Vikan - 24.04.1986, Page 33
f
Flest innbyrðum við töluvert magn lyfja um ævina
án þess að gera okkur nokkra grein fyrir hvað við
látum ofan í okkur. Við treystum bara læknavísind-
unum í blindni. Það er í sjálfu sér ágætt en þó
gildir sama um lyfjamál og önnur mál að örlítil
innsýn skaðar ekki. Hér er ekki á borð borin lærð
grein um innviði lyfjafræðinnar heldur viðtal við Hjörleif
Þórarinsson lyfjafræðing og ýmsir fróðleiksmolar um
lyfjamál hérlendis.
Lyfjafræði á rætur að
rekja til grasalækninga
svo það eru engar grund-
vallarandstæður milli
lyflækninga og náttúru-
lækninga. Öfgamenn
deila þó jafnan um þessi
mál, sumir telja að lækna megi
næstum allt með lyfjagjöf og
meina að heilsulækningadótið
allt megi fella undir hverja aðra
fjárplógsstarfsemi. Aðrir telja
lyfjaneyslu landsmanna til
megnustu óþurftar, fólki kæmi
betur að borða hollari mat og
nýta sér árþúsunda þekkingu
þeirra náttúrulækningafræða
sem enn lifa góðu lífi og njóta
nú víða vaxandi fylgis.
Hjörleifur Þórarinsson, lyfja-
fræðingur hjá Laugavegsapó-
teki, telur þetta tvennt vel geta
farið saman enda sé engin
grundvallarmótsögn þar á milli.
„Mjög mörg ný lyf, sem hafa
uppgötvast, eru úr náttúrunni,
það er að segja menn fá hug-
myndina úr náttúrunni og frá
náttúrulækningum en í nútíma-
lyfjagerð eru virku efnin, sem
hafa áhrif, einangruð úr plönt-
unum. Á þann hátt er hægt að
stjórna lyfjagjöfinni nákvæm-
lega sem er grundvallaratriði
því of lítill lyfjaskammtur getur
verið gagnslaus en of stór
skammtur skaðlegur ef um mjög
virkt efni er að ræða.“
GRASAKERLINGAR OG LYF-
LÆKNINGAR
„Svona sem dæmi um það
dettur mér í hug saga af enskum
lækni sem var uppi á átjándu
öld. Hann frétti af grasakerl-
ingu sem bjó til ansi góðan
drykk við hjartveiki og fór til
kerlingar og fékk uppskriftina
hjá henni. í drykkinn notaði
kerlingin um tuttugu plöntur
en læknirinn vinsaði úr þær
plöntur sem hann fann út að
höfðu ekkert að segja. Loks
fann hann plöntuna sem virkaði
á hjartveiki og bjúg og úr henni
var síðar unnið mjög virkt efni
sem þykir enn mjög gott hjarta-
íyf.
Eitt nýlegt blóðþrýstingslyf
er runnið frá eitri úr snákum,
sem uppgötvað var að hafði
meðal annars áhrif til lækkunar
á blóðþrýstingi. Þá var búið til
efni, lyf, sem hefur mjög svipaða
eiginleika og snákaeitrið og
virkar á of háan blóðþrýsting.
Það er nú komið á markað.
Til er grein innan lyfjafræð-
innar sem er eins konar mann-
fræðileg lyfjafræði. Þeir
lyfjafræðingar og efnafræðing-
ar, sem hana stunda, fara og
kynnast frumstæðum þjóð-
flokkum og athuga hvað þeir
nota til lækninga. Vitneskjan,
sem þeir þannig afla, er notuð
til þróunar á nýjum lyfjum. Lík-
lega er meirihluti efna, sem
notuð eru í lyf, búinn til á rann-
sóknarstofum, en einnig eru
mikið notuð háhreinsuð nátt-
úruleg efni og stundum er
efnafræðilegri byggingu þá
breytt eða þau bætt lítillega."
- Nú virðist vera togstreita
milli þeirra sem hallast að nátt-
úrulækningum og lyfjayfir-
valda?
„Mér finnst notkun náttúru-
lyfja ágæt, svo langt sem hún
nær, og ég sé hana sem nokkurs
konar svar við hinum sterku
lyfjum sem læknar vísa á. Auka-
verkanir náttúrulyfja eru oftast
færri en á móti kemur að lyfja-
framleiðendur, sem vilja skrá-
setja lyf, verða að sýna og sanna
með vísindalegum aðferðum að
lyfið virki á sjúkdóminn sem um
ræðir. Framleiðendur náttúru-
lyíja eru ekki háðir þessu
skilyrði og því er verkun og
samsetning þessarar fram-
leiðslu oft óviss.
Notkun náttúrulyfja er oftast
handahófskennd, menn prófa
sig áfram en ef þeim finnst eitt-
hvert efni gera sér gott þá er
það bara jákvætt. Trúin hefur
svo mikið að segja í þessu en
það á bæði við um viðurkennd
lyf og náttúrulækningalyfin.
Menn vita hvaða áhrif þeir eiga
að finna og þá finna þeir þau í
flestum tilfellum. Það er sterk
tilhneiging innan læknavísind-
anna að skilja á milli líkama
og sálar en auðvitað skiptir
samspilið þarna á milli miklu
máli.“
NÝ LYF OG LYFHRIF
„Uppgötvanir á nýjum lyfjum
og lyfhrifum geta orðið með
ýmsu móti, til dæmis getur upp-
götvast fyrir tilviljun nýtt
verkunarsvið hjá lyfi sem ætlað
er að verka á allt annan hlut.
Dæmi um þetta er þróun þvag-
ræsilyfja (bjúgtaflna) út frá
súlfalyfjum (sýklalyfjum). Önn-
ur leið er til dæmis sú að menn
hafa vitneskju um byggingu
hormóns, sem verkar á ákveðin
viðtæki á yfirborði frumna í
líkamanum, og reyna meðal
annars með hjálp tölva að
hanna sameind sem ætla má að
hafi æskileg áhrif á viðtækið og
þar með frumuna. Það er svo í
höndum lyfjafræðinga og efna-
fræðinga að búa til þetta efni
og fleiri skyld og finna hið eina
sanna með prófunum. Svona
vinna er yfirleitt framkvæmd á
stórum rannsóknarstofum og
innan háskóla. í tvö þrjú ár er
efnið bara rannsakað í til-
raunaglösum, hvort það hafi í
fljótu bragði einhver óæskileg
áhrif, sé krabbameinsvaldandi
og fleira. Síðan er farið að gera
tilraunir á dýrum, þær taka
kannski tvö þrjú ár því það þarf
að fylgjast vel með hvort lyfið
hafi einhver óæskileg áhrif á
dýr, valdi fósturskaða eða öðru
slíku og hvort eiturverkanir og
því um líkt komi fram vegna of
stórra skammta. Loks er farið
að prófa lyfið á mönnum. Það
eru þá oftast lyfjafræðingar og
þeir sem vinna á rannsóknar-
stofum sem taka lyfið sjálfir, í
misstórum skömmtum, til að
athuga hvort það hafi einhver
slæm áhrif á þá. Út frá því reyna
menn að finna út hæfilegan
skammt og þá er farið að láta
lækna hafa þetta í mjög þröng-
um hópi, yfirleitt lækna sem
starfa með fyrirtækjunum að
lyfjaþróuninni. Þeir gefa sjúkl-
/þessum hillum eru ýmsarefna-
blöndur sem notaöar eru til
lyfjagerðar. Hjörleifur tekur til
það sem hann þarf að nota I
þetta sinn samkvæmt því sem
óskað er eftir á lyfseðlinum.
17. TBL VI KAN 33