Vikan


Vikan - 24.04.1986, Page 46

Vikan - 24.04.1986, Page 46
en á honum var lítið að græða. Hann kvaðst hafa hleypt bróður sínum inn um nóttina en vissi ekki hversu framorðið þá var orðið. Var honum síðan leyft að fara til skips eins og hann hafði gert ráð fyrir en Jóhannes og Sveinn voru enn um sinn í haldi. Ulstrup hafði lítið mark tekið á neitunum piltanna tveggja. Fór hann á fund Jóhannesar, en þeir voru þá í haldi hvor á sínum staðnum. Jóhannes hafði virst auðveldari viðfangs enda fór svo að hann játaði eftir stutta stund. „Þótt ég neitaði öllu í kvöld þá skal ég nú segja sannleikann eftir því sem ég framast man. Ég tók sjálfur úrið á borðinu í kompu Guðmundar, en þeir Sveinn og Guðmundur Eiríksson stálu úr kistunni. Úrið fékk ég Guð- mundi Eiríkssyni til þess að geyma það eða fela það. Veit ég ekki hvað hann hefur gert af því. Þeir Sveinn fóru stutta stund frá okkur Guðmundi Jónssyni og sögðu mér á eftir að þeir hefðu farið með þýfið og látið það í poka og síðan urðað það í holti fyrir ofan Þingholt." Eftir þessa játningu hélt Ulstrup þegar í stað á fund Guðmundar Eiríkssonar sem enn gekk frír. Guðmundur varð felmtri sleginn og játaði undireins og hann gerði meira, hann vísaði strax á úrið sem lá falið í grjótgarði fyrir neðan Garðshorn. Þýfið í Þingholtunum fann hann hins vegar ekki, enda var þá svartamyrkur. Ulstrup lét því setja Guðmund í gæsluvarðhald og hélt á fund Sveins Sveinssonar sem Guð- mundur sagði að hefði lagt á ráðin um þjófnað- inn. Sveinn var hinn þverasti og kvaðst ekkert um þetta vita en þegar Ulstrup sýndi honum úrið varð honum svarafátt. Þegar hann hafði náð áttum á ný hélt hann áfram að þvertaka fýrir aðild sína að þjófnaðinum og sat við sinn keip um nóttina. Úm morguninn mistókst Guðmundi Eiríks- syni enn að finna þann stað í Þingholtunum þar sem þeir Sveinn höfðu urðað meirihluta þýfisins. Þegar farið var með Svein á þær slóð- ir var hann enn hinn þvermóðskufyllsti. Þá gerðist það að einn fylgdarmanna Ulstrups gekk fram á þýfið og skipaði Uistrup Sveini að taka pokann upp og bera hann inn í bæ. Sveinn harðneitaði en varð að láta undan þeg- ar „dómarinn hafði gefið honum nokkur högg með spanskreirstokki sínum“, eins og segir í réttarskýrslu. Eftir frekari yfirheyrslur kom í ljós að þeim Jóhannesi og Guðmundi Eiríkssyni bar mjög saman. Sveinn hefði átt upptökin og hefði tek- ið hlutina úr kistu Guðmundar Jónssonar og þeir Guðmundur Eiríksson síðan falið þá eins og fyrr er getið um. Þeir héldu þá aftur til Guðmundar Jónssonar, sem var of ölvaður til að taka eftir nokkrum hlut, og náðu í Jóhann- es. Jóhannes hvatti þá til að skila þýfinu aftur en þeir kváðust ekki geta fundið það aftur í myrkrinu. Þegar framburður beggja var lesinn fyrir Svein gafst hann upp og játaði. Var þeim þá öllum sleppt en sviptir útróðrarskírteinum sínum. Guðmundur Jónsson var hinn ánægðasti með þessi málalok en rak í rogastans þegar hann var kallaður fyrir Ulstrup og átalinn fyrir „straffverðuga hegðun“ sína þá um kvöldið. Guðmundur var dæmdur til að geiða 10 ríkis- dala sekt fyrir ölvun sína og framferði almennt og lækkaði þá nokkuð á honum risið. Þeir þremenningar voru allir dæmdir til op- inberrar hýðingar. Jóhannes Björnsson slapp best því honum voru einungis dæmd tíu vandar- högg og taldi dómarinn ýmsar málsbætur „mæla fram með honum til linkindar í straff- inu“. Guðmundur Eiríksson fékk fimm höggum meira því hann var talinn hafa framið þjófnað- inn að yfirlögðu ráði. Hins vegar varð það honum til málsbóta að hann játaði strax og á hann var gengið. Sveinn Sveinsson fékk að vonum þyngsta dóminn. „Ekki alleina lét hann í ljós, er hann var gripinn og við þau höldnu próf, harðhnakkað og þvermóðskulegt, og eftir að hann var upp- vís orðinn, svo forhert sinni, að hann ei vildi meðkenna sannleikann, og ekki færa þýfið til réttarins fyrr en líkamlegri þvingun var við höfð. Og þar sem hann nú hefur sýnt sig hinum tveimur háskalegri fyrir almennings friðhelgi, þá hlýtur hann harðara straffi að sæta.“ Tutt- ugu vandarhögg. Sakborningar þrír voru spurðir hvort þeir óskuðu vægðar eða hvort þeir vildu freista þess að áfrýja dómnum en allir kváðust þeir sætta sig við þessi málalok. Þremenningarnir voru síðan hýddir á Aust- urvelli og fer fáum sögum af þeirri athöfn. Þó segir í einni heimild að sumir embættismanna hafi viljað Húnvetninga sérstaklega til að vera viðstaddir hýðinguna, en allir þrír voru úr Húnavatnssýslu. Ulstrup bæjarfógeti hafi hins vegar ekki þorað að birta slíka hvatningu af ótta við uppþot enda séu „norðanmenn oftast mjög samheldnir nyrðra". Hýðingar fóru þannig fram að hinir dæmdu voru lagðir á grúfu, fötum þeirra flett upp og svo gekk böðullinn fram með vönd sinn. Eftir hýðinguna var sakamönnunum svo sleppt og þeir þremenningar hafa fengið að fara í sín skipsrúm eins og ráð hafði verið fyrir gert. En fyrsta kastið hafa þeir líklega átt undir högg skipsfélaga sinna að sækja, eigi síður en undir vönd Guðmundar „Fjósarauðs“ og fyrrum draugs... « VIKAN 17. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.