Vikan

Tölublað

Vikan - 26.06.1986, Blaðsíða 14

Vikan - 26.06.1986, Blaðsíða 14
„UNTITLED" Þ»essi mynd birtist í kynning- arbók frá listastofnun (Art Institute of) San Francisco. Arngunnur Gylfadóttir, 23 ára gömul, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Is- lands. Hún talar ein 6 tungumál auk alheimstungu myndlistar- innar. Hún stendur sig greini- lega vel í framhaldsnámi við listastofnun San Francisco- borgar. Þar eru reyndar nokkrir Islendingar við nám. „Því miður höfum við engan slík- an mann í Kína,“ sagði ungur Shanghai-búi eftir að hafa séð Rocky og Rambó sama kvöldið... JACK LEMMON Á ÞURRU Jack Lemmon er einn af fáum Hollywood- leikurum, yfir miðjum aldri, sem hafa haldið vinsældum sínum stöðugum gegnum árin. Lík- lega er það vegna þess að hann hefur aldrei verið neinn sérstakur tískuleikari heldur um- fram allt góður leikari. Hann er nú sextíu og eins árs gamall og hefur lengi átt í baráttu við áfengið og aukakílóin. En fyrir rúmu ári sagði hann skilið við hvort tveggja og nú er það bara golf og diet kók. Ástæðan fyrir þessari hörku var uppáhalds- samfestingurinn hans - hann var orðinn of þröngur. Hann sá að ekki dugði annað en hætta við ísinn og súkkulaðisósuna (sem honum fannst þar að auki ekkert sérlega góð) og létt- vínið sem hann elskaði. Fyrir tíu árum, er honum tókst að minnka neyslu sína á sterkum drykkj- um, féll hann gjörsamlega fyrir þeim léttu og jókst magnið síðan dag frá degi. En nú er Lemmon sem sé orðinn alveg þurr og líður eins og nýslegnum túskildingi. Hann hefur nýlega lokið við að leika í tveim- ur kvikmyndum; sú fyrri heitir Maccaroni og hin síðari Crisis. Ánægjulegasta hlutverk hans hingað til er í Crisis, segir hann, og bætir við að myndin sé sannkölluð fjölskyldumynd, því ekki er nóg með að sonur hans leiki í henni heldur líka mæðgurnar Julie Andrews og Emma og Jennifer, dóttir leikstjórans, Blake Edwards. Jack Lemmon er einn þriggja leikara sem hafa verið útnefndir til óskarsverðlauna oftar en átta sinnum (hinir eru Laurence Olivier og Spencer Tracy). En hann átti ekki sjö dagana sæla í upphafi ferilsins, það var ekki fyrr en eftir rúmlega fjögur hundruð sjónvarpsþætti og fimm framhaldsseríur, sem stóðu yfir í sex ár, að Hollywood kom auga á snillinginn. Nú er hann einn dáðasti og virtasti leikarinn þar og er skaparanum ákaflega þakklátur fyrir að hann skuli aldrei hafa orðið þessi stórmyndar- lega elskhugatýpa því þá hefði hann tæpast fengið jafnbitastæð hlutverk um ævina. 14 VIKAN 26. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.