Vikan - 26.06.1986, Blaðsíða 22
o wants a second chanco to tove his Chíldreri.
but someone else has learned how.
DRAMATÍSK ÁTÖK
★ ★ ★
TABLE FOR FIVE.
Lcikstjóri: Robcrt Licbcrman.
Aóallcikarar: Jon Voight, Richard Crcnna
•og Millic Pcrkins.
Sýningartimi: 116 mín.
Table for Five er hugljúf og um leið
dramatísk kvikmynd sem fjallar um tvístr-
aða fjölskyldu. Jon Voight leikur J.P.
Tanner, fráskilinn þriggja bama föður.
Hann hefur ckki alltaf haft hugann við
börn sín. Sannast sagna hefur hann ekki
eytt með þeim meira en Ijórum dögum í
einu samkvæmt eigin sögn.
Hann hyggst bæta börnum sínum upp
missinn með því að bjóða þeim í heljar-
mikla skemmtisiglingu. Móðir barnanna
er ekki alltof hrifin, kannski sérstaklega
vegna þess að hún hefur gifst aftur og eig-
inmaður hennar hefur tekið börnunum
sem sínum eigin og tryggt framtíð þeirra.
Hún lætur samt undan þrábeiðni Tanners
og börnin fara í skemmtisiglingu með föð-
ur sínum.
Allt gengur vel í fyrstu. Föður og börn-
um kemur vel saman en þegar faðirinn
ætlar að fara einn að skemmta sér líkar
bömunum það illa, vilja hafa hinn sjald-
séða föður sinn fyrir sig. Faðirinn skilur
ekki sjónarmið þeirra og brátt fer allt í
háaloft. Sáttvísi krakkanna kemur samt í
veg fyrir vinslit og allt virðist leika í lyndi.
Þá kemur fréttin. Móðir barnana hefur
látist i umferðarslysi.
Fósturfaðirinn, sem getur boðið böm-
unum örugga framtíð, vill fá þau til sín.
Tanner þrjóskast við í fyrstu en sér að
hann getur ekki boðið sömu framtíð og
fósturfaðirinn. En hvað vilja bömin..?
Table for Five er vel leikin og áhrifa-
mikil kvikmynd sem fjallar um viðkvæm
fjölskyldumál á nærfærinn hátt. Jon
Voight og Richard Crenna skila sinum
hlutverkum sérlega vel og svo er einnig
um krakkana og eiga þeir auðvelt með
að fá viðkvæma áhorfendur til að tárast.
ÞEKKTAR TEIKNIFlGÚRUR
★ ★
SVÍNID PORKY, SYLVESTER OG
TlSTl OG SPEEDY GONZALES.
Sýningartími: 164 mín. (3 spólur).
Þeir sem áttu leið í Austurbæjarbíó á
árum áður muna örugglega eftir teikni-
myndunum sem þar voru alltaf sýndar
sem aukamyndir. Sameiginlegl með þess-
um myndum var að þær voru gerðar á
vegum Warner fyrirtækisins undir sam-
heitinu Loney Tunes. Margar figúrur urðu
þekktar í gegnum þessar teiknimyndaser-
íur. Fyrstan ber að sjálfsögðu að nefna
Bugs Bunny. Aðrar þekktar figúrur voru
svínið Porky, kötturinn Sylvester, fuglinn
Tísti og svo hin óviðjafnanlega mexík-
anska mús, Speedy Gonzales, sem er
bjargvættur allra mexíkanskra músa sem
eiga erfitt með að verjast köttum.
Tefli hf. hefur gefið út þrjár spólur með
þessum kostulegu figúruin og eru þctta
hinar ágætustu teiknimyndir i anda þeirra
mynda sem Walt Disney gerði frægar. Að
vísu má finna að ofbcldishneigðinni sem
cinkennir myndirnar en i heild má segja
að sama stefna sé tekin með þessum teikni-
myndum og ríkir hjá þeim vinsælu fclög-
um Tomma og Jenna. Eltingaleikur og
barsmíðai eru einkennin og eins og hjá
Tomma og Jenna er allt í gríni og þarf
mikinn svartsýnismann til að fordæma
þessa ágætu skemmtun.
Svínið Porky Qallar að sjálfsögðu um
Porky og hans misheppnuðu viðskipti við
Daffa önd sem fer illa með vesalings
Porky. Speedy Gonzales á auðvelt með
að gera kettina óvirka og litli fuglinn Tísti
fer svo sannarlega illa með Sylvester þótt
stærðarmunur sé mikill. Maður saknar að
sjálfsögðu Buds Bunny, þeirrar gulrótaét-
andi kanínu. Þrátt fyrir það eru þessar
þrjár spólur hin besta skemmtun fyrir
börn á öllum aldri. Efast ég ekki um að
margir fullorðnir hali gaman af að end-
urnýja kynni sín við þessar þekktu teikni-
myndafigúrur.
STRÁKARÁSTELPUVEIDUM
★ ★
PORKY’S.
Leikstjóri: Bob Clark.
Aðalhlutverk: Scott Colomby, Kaki Huntcr
og Kim Cattrall.
Sýningartími: 94 min.
Porky’s cr hvorki verri né betri en fjöl-
margar aðrar bandarískar myndir er fjalla
um háskólanema og vandamál þeirra sem
eru yfirleitt ekki tengd skólanáminu.
Sameiginlegt með þessum ntyndum er
að grínið er í fyrirrúmi og er neðanbeltis-
húmorinn allsráðandi.
Ef það er eitthvað sem skilur Porky's
frá öðrum álíka er það helst að hún er
klúrari og yfirborðsumljöllun áberandi.
Porky’s á að því leyti margt sameiginlegt
með dönsku rúmstokksmyndunum sem
hvað vinsælastar voru hér fyrir nokkrum
árum.
Porky’s segir frá nokkrum háskóla-
nemum í Flórída. Áhugamál þeirra eru
kvenfólk og aftur kvcnfólk. Þessir strákar
eiga það eitt sameiginlegt að vera í körfu-
boltaliði skólans.
Aðaláhyggjuefni þeirra flestra er að
þcir eru cnnþá hreinir sveinar. Til að
hreinsa sig af þessum vesaldómi ákveða
þeir að heimsækja búllu eina er Porky's
nefnist. Þar á að vera nóg af lauslátu
kvenfólki.
Eigandi búllunnar, sem er eins og svín
í laginu, er bragöarefur hinn mesti. Enda
viðskipti strákanna við hann með því að
þeim er fleygt út í fen sem umlykur
skemmtistaðinn - þó ekki fyrr en þeir
hafa verið féfiettir. Strákarnir ákveða að
hefna sín og eftir miklar vangaveltur finna
þeir út stórkostlegt herbragð sem Porky
getur ekki varist.
Það má hafa nokkurt gaman af Pork-
y’s og einstaka atriði eru virkilega fyndin.
Eins og með margar vinsælar myndir hef-
ur verið gerð framhaldsmynd af Porky’s.
Nefnist hún Porky’s Revenge og stendur
fyrri myndinni langt að baki hvað
skemmtilegheit áhrærir, er uppfull af end-
urtekningum.
SONARMISSIR
★ ★
1HERAGE
Lcikstjóri: George C. Scott.
Aðallcikarar: George C. Scott, Richard
Baschart og Martin Shccn.
Sýningartimi: 96 mín.
The Rage er að því er ég best veit frum-
raun hins þekkta leikara George C. Scott
sem leikstjóra. Lítið hefur farið fyrir þess-
ari mynd enda skiljanlegt því þrátt fyrir
áhugaverðan söguþráð nær hún aldrei að
halda áhorfandanum við efnið.
George C. Scott leikur sjálfur aðal-
hlutverkið, bónda nokkurn scm ákveður
að tjalda úti með ungum syni sínum. Þeg-
ar hann vaknar um morguninn er sonur
hans meðvitundarlaus og flestar kindurn-
ar, sem þeir voru að vakta, dauðar.
Bóndinn flýtir sér með son sinn á næsta
sjúkrahús.
Þaðan kallar hann á heimilislækninn
sinn sem veit ekki hvað hefur komið fyrir
drenginn. Hann er lagður inn. Á meðan
er fundur meðal herl'oringja í nálægri her-
stöð. Þar kemur í Ijós að eiturefni hefur
lekið út í andrúmsloftið og hver sem and-
ar því að sér í miklum mæli er dauðans
matur.
Þetta fær bóndinn að sjálfsögðu ekki
að vita og er hann heldur ekki látinn vita
þegar sonur hans deyr og að hann sjálfur
muni varla lifa nema tvær vikur til við-
bótar. Hann kemst þó af sjálfsdáðum að
þessu og strýkur af sjúkrahúsinu vitandi
að hann muni aðeins eiga fáa daga ólil'-
aða. Þá notar hann til þess að sprengja
upp tilraunastofu hersins þar scm eiturefni
eru prófuð. Hann ætlar sér meira en for-
lögin taka. fram fyrir hendurnar á
honum...
Söguþráðurinn er, eins og áður sagði,
áhugaverður en myndin í heild er samt
frekar leiðinleg og hinir ágætu leikarar,
sem fara með aðalhlutverkin, njóta sín
aldrei. George C. Scott er góður leikari
sem á að nýta þá hæfileika fyrir framan
kvikmyndatökuvélina en sleppa því að
vera fyrir aftan hana.
22 VI K A N 26. TBL