Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 24.04.1986, Qupperneq 50

Vikan - 24.04.1986, Qupperneq 50
D R A U M A R HRINGURÍ BANDI Kæri draumráðandi. Mig hefur tvisvar dreymt undar- legan draum með stuttu millibili. Draumurinn var á þessa leið: Mér fannst ég vera að leita að konu sem hét Sigríður Þorgeirsdóttir (þekki enga konu með því nafni). Ég kom inn í stórt hús og tók lyftu upp á sjöundu hæð. Með mér í lyftunni voru tíu manneskjur. Er ég svo steig út úr lyftunni gekk ég eftir löngum gangi sem var með tólf dyrum á. Ég las nöfn á dyrun- um en hvergi sá ég nafn þessarar konu sem ég var að leita að. Komu þá tvær konur gangandi eftir ganginum. Ég spurði þær hvort þær vissu hvar þessi kona væri. Þær svöruðu neitandi en sögðu að það væri þarna kona sem gæti hjálpað mér. Síðan gekk önnur konan inn um einar dyrnar og ég á eftir. Þar inni sat kona sem ég kannaðist við í raunveruleikanum. Hún sat þarna á stól og prjónaði. Hún stóð upp er hún sá mig og heilsaði og varð mjög ánægð yfir því að ég skyldi vera komin. Hin konan kvaddi og ég spurði hana að nafni. Ég heiti Sigrún, sagði hún og hvarf út um dyrnar. Ég sneri mér þá að hinni konunni og fór að spyrja hana um Sigríði. Hún vildi engu svara en fór að tala um að maðurinn sinn væri fjarverandi og henni leiddist og bað mig að gista. Hún bað mig að fylgja sér og opnaði dyr. Inni í stóru her- bergi var rúm með Ijósum sængurfötum og á sængurverinu voru tvær bláar rendur og ein græn. Hún sagði að þetta væri herbergi mannsins síns og þarna skyldi ég sofa. Ég spurði hana hvar hún ætlaði að sofa. Hún opn- aði dyr beint á móti og ég sá þar bleikt herbergi með bleikum rúm- fötum. Þar ætla ég að sofa, sagði hún. Hún gekk síðan út en kom aftur með giftingarhringinn sinn í bandi og setti hann um hálsinn á mér. Ég spurði hana hvað hún væri að gera. Ég þarf ekki á honum að halda lengur, sagði hún og gekk út. Ég hugsaði með mér að þarna gæti ég ekki verið, læddist út og fór heim. Þá hringdi síminn og þá er þetta maðurinn hennar og spurði hvort ég væri ekki að koma. Varð mér þá litið á höndina á mér og var þá með giftingar- hringinn hennar á hendinni. Ég ætlaði að taka hann af en þá þrengdi hann svo að fingrinum að hann blánaði upp. Mér fannst þá að ég yrði alltaf að vera með hring- inn og skyndilega voru komnir tveir bláir steinar á hann. Lengri varð draumurinn ekki. Vona að þú getir ráðið hann fyrir mig. Með fyrirfram þökk. X. Þessi draumur er þér fyrir vegs- auka í veraldlegum efnum og togstreitu á tilfinningasviðinu. Þú munt hafa sigur á báðum stöðum en þú þarft að sækja hann fast. Þú verður ekki laus við að velkjast i vafa þegar þú stendur frammi fyrir stórri ákvörðun en þú munt sigrast á þeim Ijónum sem eru I veginum, einnig eigin efasemdum og ef til vill vantrausti á sjálfri þér. Það eru allar Hkur á að þú fáir á svolítið fölskum forsendum þætta og/eða breytta stöðu i hjú- ‘skaparmálum, en það er ekki laust við að þér finnist sú staða þrengja að þér. Þú hefur sennilega á til- finningunni að þú getir ekki ráðið við að þreyta þessu sjálf en veist innst inni að það er ekki rétt. Hvað úr verður getur tíminn og þú sjálf leitt i Ijós. HJÓLBÖRUR Kæri draumráðandi! ,Ég hef aldrei skrifað þér áður svo ég vona að þú ráðir þennan draum. Ég á heima í H. og er 1 3 ára. Sko, það er dálítið langt síðan mig dreymdi þennan draum en ég gleymi honum aldrei. Svo, kæri draumráðandi, viltu ráða hann. Ég var að fara í kaupfélagið með mömmu minni. Ég sagði henni að ég ætlaði út að leika mér. Ég fór en ég sá einn mann með hjólbörur, þau rændu mér og drusluðu mér upp í hjólbörurnar. Svo fóru þau með mig í Sjóváhúsið beint á móti. Þau fór með mig niður stiga og þá sagði ég við kallinn: Má ég fara yfir og kaupa mér tyggjó? Já, sagði hann. Ég talaði við mömmu en hún trúði ekki að það væri ver- ið að ræna mér. Svo fór ég aftur. Svo þurfti ég að halda á fiski en það var mamma. Hann sagði við mig: Ekki gráta, vertu eðlileg. Þá vaknaði ég hágrátandi. Kæri draumráðandi, þú verður að ráða hann. Ég hef ekki gleymt einu orði úr draumnum svo gerðu Bless. R.S. Þessi draumur gæti nú þent til þess að þú værir svekkt á þvi að mamma þin skilji ekki alltaf hvað þú ert að meina, en það er nú í framhjáhlaupi sagt. Draumurinn er ágætur tákndraumur og það sem mestu máli skiptir er að hann endar vel með grátnum. Sennilega er hann ekki kominn fram en þú þekkir það þá ef svo er. i stórum dráttum er hann vísbending um að þú megir eiga von á einhverjum leiðindum og látum útafeinhverju sem þú vilt gera og það jafnvel með dálitlum hamagangi. Þú ættir ekki að vera fljót á þér, það er þér sennilega fyrir bestu að ekki fari eins og þú vilt. Ef þú hefur verið að hugsa eða ert að hugsa um að gera eitthvað sem hefur mikil áhrif á framtíð þina er það augljóslega ekki timabært og þótt þú verðir mjög óhress yfir málalokum muntu verða mjög hamingjusöm i framtíðinni yfir þvi hvernig þessi mál þróast. FROSKUR í HOLU Kæri draumráðandi. Ég sendi þér einn draum sem ég vonast eftir ráðningu á. Ég var á gangi við verslun með tveim vin- um mínum eitt kvöldið. Einhvern veginn vissum við að vinkona okkar ætti hálfa milljón (gömul kærasta min) og við ákváðum að ná í hana og ná peningunum ein- hvern veginn af henni. Við fórum inn í bílinn hennar og ókum af stað þar sem hún var. Og þegar við vorum búnirað ná í hana ókum við á drungalegan stað þar sem allt var skrælþurrt og engin lauf- blöð á trjánum. Og allt í einu stökk vinur minn niður á fjóra fætur og byrjaði að grafa eins og hundur. Er hann var búinn að grafa nokkuð niður kom hann með frosk upp úr holunni. Skyndilega var vin- kona okkar orðin jafnlítil og froskurinn og froskurinn gleypti hana. Þegar froskurinn var búinn að gleypa hana fóru vinir mínar að dansa og hlæja en ég var hræðilega dapur og hryggur og mér fannst ég allt í einu orðinn morðingi. Svo leit ég á froskinn og sá hann spýta út úr sér augan- um í henni en það var jafnlítið og augu kisu og við augað var fast brúnt slím. Ég sá froskinn eins og hann væri að hlæja og sá ég sams konar brúnt slím uppi í honum. Svo fór ég heim og fór svo á ball í skólanum. Og enginn vildi vera formaður félagsmiðstöðvarinnar svo ég var kosinn það. Og ég sá vinkonu mín aftur á ballinu. Hún mundi ekki eftir neinu, en það var eins og hún forðaðist að tala við mig. Og síðan hringdi síminn og ég svaraði og þá var komið hátal- arakerfi svo allir heyrðu hvað ég sagði í símann. í símanum var stelpa sem var einu sinni með mér í bekk og hún spurði um mig. Ég sagði: Þetta er hann og spurði hver þetta væri. Þá sagði hún að þetta væri hóra. Þá vissi ég að þetta var at og sagðist ekki mega vera að þessu lengur og lagði á. Þakka gott blað og vonast eftir birtingu fljótt. Þessi draumur tengist vinum þínum og þeim félagsskap sem þú ert í. Það er útlit fyrir tif og fjör en nokkra óvissu i innbyrðis sam- skiptum á næstunni. Það er eins og einhverjar sviptingar gætu orð- ið, einhver ,,gleypi“ annan i óeiginlegri merkingu og sjálfsagt verður þú ekki sáttur við allt sem þarna verður um að vera. Flest þau tákn, sem varða þig, eru jákvæð- ari en þau sem eiga við vini þína, þannig að þú mátt þá gera ráð fyrir að þessi umbrot i vinahópn- um verði þér til góðs, hvort sem þú kannt strax að meta það eða seinna. Yfirleitt má gera ráð fyrir að þau tilfinningabrigði, sem þú sýnir í draumnum, snúist rang- hverf, það ert þú sem ert leiður, þannig að það verður þú sem gleðst. Þú verður fyrir ásökunum og það þýðir að þú ættir að verða firrtur þeim. En þegar þú kemur illa fram merkir það líka göfug- lyndi af þinni hálfu. Þannig er margt öfugsnúið i draumum og þessar upplýsingar ættu að hjálpa þérað ráða enn frekarí drauminn. 50 VI KAN 17. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.