Vikan

Tölublað

Vikan - 26.06.1986, Blaðsíða 59

Vikan - 26.06.1986, Blaðsíða 59
TEXTI OGMYNDIfí: SIGURÐUR HREIÐAR Hér á Sméröldu er maður úti í sveit og síður en svo að byggðin sé ofan í hótelgestunum. Og yfir holt að fara yfir í næstu vík. Myndin er tekin ofan af graníthólnum við sundlaugina. Hótelið er í mörgum, lágum álmum þannig að hvergi gnæfir mikið húsbákn yfir gestina. Svalir eru eins og hellar inn í veggina og sannarlega er þar hver út af fyrir sig. í sjálfu sér stílhreint og fallegt og íburði stillt í hóf, og satt að segja hef ég dvalið i hótelher- bergi sem mér þótti meira til koma. Hins vegar var af öllu ljóst að þarna var ekki búist við neinum meðaljónum. En þar sem fer vel um mann í forvitnilegu landi með forvitnilegri þjóð fer ekki hjá því að upp komi löngun til að vita hvað þetta myndi nú kosta allt, þyrfti maður sjálfur að sækja greiðsluna í vasa sinn. Og er við spurðum um hótelgjaldið í afgreiðslunni setti okkur hljóða um sinn, en síðan kvað við skellihlátur. Eg man ekki lengur hversu margar lírur átti að greiða fyrir nótt á tveggja manna herbergi en í lauslegum reikningi sýndist það vera um 23 þúsund krónur á mann - að vísu með fullu fæði. Og það get ég borið um að fæðið er ekki til að fúlsa við því. Ég nefni sérstaklega sjávar- réttasúpu sem okkur var borin um kvöld í barbecuebarnum niðri á ströndinni. Fjölbreytt- ari og forvitnilegri sjávarrétt hef ég ekki látið upp í mig. Þeir íslendingar, sem eiga eftir að gista Sméröldu, mega ekki láta hann fram hjá sér fara enda sjálfsagt að éta vel þegar sólar- hringurinn er goldinn því verði sem við almennt erum að kaupa okkur tveggja til þriggja vikna sólarlandaferðir! En enginn skyldi halda að Sardinía sé aðeins fyrir 25 ríkustu menn þjóðarinnar og þeirra skjólstæðinga. ítali nokkur, búsettur í Tórínó, sem var þarna i hópi gestgjafa okkar, sagðist hafa farið í fyrra með konu sinni í sumarfrí á lítinn, notalegan stað á suðurodda eyjarinnar, þar sem þau í sameiningu borguðu sem svaraði 10 þúsund krónum fyrir tíu daga dvöl - að vísu aðeins með morgunmat. Eftir því sem ég best veit er engin íslensk ferðaskrifstofa með skipulagðar ferðir til Sardin- íu. En hjá Flugleiðum fékk ég þær upplýsingar að dýrasta far til Sardiníu kostaði 72.980 krón- ur með flugvallarskatti, en ódýrast - pex til London og aftur pexjjaðan til Rómar og síðan innanlandsflug til Gagliari á Sardiníu - væri falt fyrir 31.004 krónur með flugvallarskatti. Að gamni mínu prófaði ég að athuga hvort ferðaskrifstofurnar gætu komið okkur þangað ofan eftir með ódýrari hætti. Ég valdi ferða- skrifstofu af handahófi og lenti á Pólaris. Karl Sigurhjartarson kannaði fyrir mig málið og komst að þeirri niðurstöðu að hægt væri að komast til Sardiníu fyrir um 21 þúsund krónur. Kannski er þetta þannig ekki slæmur kostur fyrir þann sem vill kynnast nýju landi og kring- umstæðum um leið og hann nýtur suðrænna slóða. Því þetta er „öðruvísi” Miðjarðarhafs- land, með sérstæðri fegurð og forvitnilegu lífi - og það get ég vottað að þar er auðvelt að aka um upp á eigin spýtur og umferð lítil. En kannski væri þá betra að finna ódýra staðinn á suðuroddanum. 26. TBL VI KAN 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.