Vikan - 24.04.1986, Blaðsíða 26
„ Jájá. Mér dettur í hug Oddur
Björnsson. Og Svava. En hún er
nú vel að merkja ekki prestsson-
ur... “
Djúpstæðar, sálrænar ástæð-
ur?
„ Ja, ég held að þetta sé bara
mjög eðlilegt. Þegar maður er
ómálga barn og alvitlaus sér
maður föður sinn performera
einhverjar undarlegar seremóní-
ur, hann er klæddur grímuballs-
fötum og það er spenna í loftinu.
Þessi kristnu ritúöl - hvort sem
um er að ræða skírn, giftingu eða
jarðarför - hafa öll til að bera
einhverja magnaða spennu sem
svipar mikið til spennu leiksviðs-
ins. Þetta er mjög víðtækt og
djúptækt sjónarspil þannig að
samkvæmt banal-Freudisma þá
blasa ástæðurnar við!“
Sigurður hló, hvellum hlátri.
Svo stóð hann á fætur og fór að
ganga um gólf.
„Jújú,“ hélt hann áfram, „ég
er fæddur einhvem tíma og svo
kom ég hingað til Reykjavíkur
þegar ég var þrettán ára og fór
í landspróf og síðan í mennta-
skóla og þaðan til Frakklands
þar sem ég lærði fyrst frönsku í
einn vetur og svo leikhúsfræði í
fjögur ár og svo kom ég heim og
var viðloðandi Leiklistarskólann
auk þess að skrifa og síðan fór
ég út aftur og lauk magisters-
prófi og meira að segja hálfu
doktorsprófi sem fjallar aðallega
um ýmis vandamál nútímaleik-
ritunar með hliðsjón af frönskum
höfundi sem heitir Michel Vina-
ver og jafnframt lauk ég prófi í
kvikmyndaleikstjórn og hér
heima hef ég verið frá 82. Þetta
er nú ferillinn í stuttu máli!“
Jips! En skriftirnar og þetta
dót...
„ Já, það liggur við að ég muni
varla eftir mér öðruvísi en skrif-
andi. Ég varð fljótt bæði læs og
skrifandi - eða skrifandi og læs
- og ég á til dæmis ennþá dag-
bækur sem ég hélt á hverjum
degi frá því ég var fimm ára og
til svona tólf ára aldurs. Nú,
maðurskrifaði aðallega skáld-
sögur á þessum árum,“ glottandi,
„en um tólf þrettán ára aldur
lagðist ég í eitthvert stefnuleysi
eins og algengt er á þeim aldri
og vissi ekkert hvað ég ætti að
taka mér fyrir hendur. Þegar ég
fór aftur að skrifa í MR var það
allt í ljóðformi og ég hef einhvern
veginn aldrei náð sambandi við
prósann aftur, ekki enn sem
komið er að minnsta kosti og hef
þó gert fáeinar tilraunir í þá átt.
Það eru ljóðin sem henta mér
best - og svo leikritunin, sem á
náttúrlega meira skylt við ljóð
en prósa ef út í það er farið.“
Stones-aðdáendur
voru hengdir upp
ásnaga
egar Sigurður lagði
skáldsagnaritun á hill-
una snemma á gelgju-
skeiðinu voru nýir tímar
í veröldinni. Bítlarnir
höfðu slegið í gegn og á
hæla þeirra - The Rolling
Stones. Þessum tímum er lýst
bráðskemmtilega í nýjasta leik-
riti Sigurðar, Húsið á hæðinni
eða hring eftir hring, sem hann
samdi sérstaklega fyrir Herra-
nótt MR nú í vetur. Eitt fyndn-
asta atriði þess ágæta leikrits var
þegar ungpiltur einn er nýkom-
inn af Stóra-Bretlandi með nýjar
og æsandi rokkplötur og hringir
í vini sína. Atriðið er endurtekið
fjórum sinnum - orðrétt:
„Hey, komdu yfir, maður-já,
ég er kominn, maður- algert
{ æði, maður - ég er með tryllings-
{ legar plötur með mér - nú skal
gamli Dúalinn fá að sýna hvað’-
ann getur - komdu yfir!“
„Þetta er tekið svo til orðrétt
eftir einum félaga mínum frá
þessum árum, manni sem nú er
helstil virðulegur lögfræðingur
hér í bæ. Ég kom auðvitað yfir
eins og skot og við læstum okkur
inni í herberginu hans og gamli
Dúalinn fékk að sýna hvað hann
gat. Platan var Around and
Around með Stóns og við hækk-
uðum alltaf meira og meira
þangað til Mikjáll og félagar
endurómuðu um alla blokkina,
nágrönnunum til mikils ama.
Mamma þessa verðandi lögfræð-
ings var sífellt að koma og banka
varlega á dyrnar og biðja okkur
um að lækka en við hækkuðum
bara meira og fíluðum þetta al-
veg í botn. Á meðan sat pabbi
hans frammi í stofu og las Tím-
ann hinn rólegasti - hann var
nefnilega ekki bara framsóknar-
maður heldur líka ansi heyrn-
arsljór. Þessi ágæta skemmtun
okkar endaði þegar einn ná-
granninn lagði það á sig að klifra
upp á svalirnar og brjótast þaðan
til mngöngu til okkar.“
þessum árum voru mikl-
ar væringar með að-
dáendum Bítlanna og
Stóns og Sigurður sagði
að hann hefði iðulega
mátt þola það að vera
hengdur upp á snaga í
Hagaskólanum eins og hver önn-
ur úlpa fyrir dálæti sitt á Stóns.
Það er líka greinilega stutt niður
í gamla Stónsfríkið þrátt fyrir
snyrtilegt yfirbragð Frankófíls-
ins - Sigurður sagði mér frá því
allshugar glaður að nýja Stóns-
platan væri til stakrar prýði og
mikillar fyrirmyndar: „Þetta er
svona Exile On Main Street-fíl-
ingur,“ sagði hann og þá vita
allir Stónsaðdáendur hvað við
er átt. Keith Richards í fínu
formi.
„Ég sá þá einu sinni,“ hélt Sig-
urður áfram, „það var 82, minnir
mig, á risastórum íþróttaleik-
vangi í París og þeir ollu mér
engum vonbrigðum. Gamla
Stónsfríkinu hlýnaði um hjarta-
rætur þegar þeir tóku öll gömlu
lögin. Keith var bókstaflega að
springa af heilbrigði - þeir höfðu
reynt að mála á hann einhverjar
heróínrúnir en þegar maður
komst nálægt sviðinu sá maður
að það var bara eins og hver
önnur blekking. Svo varð ég
þeirrar ánægju aðnjótandi að
þegar ég skrapp á krá um k völd-
ið, krá sem er fjölsótt af alls
konar listamönnum, blaðamönn-
um og svoleiðis fólki, þá mætti
Keith þar á svæðið með vinum
sínum og settist á næsta borð við
mig. Þjónarnirlétu vitaskuld
eins og þjóðhöfðingi væri kom-
inn í heimsókn og komu og
sprengdu kampavínsflöskur í
gríð og erg og svo sat Keith
þarna og þjóraði ósleitilega lengi
nætur og var í hinu besta skapi.
Hann var meira að segja svo vin-
samlegur að skrifa stutta kveðju
handa gömlu Stónsfríki sem sat
á næsta borði og það þótti mér
vænt um. Ég vildi náttúrlega
ekkert vera að trufla hann sjálf-
ur - hann var þarna með vinum
sínum - en það vildi svo vel til
að þjónninn, sem f'ærði mér
drykkina, var líka Stónsfrík og
tók að sér með ánægju að fá
gamla manninn til að skrifa
nafnið sitt á pappírsblað fyrir
mig. Svo bætti hann við „With
Love“, eða einhverju álíka
huggulegu. Aftur á móti hefur
mér enn ekki tekist að rekast á
Mikka sjálfan á Polly Magoo..
68-kynslóðin
álíka skrautleg
og símaskráin
Eftir þennan útúrdúr um
rokktónlist fórum við aft-
ur að tala um skáldskap
og einkum og sér í lagi
skáldskap í MR.
„Jájá, ég var mennta-
skólaskáld - að vísu ekki
einn af sextán heldur einn af tólf.
Það varð eins konar sprenging í
listalífi MR á árunum 64,65 -
furðuleg sprenging. Ég held til
dæmis að enginn hafi ennþá bent
á þá sögulegu staðreynd að ís-
lenska kvikmyndavorið - sem að
vísu leið hjá og nú er komið
haust en úr því árstíðirnar virð-
ast líða svona hratt treysti ég á
að það fari að vora von bráðar
aftur - en sem sé, að íslenska
kvikmyndavorið var búið til af
fólki sem stóð að Kvikmynda-
klúbbi MR á árunum 64 til 67.
Þetta fólk kom sér í samband við
danska Cinematekið - sem er það
næstbesta í heimi og einmitt í
miklum tengslum við það besta,
sem er í Frakklandi - og gerði
þá einföldu uppgötvun að það gat
fengið lánaðar þaðan myndir sem
kennslugögn án þess að borga
tolla eða svoleiðis. Það voru sýn-
ingar tvisvar þrisvar í viku og
af því danska Cinematekið átti
hér um bil allt var hægt að horfa
þar á alla kvikmyndaklassíkina
eins og hún lagði sig. I stjórn
þessa klúbbs eða í kringum hana
voru Ágúst Guðmundsson, Hrafn
Gunnlaugsson, Kristín Jóhann-
esdóttir, Þorsteinn Jónsson,
Þráinn Bertelsson - og svo fram-
vegis. Allt þetta lið fékk þarna
gífurlega þjálfun, því það er álíka
mikið út í hött að kvikmynda-
leikstjóri geti gert góða mynd án
þess að þekkja kvikmyndasög-
una eins og að rithöfundur, sem
aldrei hefur lesið neitt, geti skrif-
að almennilegt verk.
Svona var þetta á öllum
sviðum í MR á þessum
árum - það er miklu nær
að líkja þessu við spreng-
ingu en einhvers konar
þróun. Aktevítetið var
allsráðandi. Auðvitað
hafði alltaf verið áhugi á listum
í skólanum en í árgöngunum á
undan okkur hafði verið áber-
andi svona gáfumannagengi sem
hafði megnustu andúð á athöfn-
um - ég tala nú ekki um ef í því
fólst að dreifa listinni til hins
óvitandi pöpuls. Það voru hins
vegar okkar ær og kýr. Við gáf-
um til dæmis út Menntaskólaljóð
árið 1965 eða 66 og ritstjórar
voru, í stafrófsröð að sjálfsögðu,
Hrafn Gunnlaugsson, Ingólfur
Margeirsson, ég og Vilmundur
Gylfason. Við vorum tólf póet í
skólanum og svo ætluðum við að
26 VIKAN 17. TBL