Vikan - 24.04.1986, Qupperneq 53
Þetta voru Bonnie og Clyde. Þau fóru með
ránum og morðum um bæi og sveitir Bandaríkj-
anna í fáein ár í upphafi fjórða áratugarins og
þó þau svifust einskis lá við að þau væru orðin
nokkurs konar alþýðuhetjur þegar yfir lauk.
Enda þótt sögur eins og sú sem hér var skráð
að ofan hafi verið á allra vörum litu margir
framhjá þeim og skötuhjúin skotglöðu hafa með
tímanum öðlast ekki ósvipaða stöðu í vitund
fjölda Bandaríkjamanna og herra Hrói höttur
í Skírisskógi og mær hans, Marion, höfðu og
hafa í vitund Englendinga - eða Gísli Súrsson
og Auður í huga Islendinga; Fjalla-Eyvindur
og Halla ... Hér skiptir ekki máli að sagan um
það hvernig Bonnie og Clyde stóðu að morðun-
um í Grapewine er ef til vill eitthvað málum
blandin; flestir trúðu henni en létu sér það í
léttu rúmi liggja og þegar hjúin voru loks drep-
in af lögreglunni fylgdu þúsundir manna þeim
til grafar og ættingjar Clydes voru næstum
dottnir ofan í gröf hans er lágfleyg flugvél varp-
aði geysistórum kransi inn í hóp þeirra.
AFREKUÐU SJARDAN MEIRA EN
AÐ RÆNA BENSINSTÖÐVAR
Þau Bonnie og Clyde voru ekki beinlinis lík-
leg efni í alþýðuhetjur eins og Hróa hött og
Marion. Þetta voru smáglæpamenn sem sjaldan
afrekuðu meira en að ræna bensínstöðvar fyrir
brýnustu lífsnauðsynjum og stundum var út-
legð þeirra engu bærilegri en vist Fjalla-
Eyvindar uppi á öræfum. Bófar með sjálfsvirð-
ingu töluðu jafnan um þau með mestu fyrirlitn-
ingu; nægir að nefna John Dillinger sem á hinn
bóginn var ekki alveg laus við eðlisþætti Hróa
hattar. Þau urðu fræg fyrir tilgangslaus dráp
og handahófskennt ofbeldi en eigi að síður var
svo komið, þrjátíu árum eftir dauða þeirra, að
víðkunn kvikmynd um ævi þeirra sýndi þau sem
geðslegasta fólk; bráðmyndarlegt og heldur vel
gefið par sem drap ekki nema í nauðvörn. Enn
halda þau áfram að heilla fólk og það eru skrif-
aðar um þau bækur og ritgerðir; eftirfarandi
greinar um skötuhjúin eru byggðar á því alnýj-
asta í Bonnie-og-Clyde-fræðum og enn hefur
ýmislegt óvænt komið í ljós. Við athugun á
blóði drifnum ferli þeirra má svo íhuga spurn-
inguna sem farið var í kringum hér að ofan:
hvers vegna verða ótíndir bófar og morðingjar
að alþýðuhetjum og átrúnaðargoðum?
Bonnie Parker væri sjálfsagt enn í fullu fjöri
ef hún hefði ekki látið leiðast út á þjóðvegina.
Hún fæddist árið 1910 í smábænum Rowena í
Texas; faðir hennar var byggingaverkamaður
og fjölskyldan þokkalega stæð. Bonnie var í
miðju þriggja systkina; hróðir hennar, sem allt-
af var kallaður Buster, var tveimur árum eldri
en systirin Billie þremur árum yngri. Er Bonnie
var fjögurra ára lést faðir hennar býsna skyndi-
lega og ekkja hans stóð uppi með þrjú ung
börn og lítil fjárráð. Hún fluttist þá til Cement
City, heldur ógæfulegs úthverfis Dallas, og fékk
sér vinnu meðan amma gætti barnanna. Amm-
an var orðin fornfáleg og leyfði börnunum að
miklu leyti að leika lausum hala - það var
nokkuð sem Bonnie litla kunni vel að meta.
UPPVARTAÐIÞANN SEM
SIÐAR DRAP HANA
Hún var afskaplega fjörugur og uppátækja-
samur krakki; sumir myndu líklega segja að
hún hefði verið mesti villingur. Hún var stríðin
og orðljót eins og ýmsir leikfélagar hennar
fengu að kenna á en jafnframt var hún ósköp
sæt og kunni að koma sér vel við fólk svo hún
lenti aldrei í vandræðum vegna þessa. Þá gekk
henni vel í skóla og var alla tíð meðal hinna
hæstu í sínum bekk. Sakleysislegt yfirbragð
hennar og fínleiki var hvort tveggja annálað
og á barnsaldri réðu ýmsir pólitíkusar hana til
þess að vera viðstödd útifundi þeirra á þeim
forsendum að þetta barn myndi draga að fólk
ef mælskulist þeirra sjálfradygði ekki til. Hún
virðist frá blautu barnsbeini hafa notið allrar
athygli og hafa haft djúpan snert af exibisjón-
isma i sér.
Ekki er vitað til þess að Bonnie hafi haft
mikinn áhuga á strákum fyrr en hún var fimm-
tán ára gömul en þá varð hún upp úr þurru
yfir sig ástfangin af skólafélaga sínum að nafni
Roy Thornton. Af dæmigerðri tilgerð lét hún
tattóvera nafn hans á læri sér og ári síðar gift-
ust þau, þrátt fyrir ákafa andstöðu móður
hennar. Giftingin breytti þvi ekki að Bonnie
hélt sem fyrr mjög góðu sambandi við móður
sína og voru þau Roy oft meira hjá henni en í
sínum eigin híbýlum. Hjónabandið varð ekki
farsælt - Roy Thornton tók íljótlega upp á því
að hverfa út í buskann dögum saman og gaf
engar skýringar á fjarveru sinni. Síðla árs 1927
fór hann til að mynda í burtu og sneri ekki
aftur fyrr en eftir rúmt ár. Bonnie var í fyrstu
óhuggandi en reyndi svo að standa á eigin fót-
um og fékk sér vinnu við afgreiðslustörf á
kaffihúsi í miðborg Dallas. Hún varð afar vin-
sæl meðal gestanna enda var hún lífleg og hress
og meira en til í að borga viðurgjörninginn úr
eigin vasa ef illa stóð á hjá kúnnunum. Einn
gestanna var maður að nafni Ted Hinton og
hreifst hann af henni eins og aðrir. Hann minnt-
ist þess síðar að hún hefði sagt sér að hana
langaði til þess að verða söngkona, leikkona
eða jafnvel ljóðskáld. Nokkrum árum síðar var
Ted Hinton einn þeirra lögreglumanna sem
stóðu á eyðilegum þjóðvegi í Louisiana og
dældu vélbyssukúlum inn í bíl Bonnie og Cly-
des.
JESSE JAMES OG COLE YOUNGER
VORU HETJUR CLYDES
Þegar eiginmaðurinn birtist aftur tók Bonnie
honum í fyrstu vel .en aðskilnaður þeirra hafði
verið of langur og brátt rak hún hann á dyr.
Skömmu seinna var hann handtekinn fyrir
vopnað rán og dæmdur í fimm ára fangelsi og
raunar hafði hann lengi verið lögbrjótur þó lít-
ið bæri á. Bonnie kenndi í brjósti um hann en
kippti sér að öðru leyti ekki mikið upp við þess-
ar upplýsingar; í Cement City hélt nefnilega til
alls konar vafasamur lýður og Bonnie hafði
vanist því að líta á rán og gripdeildir sem harla
eðlilegan hlut.
Bonnie hætti að vinna á kaffihúsinu þegar
kreppan mikla skall á og um hríð hafðist hún
lítið að nema að fara í bíó og heimsækja kunn-
ingja sína. I einni slíkri heimsókn í janúar 1930
hitti hún ungan og grannvaxinn mann með
útstæð eyru og prakkarasvip á andlitinu. Hún
virðist hafa orðið ástfangin af honum eins og
skot því þegar Emma Parker, móðir hennar,
sá þau saman nokkrum dögum síðar þóttist hún
strax vita að eitthvað meiri háttar væri á seyði.
Ungi maðurinn var vitaskuld Clyde Barrow.
Clyde var einu ári eldri en Bonnie og kominn
af fátæku fólki. Faðir hans var bóndi nálægt
smábænum Telico ekki fjarri Dallas og varð
að puða myrkranna á milli. Það dugði þó vart
til þess að fjölskyldan hefði í sig og á og Clyde
ólst upp við skort bæði á efnalegum gæðum og
athygli. Hann var sjötti í röðinni af átta systk-
inum og var einkum í umsjá systur sinnar,
Nell, sem var fimm árum eldri en hann. Hún
dáði hann takmarkalaust en virðist vart hafa
verið fær um að annast hann: tvívegis var hann
nærri dauður af hennar völdum. Hann var líka
ævintýragjarn krakki og sögurnar um bófa-
flokkana, sem fóru um villta vestrið áður fyrr,
höfðuðu sterkt til hans. Þar höfðu verið fremst-
ir í flokki þeir Cole Younger og Jesse James
og hafa ber í huga að þegar Clyde var að alast
upp voru þeir ekki neinar þjóðsagnaverur aftan
úr grárri forneskju - The Cole Younger-Frank
James Wild West Show fór enn um sveitir Tex-
as og síðasti útlaginn af gamla skólanum,
Henry Starr, var ekki drepinn fyrr en 1921 er
hann freistaði þess að ræna banka í Arkansas.
Þessir bófar urðu hetjur Clydes í æsku og í
leikjum sínum heimtaði hann jafnan að fá að
vera Jesse James.
KLAUFSK BYRJUN Á GLÆPAFERLI
Ólíkt Bonnie var Clyde enginn námsmaður;
honum gekk illa i flestum fögum og svo sem
ekki ýtt undir áhugann heima hjá honum: fað-
ir hans var til dæmis bæði ólæs og óskrifandi.
Hann skrópaði því oft og komst í vandræði af
þeim sökum. Enn meiri urðu vandræði hans
þó þegar nágrannar Barrow-hjónanna kvört-
uðu undan þeirri ástríðu hans að kvelja dýr.
Honum þótti það til að mynda ágæt skemmtun
að vængbrjóta fugla og fylgjast svo með van-
máttugum tilraunum þeirra til að hefja sig til
flugs - einnig dundaði hann við að snúa til
hálfs upp á háls kjúklinga og njóta síðan lang-
vinnra kvala þeirra.
Þegar Clyde var tólf ára gafst faðir hans upp
á búskapnum og fluttist á mölina í Dallas. Fjár-
hagurinn leyfði engan munað og fjölskyldan
settist að í einu versta hverfinu, West Dallas,
þar sem þjófar og hvers konar krimmar héldu
mikið til. Þetta var umhverfi að skapi Clydes
Barrow og hann lenti fljótlega í heldur óvönd-
uðum félagsskap. Sextán ára gamall hætti hann
í skóla og fékk sér vinnu við að sendast fyrir
járnbrautarfyrirtækið Western Union. Sendl-
arnir hjá Western Union voru oft heldur
óprúðir piltar. Ted Hiiiton, sem áður var nefnd-
ur, starfaði við þetta um tíma og af samtíma-
mönnum hans í starfi enduðu tólf í fangelsi og
fjórir í rafmagnsstólnum. Hinton kannaðist líka
við Clyde og líkaði allvel við hann.
Clyde hélst ekki lengi við í fastri vinnu en
virðist hafa farið að dufla við smáglæpi fyrir
tvítugsaldur. Hann uppgötvaði ást sína á bílum
um þetta leyti og nokkru síðar varð hann í
fyrsta sinn ástfanginn af stúlku. Sú hét Anne
og var af mun „betra“ fólki komin en Clyde
Barrow. Sambandið varð ekki langt: stúlkunni
og foreldrum hennar blöskraði gróflyndið í
Clyde - þó hann gæti verið hvers manns hug-
ljúfi þegar svo bar undir- og þau fengu
nasasjón af fyrstu sporum hans á glæpabraut-
inni. Þau spor voru raunar ekki burðug - Clyde
virðist hafa verið klaufskur, taugaóstyrkur og
fljótfær um þetta leyti og einkenndi það hann
raunar allt til dánardægurs. Hann vildi þó ekki
snúa af villu síns vegar og var afundinn og
hranalegur þegar háttsettur lögreglufulltrúi í
Dallas kallaði hann til sín og bað hann að láta
17. TBL VIKAN 53