Vikan - 24.04.1986, Blaðsíða 35
Notkunin á díazepam á árinu
1976 var 55,5 DDD á 1000 íbúa
á dag. DDD er skammstöfun fyr-
ir ensku mælieininguna Defined
Daily Dose sem hér útleggst á
íslensku „skilgreindur daglegur
skammtur“. Á árinu 1984 var
notkunin komin niður í 28,2
DDD á 1000 íbúa á dag. Þetta
þýðir á einföldu máli að í stað
þess að fimmtíu og fimm af
hverjum þúsund Islendingum
hafi daglega tekið díazepam-
skammtinn sinn árið 1976 þá séu
það tuttugu og átta sem gera
það 1984. Fyrir þá sem hafa
gaman af að velta fyrir sér
tölum skal upplýst að það ár
voru seld geðlyf fyrir um 86
milljónir króna. Og af 900 millj-
óna heildarlyfjasölu 1984 þá er
kostnaðurinn við geðlyfin því
um einn tíundi hluti. Til saman-
burðar má nefna að seld voru
verkjalyf fyrir tæpar 18 milljón-
ir það ár og eru þar meðtalin
öll verkjalyf, bæði þau sem seld
eru í lausasölu og þau lyfseðils-
skyldu, nema þau sterkustu eins
og morfín.
INNLEND LYFJAFRAM-
LEIÐSLA
í heimsókninni í Laugavegs-
apóteki fengum við að skoða
vinnuaðstöðuna og spurðum
Hjörleif þá um innlenda lyfja-
framleiðslu. „Hérlendis eru
framleidd sérlyf, lyf eftir for-
skriftarbókum, gamalreyndar
uppskriftir, og lyf eftir forskrift-
um, það er að segja lyfseðlum
lækna. Sífellt eru gerðar meiri
og meiri kröfur til framleiðsl-
unnar svo það er varla lengur
forsvaranlegt að apótek séu að
framleiða lyf nema í litlum
mæli, því það er bæði mjög er-
fitt og dýrt. Nú eru það aðallega
fjögur lyfjaframleiðslufyrirtæki
sem sjá um innlendu framleiðsl-
una: Lyfjaverslun ríkisins,
Delta, Stefán Thorarensen hf.
og Reykjavíkurapótek sem Há-
skólinn á.
Það hefur verið þannig að
fólk veit lítið um það sem það
Hjörleifur blandar fljótandi
lausn sem nota skal við útbrot-
um á húð. I hana feraluminium-
saltlausn sem dregur saman
húðina. vatn til þynningar og
bórsýrulausn sem er léttsótt-
hreinsandi.
er að setja ofan í sig en mér
finnst það hafa breyst að undan-
förnu, með þessum tveimur nýju
íslensku bókum um lyf. Mér
finnst sjálfsagt að fólk viti
hvaða lyf það tekur og hvaða
áhrif það getur haft því öll lyf
hafa einhverjar aukaverkanir
og það er betra að vita um þær.
Við alla lyfjagjöf þurfa læknar
að meta kostina og gallana en
í þeim lyfjum, sem við höfiun
hérlendis, eru kostirnir yfir-
gnæfandi ef þau eru notuð rétt
og aðeins þegar á þarf að halda.
Margir hafa fordóma gagn-
vart lyfjum og vilja ekki taka
þau en ég tel það vera rangt
viðhorf. Ef til dæmis greinist
insúlínháð sykursýki hjá fólki
eru það lyfin ein sem geta bjarg-
að því.“
- Þegar mixtúrur eru seldar
lyfseðilslaust, eru það þá ykkar
einkauppskriftir?
„Nei, þá eru það yfirleitt
mixtúrur, til dæmis hóstamixt-
úrur, sem gerðar eru eftir
uppskriftum úr löggiltum for-
skriftarbókum. Þær eru í
rauninni eins og mat-
reiðslubækur og þar má til
dæmis finna norska brjóst-
dropa, sem flestir kannast við,
en þeir eru eins í öllum apótek-
um.“
STEINOLÍA OG ULLARFEITI
- En kremin sem þið búið til,
hver er aðaluppistaðan í raka-
kremum og hreinsikremum sem
apótekin búa til sjálf?
„Uppistaðan í hreinsikrem-
inu, sem við búum til hér í
Laugavegsapóteki, er svokölluð
parafínefni sem unnin eru úr
steinolíu. Parafínefnin eru föst
og fljótandi og þau leysa vel upp
efni sem ekki leysast upp í vatni,
eins og sumar tegundir augna-
háralita og fleira. Rakakrem
inniheldur hins vegar mýkjandi
efni, vax eða vaselín, og svoköli-
uð yfirborðsvirk efni sem hafa
þá eiginleika að geta bundið
saman fitu og vatn, til dæmis
ullarfitu eða lanolín. Vatn er
um helmingurinn af rakakrem-
inu því það er einmitt markmið-
ið að koma raka í húðina.“
- Eru rakakrem og hreinsi-
krem apótekanna jafngóð og
þau sem seld eru undir dýrum
snyrtivörumerkjum og kosta
svona fjórum sinnum meira?
„Grunnurinn var til skamms
tíma sá sami og í flestum tilfell-
um er verkanin sú sama en í
sumum snyrtivörum eru dýr
ilmefni og fleira sem skilur að.
En það er svo mikið framboð
og úrval af snyrtivörum að oft
getur verið erfitt fyrir fólk að
átta sig á hvað það á að velja
og hvað það er að kaupa. Snyrti-
vörur eru háðar tísku líðandi
stundar og fyrir vikið er vanda-
samara að ráðleggja fólki.
Vöruvöndun er yfirleitt -með
Við gægjumst inn í hið allra
heilagasta. Þarna eru búin til
dauðhreinsuð lyf og aðgangur
er stranglega bannaður. öllum
nema /yfjafræðingum.
ágætum og það má hafa það að
leiðarljósi að nóta ofnæmispróf-
aðar snyrtivörur og sem eru án
óæskilegra aukaefna. Snyrti-
vöruframleiðsla apóteka er
mjög hefðbundin og mest er um
að ræða vörur sem koma að
notum við húðvernd." Hjörleif-
ur bætir við að lyfjabúðir geri
lítið að því að kynna snyrti-
vöruframleiðslu sína og lyf sé
alfarið bannað að auglýsa fyrir
almenningi.
LEIÐIN FRÁ LYFSEÐLI f
LYFJAGLAS
Þessar fimmtán mínútur, sem
við flest eyðum í óþolinmæðis-
bið í apótekinu, eru í rauninni
vel nýttar af þeim sem vinna við
lyfjaafgreiðsluna því ferlið er
flóknara en svo að lyfjapakkn-
ing sé tekin ofan úr hillu og
lyfseðillinn settur þar í staðinn.
Hjörleifur segir frá: „Þegar
lyfseðill er lagður inn, segjum
til dæmis mixtúrulyfseðill, það
er að segja forskriftarlyf læknis,
þarf fyrst að reikna út allt sem
í lyfið á að fara, skrifa magn og
verð á seðilinn og taka svo ljós-
rit af honum. Það tekur lyfja-
fræðingurinn með sér þangað
sem lyfin eru geymd og blönduð
og þar tekur hann öll efnin til,
vegur og mælir og blandar síðan
lyfið samkvæmt uppskriftinni
'VílGANCUR '
inni í þar til höfðu herbergi.
Hann kvittar á lyfseðilsljósritið
fyrir hvert efni fyrir sig sem
hann notar í lyfið og síðan er
farið yfir það þannig að tvöfalt
eftirlit er með öllu því sem notað
er til lyfjablöndunarinnar. Þeg-
ar lyfið er tilbúið ber lyfjafræð-
ingurinn saman lyfseðilinn og
það sem vélritað hefur verið á
merkimiðann sem á að fara á
mixtúruflöskuna og setur svo
stafina sína á miðann til stað-
festingar því að allt sé nú rétt.
Þá og fyrst þá er mixtúran til-
búin til afgreiðslu.
Ferli venjulegs lyfseðils með
skráðu sérlyfi í staðlaðri pakkn-
ingu er ekki svona margbrotið.
Verð lyfsins er fundið og hluti
sjúklingsins reiknaður út, vél-
ritaður miði límdur á pakkning-
una sem lyfjafræðingur tekur
til. Hann athugar að rétt sé af-
greitt og setur þá upphafsstafi
sína á miðann. Við afliendingu
les afgreiðslumaður yfir lyfseð-
ilinn og ber saman á ný.“
Þegar þessu spjalli við Hjör-
leif Þórarinsson lauk var
ýmislegt ljósara um starfsemi
apóteka og störf lyfjafræðinga,
þó öll vonumst við líklega til
að þurfa að vita sem minnst af
lyfjum og þeirra fylgifiskum.
17. TBL VIKAN 35