Vikan - 26.06.1986, Blaðsíða 46
Getnaðarvarnir framtíðarinnar
Þegar pillan kom á markað fyrir
réttum 25 árum var litið á hana sem
eina áhrifamestu uppfmningu síð-
ari tíma. Áhrifamátturhennarskal
ekki dreginn í efa en menn hafa
dregið ágæti hennar mjög í efa.
Margs konar aukaverkanir hafa
komið í ljós og jafnvel þótt styrk-
leiki pillunnarhafi verið minnkað-
ur mjög hentar hún mörgum
konum alls ekki. Stöðugt er unnið
að því að finna nýja og hættuminni
pillusamsetningu, svo og aðrar og
betri getnaðarvarnir. Sumt af því
sem hér er fjallað um er væntan-
legt á næstunni, annað hillir undir
í framtíðinni.
fyrst reynd í tilraunaskyni í Bret-
landi. Sú hefur ekki í för með sér
neina þyngdaraukningu eða
óæskilegan hárvöxt. Vonir standa
til að tekist hafi að framleiða pillu
sem hafi lágmarksáhríf á efna-
skipti, góða reglu á tíðahringnum
og sé mjög áreiðanleg. í henni er
ný tegund af hormónmu prógestóg-
en sem nefnist desógestrel og líkist
mjög hormóninu prógesterón sem
framleitt er í kvenlíkamanum og
stjórnar tíðahringnum og þar með
egglosi og þungun.
Þessi nýj a pilla veldur straum-
hvörfum vegna þess að hún er eina
pillan sem hefur engin áhrif á efna-
skipti líkamans. Eldri gerðir af
prógestógen-pillunnrhöfðu áhrif á
blóðfituna og juku hættu á blóð-
tappa. Desógestrel ereinstætt
yegna þess að það veldur engum
breytingum á blóðfitunni. Sérfræð-
ingar, sem unnið hafa að gerð
þessarar pillu, telja að þetta sé sú
allra besta sem fram hafi komið.
SPRAUTUR OG FORDAHYIJ<I
Rannsóknir hafa leitt 1 ljos að
verði kona, sem tekur pilluna,
barnshafandi er það venjulega
vegna þess að hún hefur gleymt að
takahanainn. Gallinnviðpilluna
er einmitt sá að hana verður að
taka inn á hverjum degi, annars
minnkar öryggi hennar til muna.
Því hefur verið reynt að búa til
getnaðarvörn með samíkonar
verkan og pillan en langvarandi
áhrif. Getnaðarvarnarsprautur eru
það sem hvað lengst hefur verið
fáanlegt í þessa veruna. Sprautað
er í vöðva og verkar það frá einum
og upp í sex mánuði. Eitt þessara
efna er depo provera sem er að
mestu samsett úr prógesterón. Það
hefur þann kost að verka lengi og
jafnframt er talið að það geti hugs-
anlega komið í veg fyrir brjósta-
krabba.
Helstu gallarnir eru þeir að það
getur tekið konuna frá hálfu og upp
í eitt ár að verða þunguð eftir að
notkun hefur verið hætt og um
helmingslíkur eru á því að konan
hafi engar blæðingar á meðan lyfið
verkar.
Fyrir um tuttugu árum var
hundum og öpum gefið depo pro-
vpra í skömmtum sem voru allt að;
fimmtíu sinnum stærri en konunj-. |
eru gefnir nú. Efnið olli tiðum
krabbameini í júgrum hunda og var
því talið að það 'gæti einnig valdið
brjóstakrabba í mönnum. Síðan
kom í ljós að efníð hagaði sér mjög1'
á annan veg í mönnum og sam-
kvæmt upplýsingum frá Álþjóða
heilbrigðisstofnuninni (WHO) er
nú talið að depo provera geti dreg-
ið úr líkum á brjóstakrabba.
Forðahylki til getnaðarvarna er
komið fyrir undir húð og frá því
losna hormón j afnt og þétt á
tveggja til þriggja mánaða tíma-
bili. Þau eru ýmist þannig að
líkaminn losar sig við þau að lok-
inni notkun eða þau verður að
fjarlægja. Verið er að gera athygl-
isverðar tilraunir með hvort
tveggja. Ein gerð slíkra forða-
hylkja, sem þegar er í notkun í
Evrópu, nefnist norplant. I því er
prógestógen - hormón sem nefnist
levonorgestrel og er í fiestum getn-
aðarvamartöflum. Efninu er komið
fyrir í sérstöku forðahylki en um-
leikis það er himna sem stjórnar
nákvæmlega því magni sem losnar.
Fprðáhylkinu er komið fyrir með
stórri sprautunálmeð staðdeyf-
ingu. Hugmyndir eru uppi um að
þessi tegund getnaðarvarna geti
komið að góðum notum í þriðja
heiminum.
HRINGURJNN
Ein þeirra nýjunga sem verið er
að gera tilraunir með er hringunrm
svokallaði. Það er hringlaga hlutur
sem komið er fyrir efst í leggöngun-
um. Læknir kemur hringnum fyrir,
en konan getur fylgst með að hann
sé á sínum stað og fjarlægt hann
sjálf efhún vill. í hringnum eru
hormón sem lesna smátt og smátt
í jöfnu magni. Eins og í smápill-
unni hafa hormón þessi áhrif á
myndun slímtappa í leghálsi þann-
ig að sæðisfrumur komast ekki inn
í legið fremur en þau liindri egg-
los. Skammturinn dugir í þrjá
mánuði.
LYKKJA MED HORMÓNA-
* S^ari^ er í einhverjum mæli að
nota lykkju sem inniheldur horm-
ónaforða sem losnar í leginu, likt
og hringurinn. Verkun hennar er
ekki að fullu ljós en talið er að hún
verki á nokkra mismunandi vegu,
meðal annars að hún hindri leið
sæðisfrumna inn í legið og hindri
leið þeirra inn í eggjaleiðarana ef
þær sleppa inn í legið.
Þær lykkjur af þessu tagi sem
nú eru notaðar endast aðeins um
eitt ár en verið er að gera tilraunir
með hormóna-lykkju sem dugir í
um fimm ár.
BREYTING Á HORMÓNA-
STARFSEMI
Eitt af því sem nú þykir hvað
athyglisverðast á þessi sviði eru
tilraunir sem verið er að gera í
Ástralíu með að breyta byggingu
og þar með lama áhrif hormóns sem
heiladingullinn gefur frá sér og
stjórnar egglosi. Kostur þessa um-
fram pilluna og önnur hormónalyf
er að með þessu móti má lama starf-
semi hormónakerfis líkamans án
þess að nota mikið af gervihormón-
um. Getnaðarvörn af þessu tagi
myndi að líkindum komið fyrir í
forðahylki eða gefm í sprautuformi
en nú er aðeins hægt að gefa efnið
með sprautu eða innöndun. Ekki
er hægt að taka efnið inn vegna
þess að það eyðileggst í meltingar-
veginum. Þessi getnaðarvörn er
ekki væntanleg á markað fyrr en
eftir um fimm ár.
PILLAN FYRIR KARLMENN
Nær allar getnaðarvarnir, sem
verið hafa á markaði, hafa verið
ætlaðar konum svo ekki er að
undra að beðið sé með eftirvænt-
ingu eftir pillunni sem ætluð er
karlmönnum. Tilraunir hafa verið
gerðar um langt árabil til þess að
finna efni sem stöðvar sæðismynd-
un en þær hafa strandað á því að
ekki hefur verið hægt að gera þá
getnaðarvörn nægilega örugga.
Ánnar alvarlegur ókostur er að
eftir að notkun er hætt er hætta á
að um 10-15 menn af hverjum
hundrað verði varanlega ófrjóir.
Kínverjar fara hér fremst í
flokki. Fyrir um tveimur áratugum
uppgötvaðist það í héraði einu að
mikið var um ófrjósemi. Konurnar
voru teknar til rannsóknar og
mataræði þeirra breytt. Þar sem
það kom ekki fyllilega að gagni
beindist loks athyglin einnig að
karlmönnum og var mataræði
þeirra einnig breytt. Fór þá loks
að fjölga í héraðinu. Rannsóknir
leiddu í ljós að í bómullarfræolíu,
sem fólk þarna notaði mikið við
matargerð, er efni sem kemur í veg
fyrir egglos hjá konum og dregur
úr sæðismyndun hjá karlmönnum.
KLEMMAN
Klemman er, eins og nafnið segir
til um, hlutur sem klemmdur er
utan um eggjaleiðarana og er frem-
ur ófrjósemisaðgerð en getnaðar-
vörn. Vilji kona verða þunguð er
klemman fjarlægð, en bvort
tveggjá fer fram með örlítilli skurð-
aðgerð. Helsti gallinn er sá að ekki
er hægt að tryggja að konan verði
í öllum tilfellum frjó aftur en lík-
urnar eru þó um 9 á móti 10.
ÖRUGGA TÍMABILID
Margvíslegar rannsóknir fara
um þessar mundir fram til þess að
hægt sé að hjálpa fólki að gera „ör-
ugga tímabilið" öruggara. Það
kæmi milljónum kaþólikka um
heim allan, sem ekki mega nota
aðrar getnaðarvarnir, að miklu
gagni. Það felst helst í þvi að fólk
geti með einhverjum öruggum
mælingum fundið út hvenær egglos
ásérstað.
46 VIKAN 26. TBL