Vikan

Eksemplar

Vikan - 24.04.1986, Side 56

Vikan - 24.04.1986, Side 56
il eru þeir sem lifa í eigin Tdraumaheimi. Aðrir eru svo jarðbundnir að þeir sjá bara skítuga skóna sína. Einhverj- ar flóttaleiðir frá hversdags- lífinu eru nauðsynlegar til að halda geðheilsunni í lagi. En ef þetta fer út í öfgar getur það orðið að hugsýkis- ástandi. í hve góðu jafnvægi ert þú? 1. Öfundarðu forfeður þína af einfaldara lífi þeirra? Já____ Nei____ 2. Geymirðu gömul ástarbréf? Já____ Nei____ 3. ímyndarðu þér þig sem hetju i ein- hverri hetjudáð þegar þú ferð í hátt inn á kvöldin? Já____ Nei---- 4. Neitar þú að gera erfðaskrá eða að hugsa um dauðann? Já____ Nei____ 5. Lestu mest skáldsögur? Já_____ Nei----- 6. Er allt á rúi og stúi á heimili þínu? Já_____ Nei_____ 7. Telur þú að flestir eiginleikar okkar séu arfgengir? Já_____ Nei_____ 8. Athugarðu heldur það sem er í fjar- • lægð en það sem nær þér er þegar þú ert í göngutúr? Já_____ Nei_____ 9. Er venjulega erfitt fyrir þig að vakna eftir 8 tíma svefn? Já_____ Nei_____ 10. Finnst þér það sem að er í þjóðfélag- inu vera að mestu leyti öðrum að kenna, til dæmis fyrirtækjum? Já_____ Nei_____ STIGAGJÖF: Gefðu þér 2 stig fyrir hvert jákvætt svar. 16-20 stig: Þú ert á mörkum þess að missa samband við umheiminn. Lífíð er skemmtilegt og það ættirðu að athuga. Líttu í kringum þig og reyndu að finna eitthvað sem gefur lífinu gildi. 10-14 stig: Þú hefur fundið leið til að losna frá því sem þér leiðist. Þetta er góð aðlögunarleið ef þú lætur ímyndunarafl- ið ekki villa þér sýn. 6-8 stig: Það er alveg rétt að það er vana- gangur í hversdagsleikanum. Smáróm- antík myndi hjálpa þér að lifa ham- ingjuríkara lífi. 0-6 stig: Ralph Waldo Emerson sagði eitthvað á þá leið að raunveruleikinn hefði vængjahurð. Notaðu hurðina til að sleppa frá hversdagsleikanum öðru hverj u. __________________________ 56 VIKAN 17. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.