Vikan - 24.04.1986, Side 27
velja tólf gömul skáld - eitt á
svona fimm ára fresti. Við vorum
samt ekki nógu ánægðir með
það, fannst vanta einhvern stíl
yfir þetta, og þegar við ætluðum
að taka viðtal við Tómas Guð-
mundsson benti hann bara á
samtalsbók sína og Matthíasar
Johannessen svo ekkert kom út
út því. Þá stakk einhver upp á
því sem brandara að tala við
Halldór Laxness og fá hann til
að skrifa formála og það er til
marks um aesinginn í okkur og
framkvæmdagleðina að við hent-
um þetta strax á lofti og töluðum
undireins við Halldór. Hann varð
svo hissa að hann sagði bara já
og þegar við höfðum fengið
Hannes Pétursson til að skrifa
eftirmála þóttumst við harla góð-
ir og gáfum þetta út í stóru
upplagi, 1500 eða 2000 eintökum,
minnir mig. Og vitaskuld rann
bókin út eins og heitar lummur.
Þetta var allt í þessum dúr - ein-
hver athafnaorgía."
Og svo var það Tómas Jónsson
Metsölubók.
„Já, Tommi var hreinasta
himnasending fyrir okkur sem
vorum að fást við ritlist. Það er
skrýtið hvernig hlutirnir gerast
- það er svo oft eins og menn
fari að fást við svipaða hluti hver
í sínu horni og án þess að vita
hver af öðrum. Fáeinum árum á
undan okkur í skólanum voru
þeir Þórarinn Eldjárn og Ólafur
Torfason og þeir voru farnir að
fást við ýmislegt sem var í raun
og veru furðulega líkt Tómasi
Jónssyni. Svo kom Tommi og var
eins og staðfesting á öllu því sem
við vildum sagt hafa; þessi bók
Guðbergs varð okkar
bókmenntalega ritning og allt að
því heilög.“
Parísarbúar,
þessar elskur!
igurðurhnyklaði brúnir.
„Þetta var ansi ótrúlegur
tími og geysileg gróska -
það voru haldnar mál-
verkasýningar í Casa
Nova og ég veit ekki hvað
og hvað. Svo upp úr 68 til
70 kom önnur bylgja sem var
fremur tengd þjóðfélagsmálum,
eða pólitík eins og það heitir, en
þá var ég farinn úr skólanum og
varð lítið var við hana. Alltso:
Þá hafði ég líka öðlast mína
fyrstu pólitísku reynslu og hana
heldur óvenjulega - í París í maí
68.“
Drottinn minn! Þú hefur þó
ekki verið í París í maí 68?!
„ Jújú. Ég varð nefnilega stúd-
ent 67 þó ég væri fæddur 48 -
skólagangan var svolítið óreglu-
leg á tímabili, ég hef til dæmis
aldrei lokið unglingaprófi ef út í
það er farið, og ég endaði ári á
undan í skóla. Það stóð bara
þannig á spori og þess vegna var
ég búinn að vera úti í París í
heilan vetur að læra frönsku þeg-
ar maí-uppreisnin braust út.“
Og hvernig upplifðir þú maí 68?
„Mai 68,“ svaraði Sigurður var-
lega, „var miklu nær því að vera
draumur en veruleiki. Ég er ekki
einn um það að hafa upplifað at-
burði þannig - mér sýnist það vera
reglan fremur en undantekningin.
Þetta var svo óvenjulegt og óvænt
að slagorð eins og „Færum út
landamæri hins mögulega!" voru
ekki bara innantómt raus heldur
var þeim hrint i framkvæmd! Andi
maí 68 var einhvers konar ljóðrænt
stjórnleysi - þetta var alger tján-
ingarsprenging og auðvitað dálítið
unglingsleg á stundum; það var
mikið um vígorð gegn boðum og
bönnum og hvers konar valdi og
það má heldur ekki gleyma því
hversu rosalega staðnað franskt
skólakerfi var á þessum árum. Svo
varð þetta náttúrlega þjóðfélags-
mál þegar verkalýðsfélögin lýstu
yfir stuðningi við stúdentana og
fóru í allsherjarverkfall, en mér
fannst það mjög merkilegt þegar
einhver félagsfræðingur tók sig til
og taldi höfunda þeirra tilvitnana
sem málaðar voru á veggi Latínu-
hverfisins í maí. Sá sem átti metið
var hvorki Lenín né Marx heldur
André Breton, súrrealistapáfinn.
Marx var auðvitað víða og einkum
þó Maó enda hafði þá nýlega verið
hrint af stað stórfurðulegri bylt-
ingu í Kína - það var áreiðanlega
í fyrsta sinn í sögunni sem stjórn-
völd hafa hvatt lýðinn „to bombard
the headquarters"! Menningar-
byltingin endaði, eins og við vitum,
í andstyggilegum terror en á þess-
um tíma vissu menn lítið um það
og þetta var óvenjulegt og spenn-
andi. Hugmyndin að maí 68 var svo
„svikin“ afverkalýðsfélögunum
þegar þau sömdu um verulegar
kauphækkanir á gömlu nótunum
og Kommúnistaflokkurinn og
stjórnvöld sameinuðust um að láta
þessari tilraun lokið. Það var raun-
ar athyglisvert að meðal stúdent-
anna, sem höfðu sig mest í frammi
í maí 68, var gífurleg andstaða gegn
Kommúnistaflokknum og Sovét-
rikjunum - eiginlega meiri and-
staða en gegn stjórnvöldunum
sjálfum. Tíminn hefur líka leitt það
líljós að Kommúnistaflokkurinn í
| Frakklandi, með alla sína Sovét-
hollustu, er orðinn eins og hver
annar sérvitringaklúbbur."
Svo þetta var ekki venjuleg
vinstrimennska? „Nei. Ég
held að ef menn reyna að
tengja maí 68 þessari
klassísku vinstrihreyfingu
séu þeir á villigötum, að
minnsta kosti ef miðað er
við Frakkland. Hvert land kallar
auðvitað á sinn eigin mai 68 eihs
og sést best af því að þegar þessi
hreyfing barst hingað til lands
tveimur þremur árum síðar þá
var hún á mun hefðbundnari
vinstrinótum en í París. Annars
ættu menn að varast að alhæfa
um þetta fyrirbrigði - menn eru
alltaf að reyna að sjá kynslóðirn-
ar sem einlitan massa en ef það
er til eitthvað sem heitir 68-
kynslóðin þá held ég að hún sé
álíka skrautleg og símaskráin.
Þessi kynslóð á það eitt sameig-
inlegt að hafa verið á tánings-
aldri þegar Bítlarnir slógu í gegn
og hafa svo hlotið sína þjóðfé-
lagslegu eldskírn um og upp úr
tvítugu - í umrótinu frá maí 68.“
Við skulum halda okkur í Par-
ís. Hvað varstu að gera í maí 68?
Sigurður hló. „Ég skal segja
þér að ég reyni jafnan að hlýða
á innra eyrað og fara eftir því
sem því heyrist. Þannig vildi til
að seinni partinn í apríl keypti
ég mér handboltaskó, ágætis
apparöt, þó ég ætlaði mér alls
ekki í handbolta né heldur að
fara að stunda skipulögð hlaup.
Satt að segja veit ég ekki hvers
vegna ég keypti þessa skó en
þeir komu sér vel í maí - þá
þurfti oft að spretta úr spori til
að komast út úr táragasþykkn-
inu! Ég var náttúrlega útlend-
ingur og varð þess vegna aldrei
meira en áhorfandi að þessum
atburðum en maður varð alltaf
að vera viðbúinn því að króast
ekki inni um nætur í Latínu-
hverfinu. Það brutust yfirleitt út
óeirðir eftir kröfugöngu dagsins
og þegar líða tók á nóttina náði
lögreglan oftast yfirhöndinni og
táragasið fór að súrna í augum.
Þá reið á að ná góðri spyrnu á
handboltaskónum!
Þetta var auðvitað alveg
makalaus tími,“ hélt Sigurður
áfram, steinhissa á svipinn. „Ég
hafði verið að læra frönsku heil-
an vetur en á þessum eina
mánuði þjálfaðist ég meira en
allan tímann fram að því, bara á
því að hlusta á endalaus ræðu-
höldin og lesa graffitíið á veggj-
unum og öll þau óteljandi
dreifibréf sem að manni voru rétt
á degi hverjum - og svo með sam-
ræðum við fólk. Parísarbúar eru
annálaðir þursar, sérstaklega í
samskiptum sínum við útlend-
inga, svo það er stundum sagt
að í landinu búi tvær þjóðir:
Parísarbúar og rest, en það átti
svo sannarlega ekki við í maí 68.
Parísarbúar - þessar elskur! -
létu eins og þeir hefðu mannkær-
leikann að sérgrein og voru bæði
opnir og vingjarnlegir við mann.
Metró gekk ekki og þá fór maður
bara á puttanum milli hverfa -
meðan bensín entist. I maí 68
náði ég loks þokkalegum tökum
á frönsku. Og ræðurnar - svona
ræður hélt ég að ekki væri hægt
að halda! Þetta voru sannkallað-
ir málfrelsisdagar og enn hef ég
ekki heyrt í ræðumönnum sem
jafnast á við stúdentana í maí
68. Ég prísa mig til dæmis sælan
að hafa verið staddur í Sorbonne
af einhverri tilviljun 3. maí þegar
22. mars hreyfingin með Daniel
Cohn Bendit og félaga í farar-
broddi mætti til leiks. Þeir voru
allir jafn-brilljant! - Daniel
kannski mest áberandi af því
hann var raddsterkastur. 22.
mars hreyfingin var annars mjög
merkileg því hún var aldrei
skipulögð - hún var lifandi dæmi
um anarkisma í framkvæmd.
Cohn Bendit og félagar rifust
linnulaust við Kommúnista-
flokkinn og Sovétríkin og það
var einkenni hreyfingarinnar að
allir voru tilbúnir að taka foryst-
una. Einu sinni var Cohn Bendit
og helstu samstarfsmönnum
hans stungið inn og hreyfingin
var aldrei sterkari! Samt var
hann alveg ótrúlegur - þurfti til
dæmis aldrei míkrófón, sama fyr-
ir hversu stóran hóp hann var
að tala.
yrir aðra tilviljun var ég
staddur í Odeon-leikhús-
inu þegar það var tekið
af stúdentum - aðgerð
sem endaði því miður
heldur leiðinlega því sá
merki leikstjóri, Jcan-
Louis Barrault, sem þar réð hús-
um, var á endanum rekinn fyrir
að hafa ekki farið eftir skipun
menningarmálaráðuneytisins
um að taka rafmagnið af húsinu
- skipun sem var alveg fáránleg
og stórhættuleg. Það var reyndar
mjög algengt að alls konar bygg-
ingar væru teknar herskildi eða
okkúperaðar. Það ríkti eiginlega
okkúperingaæði í Frakklandi -
það var aðalmálið að setjast að
í skólum, verksmiðjum og öðrum
álíka lókölum, og á hverjum
morgni heyrði maður í morgun-
útvarpinu samviskusamlegar
fréttir af því hvaða byggingar
höfðu verið okkúperaðar daginn
áður og um nóttina. Þetta gekk
svo langt að einu sinni okkúper-
aði einhver tólf ára bekkur
skólabílinn sinn og neitaði að
fara út! Kennararnir voru læstir
17. TBL VIKAN 27