifnaðarhætti kvikmyndaleikara á þessum tíma. I frítíma sínum klæddist hann eingöngu gallabuxum og snjáðum skyrtum og sást aldrei öðruvísi á götum Hollywood en ber- fættur. Þetta þótti algjört siðleysi á sjötta áratugnum þótt tíu árum síðar hefði ekkert þótt sjálfsagðara. Anthony Perkins gafst þvi í bili upp á Hollywood og fór aftur til New York. Þar keypti hann sér stórt hús, ekkert sérkennilegt við það. En Perkins var ekki eins og aðrir í New York frekar en í Hollywood. Hann leigði út öll herbergin í húsinu sínu en bjó sjálfur í tveimur smákytrum, þakti gluggana með hvítri sápu og skildi aðeins eftir smágat svo hann gæti séð hvernig veðrið væri utandyra. Þrátt fyrir ýmsa sérvisku í einkalífinu var ferill hans sem leikara orðinn tryggur. 1961 vann hann verðlaun sem besti leikari á kvik- myndahátíðinni í Cannes fyrir leik sinn í frönsku kvikmyndinni Aimez Vous Brahms. Þessi kvikmynd var byrjunin á árangursríkum ferli hans í frönskum kvikmyndum. Er hann í dag einhver þekktasti bandaríski leikarinn í Frakklandi. Hann lék þá jöfnum höndum í frönskum og bandarískum kvikmyndum. Má nefna myndir eins og The Trial sem Orson Welles gerði í Evrópu og Catch iöundir stjórn Mike Nichols. Var hann á sjöunda og áttunda áratugnum afkastamikill leikari, þótt ekki væri hann alltaf í aðalhlutverkum, og lék undir stjórn helstu meistara kvikmyndanna. Einn eftirminnilegasti leikur hans á þessum árum var í Pretty Poison er gerð var 1968. Þar leikur hann ungan og sérvitran mann sem kemst í kynni við unga stúlku sem er jafnvel enn skrýtnari en hann. Það er svo 1983 sem Anthony Perkins lætur tilleiðast að leika Norman Bates aftur í fram- haldsmynd sem fær nafnið Psycho 2. Þrátt fyrir að sú mynd væri nokkuð langt frá fyrirrennara sínum að gæðum varð hún mjög vinsæl. Fannst áhorfendum að Anthony Perkins hefði ótrúlega lítið breyst þótt tuttugu og þrjú ár væru á milli myndanna. Psycho 2 var tekin á sama stað og fyrri myndin og allt gert til að sömu áhrifin fengjust og í fyrri myndinni. En allt kom fyrir ekki. Þótt Psycho 2 væri nokkuð fyrir ofan meðallag var hún langt frá að vera eins ógn- vekjandi og meistaraverk Hitchcocks. Og þær fréttir berast nú af Anthony Perkins að þriðja myndin um Norman Bates sé í bígerð og muni Perkins auk þess að leika aðalhlut- verkið leikstýra myndinni sjálfur. Verður fróðlegt að sjá hver útkoman verður. 17. TBL VIK A N 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.