Vikan - 26.06.1986, Side 60
TEXTI OG MYNDIR:
FREYfí ÞORMÓÐSSON
Sumarið er komið og fólkið leggst í ferðalög.
Sumir ferðast alltaf til útlanda, mér dettur í hug
sólarlandaferð, einhverra hluta vegna. Aðrir
rúlla hringveginn um landið og hlusta reglulega
á FIB tilkynningar til öryggis; kaupa pylsur með
öllu í Staðarskála, skreppa í sund á Laugum,
hlusta á bergmálið í Ásbyrgi og grilla í Skafta-
felli...
En margir staðir verða útundan, bara vegna
þess að þeir liggja helst til langt frá þjóðvegi
númer eitt. Einn slíkur staður eru Vestmanna-
eyjar. Hvernig væri að skreppa þangað í dags-
eða helgarferð?
Meira að segja er hægt að taka rútu frá BSÍ
sem ekur beint um borð í Herjólf, bíll er ekki
nauðsyn í Eyjum. Skemmtisigling suður með sjó
er líka mun yndislegri en höfuðverkur í rykmett-
uðum fólksvagni vestur á Mýrum. Svo fljúga
þeir sem það vilja.
í Vestmannaeyjum er mikið gistirými; tjald-
stæði, svefnpokapláss eða gisting á fyrsta flokks
hóteli. Svo er óhætt að mæla með matsölustöð-
unum í Eyjum.
Farþega- og kristniboðsbáturinn Bravó bíður
óþreyjufullur eftir farþegum. Sigling með klett-
óttri ströndinni er ógleymanleg upplifun; við
fuglaskoðun, inn í hella þar sem trompetlúður
nýtur sín sérstaklega og í leit að náttúruundrum
eyjanna. Olafur kafteinn er ótæmandi fróðleiks-
brunnur örnefna og sögufrægra staða. Hann
þekkir karlmennskuafrek sinna manna, hvernig
þeir björguðust eftir hrap í björgum eða skip-
skaða. Slíkar sögur eru bæði gamlar og nýjar.
Gossagan er sérstakur kafli og ómissandi.
Skreppum í skoðunarferð í fylgd leiðsögumanns
meðfram hraunjaðrinum og upp á nýjahraun þar
sem færanleg fjarhitaveitan blæs gufubólstrum
án afláts til himins.
í Eyjum er frábært náttúrugripasafn og
byggðasafn sem sjálfsagt er að heimsækja og í
60 VIKAN 26. TBL