Vikan

Tölublað

Vikan - 26.06.1986, Blaðsíða 60

Vikan - 26.06.1986, Blaðsíða 60
TEXTI OG MYNDIR: FREYfí ÞORMÓÐSSON Sumarið er komið og fólkið leggst í ferðalög. Sumir ferðast alltaf til útlanda, mér dettur í hug sólarlandaferð, einhverra hluta vegna. Aðrir rúlla hringveginn um landið og hlusta reglulega á FIB tilkynningar til öryggis; kaupa pylsur með öllu í Staðarskála, skreppa í sund á Laugum, hlusta á bergmálið í Ásbyrgi og grilla í Skafta- felli... En margir staðir verða útundan, bara vegna þess að þeir liggja helst til langt frá þjóðvegi númer eitt. Einn slíkur staður eru Vestmanna- eyjar. Hvernig væri að skreppa þangað í dags- eða helgarferð? Meira að segja er hægt að taka rútu frá BSÍ sem ekur beint um borð í Herjólf, bíll er ekki nauðsyn í Eyjum. Skemmtisigling suður með sjó er líka mun yndislegri en höfuðverkur í rykmett- uðum fólksvagni vestur á Mýrum. Svo fljúga þeir sem það vilja. í Vestmannaeyjum er mikið gistirými; tjald- stæði, svefnpokapláss eða gisting á fyrsta flokks hóteli. Svo er óhætt að mæla með matsölustöð- unum í Eyjum. Farþega- og kristniboðsbáturinn Bravó bíður óþreyjufullur eftir farþegum. Sigling með klett- óttri ströndinni er ógleymanleg upplifun; við fuglaskoðun, inn í hella þar sem trompetlúður nýtur sín sérstaklega og í leit að náttúruundrum eyjanna. Olafur kafteinn er ótæmandi fróðleiks- brunnur örnefna og sögufrægra staða. Hann þekkir karlmennskuafrek sinna manna, hvernig þeir björguðust eftir hrap í björgum eða skip- skaða. Slíkar sögur eru bæði gamlar og nýjar. Gossagan er sérstakur kafli og ómissandi. Skreppum í skoðunarferð í fylgd leiðsögumanns meðfram hraunjaðrinum og upp á nýjahraun þar sem færanleg fjarhitaveitan blæs gufubólstrum án afláts til himins. í Eyjum er frábært náttúrugripasafn og byggðasafn sem sjálfsagt er að heimsækja og í 60 VIKAN 26. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.