Vikan - 24.04.1986, Síða 28
úti eða beðnir um að fara ef þeir
vildu ekki taka þátt.“
Ræðurnar þeirra Rauða
Danna og félaga - um hvað sner-
ust þær?
„Þær snerust nú aðallega bara
um spurningar dagsins. Þær voru
tengdar hita leiksins. Eins og ég
var að segja átti maí 68 ekki
mikið skylt við klassíska vinstri-
baráttu - þetta var umfram allt
tjáningarsprenging, draum-
ur...“
Og svo eftir á, haustið 68?
Hvernig var að setjast þá á ný á
skólabekk?
„Það var á ýmsan hátta voða-
lega skrýtið. Að vísu var skipað-
ur gagnmerkur ráðherra, Egdar
gamli Faure, og hann setti að
mörgu leyti ágæt lög um háskóla
en fyrstu árin á eftir var ótrúleg
ringulreið í skólakerfmu. Um
haustið voru margar skoðanir á
lofti - sumir vildu gefa skít í skól-
ana alveg, aðrir skipulögðu eins
konar and-fyrirlestra gegn fyrir-
lestrum prófessoranna. Eg var
svo heppinn að leikhúsfræði-
deildin, sem ég settist í, var lítil
og þar tókst fljótt að koma á
góðri skipan mála. Leikhús-
fræðideildin við Sorbonne var,
og er vonandi enn, mjög góð deild
og þar var afskaplega harðsnúið
lið kennara. Teórían var tekin
mjög hátíðlega en um leið fékk
maður nauðsynlega praktíska
þjálfun. Við þessa deild kenndi
samhentur hópur ungra leik-
stjóra sem nú má segja að stjórni
frönsku leikhúslífi. Eg sótti til
dæmis tíma hjá Arianne Mnouc-
hine, prímus mótor Sólarleik-
hússins sem sló í gegn 1970 eða
71 með mikilli sýningu um 1789
og er enn leiðandi afl í Frakk-
landi. Þarna var líka Jean-Pierre
Vincent sem nú er leikhússtjóri
Comédie-Francaise, og þarna var
Jacques Lassalle sem stjómar
núna einu merkasta leikhúsinu
utan Parísar; það er í Stras-
bourg. Og svo framvegis. Ég held
að þetta hafi verið, og sé, örugg-
lega ein besta leikhúsfræðideild-
in í Evrópu og þó víðar væri
leitað - maður veit að vísu svo
lítið um Ameríku. Það vill oft
brenna við að í leikhúsfræði sæki
fólk sem langar í raun og veru
til þess að verða leikarar en hef-
ur ekki komist inn í leiklistar-
skóla og afleiðingin verður sú
að margar deildir enda milli
tveggja elda - þær verða eins og
lélegir leiklistarskólar af því
fræðin sitja á hakanum. f Sor-
bonne var passað upp á þetta sem
betur fer. Eg á því láni að fagna
að hafa aldrei langað vitund til
þess að verða leikari en þó
neyddist maður til að leika eitt
og annað. Ég er sannfærður um
að ég sé kolómögulegur leikari
en af einhverjum ástæðum ganga
þeir félagar mínir úr skólanum
með þá grillu í kollinum að ég
sé góður kvikmyndaleikari og
þess vegna hef ég leiðst út í það
að leika í einum fjórum fimm
kvikmyndum. Ég hef reynt að
vara þessa drengi við en þeir
hafa ekki látið sér segjast og
troðið hlutverkunum upp á mig
- og það meira að segja aðal-
hlutverkum!“
...svoégtái
Hlaupvídd sex
semdæmi...
etta munu vera skóla-
myndir? „Já, lokaverk-
efni, en sumar þeirra allt
upp í hálftíma langar.
Mér finnst það furðuleg
firra að ímynda sér að ég
geti leikið en þetta er
náttúrlega ágæt reynsla og ég
hef einu sinni leikið í leikhúsi
hér á landi, þvert ofan í öll
prinsipin mín. Það var þegar
Brynja Benediktsdóttir fékk mig
til þess að leika í ágætu leikriti
eftir Guðmund Steinsson, Sólar-
ferð. Þar var ég spænskur
þjónn.“
Þú ert til þess að gera há-
menntaður í alls konar fræðum
jafnframt því að skrifa sjálfur.
Hvað þykir þér skemmtilegast
að fást við?
„Ja, mér þykir afskaplega
gaman að stjórna leikritum en
vildi samt ekki vinna að því stöð-
ugt, það getur verið ótrúlega
slítandi. Draumur minn er jöfn
blanda ritunar - þessarar ein-
manalegu vinnu- og svo leik-
stjórnar, sem er svona rosalegt
fjöldaátak. Þegar maður er bú-
inn að sitja lengi einn og basla
við skriftir fer maður að þrá ann-
að fólk en svo þegar maður hefur
lokið við að setja upp heila leik-
sýningu þá hafa samferðamenn-
irnir iðulega misst vænan hluta
af ljóma sínum! Maður getur
náttúrlega ekki ráðið vinnu sinni
að öllu leyti í þessum free-lance
bransa, eins og þú veist; stundum
hellást yfir mann fjögur fimm
verkefni í einu en daginn eftir
er ekkert framundan. í fyrra
æxlaðist það til að mynda þannig
að ég hafði varla undan - fyrst
var það Piaf norður á Akureyri,
síðan vinna í sjónvarpinu og svo
fór ég að skrifa leikritið fyrir
Herranótt í árslok. Ég hafði
raunar mjög gaman af því að
setja upp leikritið um Piaf- hún
hefur alltaf verið mikil vinkona
mín.“
Þú minntist á Herranætur-
stykkið. Það er eftirtektarvert
að öll leikritin þín hingað til
hafa verið skrifuð eftir pöntun
og með sérstakan hóp í huga.
„Já - öll þau leikrit sem ennþá
hafa verið sýnd. Það er engin
sérstök skýring á þessu - nema
hvað það er erfitt að skrifa leik-
rit og það hefur virkað ágætlega
á mig að hafa tímamark. Tak-
markanir eru að sjálfsögðu alltaf
fyrir hendi þegar skrifað er fyrir
ákveðinn hóp - svo ég taki
Hlaupvídd sex sem dæmi þá
þurfti ég að skrifa fyrir tvo karla
og sjö konur - en ég held þær
hafi aldrei verið jafnþröngar og
fyrir Herranæturleikritið; ég hef
ekki skrifað fyrir amatöra áður.
Nemendaleikhúsið hefur á hinn
bóginn marga kosti sem sérhvert
atvinnuleikhús ætti að hafa,
einkum og sér í lagi gífurlega
einbeitingu og metnað. Krakk-
arnir eru búnir að stefna að þessu
marki í þrjú ár - þetta er skurð-
punkturinn - það er flugtak eða
ekki.“
Öll þau leikrit sem ennþá hafa
verið sýnd?
„Já. Ég er til dæmis núna að
reyna að ganga frá verki sem ég
ætla að skila inn til Þjóðleik-
hússins. Ég fékk starfslaun frá
leikhúsinu og þó því hafi að vísu
ekki fylgt neinar kvaðir finnst
mér það vera mórölsk skylda að
sýna einhvern afrakstur laun-
anna. Ég réðst í stórt verkefni á
sínum tíma og var bjartsýnn á
að það gengi upp en sprakk svo
á limminu. Nú er ég með í gangi
áform um að klára þetta og tekst
það vonandi sem fyrst.“
Vissaraaðeiga
flugmiðaúrlandi
Bíddu við - um hvað ertu að
tala? Ef ég má spyrja?
„Hm.“ Sigurður hugsaði mál-
ið. „Ég held ég verði að ganga
frá þessu áður en ég fer að tala
umþað.“
Þú hefur líka þýtt talsvert
mikið?
„Já, og reyndar meira en hefur
komið fyrir almenningssjónir. Ég
hef sennilega ekki beitt mér sem
skyldi í því að fá útgáfu á ýmsu
því sem ég hef þýtt. í mörg ár
hef ég átt tilbúna þýðingu á
heilli ljóðabók eftir Jacques
gamla Prévert en eins og þú get-
ur ímyndað þér þá hlaupa út-
gefendur ekki beinlínis upp til
handa og fóta þegar minnst er á
þýdd ljóð við þá. Ég hef líka þýtt
hók eftir mjög dularfullan höf-
und sem heitir Georges Bataille
en held að það væri vissara að
eiga flugmiða úr landi tilbúinn
þann dag sem sú bók kemur út.
Hún heitir Madame Edwarda og
er geysimerk en. .. ja, hún er
satt að segja ansi gróf. Þannig
að ég hef þýtt vænan slatta en
þýðingar eru eins og leikrit að
því leyti að það er varla unnt að
skrifa út í loftið; maður verður
eiginlega að hafa útgefanda til
reiðu, rétt eins og leikhús sem
vill setja upp leikritið. Þýðingar
eru djöfulsins puð og ekki til
þess að leika sér að - ekki þá
fyrr en kannski á elliheimilinu
þegar maður hefur ekkert betra
að gera.“
trúktúr er mikilvægur
hlutur í skáldskap, segja
kenningar, og þá ekki síð-
ur í viðtölum ef vel á að
vera. Nú, þegar við vorum
að ljúka viðtalinu, var það
allt í einu komið í hring
og beit í skottið á sjálfu sér.
Prestssonurinn Sigurður Pálsson
sagði hugsandi:
„Líklega hef ég lent í kröpp-
ustum dansi við þýðingar þegar
ég þýddi mellubókina fyrir Ið-
unni 78. Það var svakaleg törn;
ég hafði nefnilega alls ekki áttað
mig á því hvað það voru margar
blaðsíður í þessari bók! Svo var
afskaplega snúið slangurmál á
bókinni - Þegar vonin ein er eft-
ir - og sumt skildi ég bara alls
ekki. Ég þurfti stundum að fara
á vettvang og spyrja portkonur
Parísarborgar hvað hitt og þetta
þýddi, og þó var ég enginn ný-
græðingurí mellumáli. Fyrsta
árið mitt í París var ég oft niðri
á St. Germain des Prés, við hlið-
ina á Latínuhverfinu. Þarna
voru tveir býsna dularfullir stað-
ir og vændiskonur af öllum
stærðum og gerðum. Þeim þótti
það alveg ótrúlega fyndið þegar
þær komust að því að ég væri
prestssonur og þegar ég var á
leiðinni heim til mín var oft æpt
að mér: „Le fils de pasteur!“ -
af alveg tryllingslegri gleði! Ég
var náttúrlega barnungur, bara
nítján ára, og það leið ekki á
löngu þangað til þær voru farna)
að segja þessum sakleysislega
prestssyni ævisögu sína. Þannig
komst ég inn í talsmátann, þega
vændiskonumar röktu raunir
sínar fyrir le fils de pasteur...“
28 VIKAN 17. TBL