Vikan

Eksemplar

Vikan - 30.10.1986, Side 7

Vikan - 30.10.1986, Side 7
Bláa moskan. Bospórusbrúin. as ráð fyrir að íbúar hans væru blindir þar sem þeir höfðu ekki komið auga á hið ákjósanlega borgarstæði Evrópumegin, hvar hann reisti síðan sína eigin borg. Eins og aðrar borgir í grenndinni hafði hún skipt um valdhafa eftir því hvort Aþenubúar, Spartverjar, Persar, Mesópótamíumenn eða Rómverjar höfðu tögl og hagldir þar um slóðir. A gnnarri og þriðju öld hnignaði veldi þeirra síð- astnefndu mikið en árið 293 reyndi Díókletíanus Rómakeisari að styrkja ríkið með því að skipta því i tvennt, austur- og vesturhluta. Hann varð sjálfur keisari yfir austurhlutanum með Býzantíon sem höfuðborg en Maxímínus réð vesturhlutan- um. Eftirmaður Díókletíanusar var Konstantín og réð hann til móts við Liciníus Calvus. Fyrst kom þeim keisurum ágætlega saman en seinna kastaðist í kekki. Konstantín studdi kristindóm- inn, sem þá hafði hlotið töluverða útbreiðslu, og fóru leikar svo að hann lagði vesturhluta heims- veldisins undir sig árið 324. Hann hóf þegar að byggja nýja höfuðborg á borgarstæði Býzantíon og kallaðist hún Secunda Roma, seinna Nova Roma og loks Konstantínópel til heiðurs keisar- anum. Árið 476 náðu germanskir þjóðflokkar gömlu Róm á sitt vald en næstu þúsund árin var aust- rómverska keisaradæminu áfram stjórnað frá Konstantínópel. Það átti sitt gullskeið á sjöttu öld undir stjórn Jústiníanusar mikla. Hann kom frægu lagakerfi á fót og í hans tíð bættust Ítalía, Spánn og hluti af Afríku við keisaradæmið. Eftir dauða Múhameðs spámanns, árið 632, óx Aröbum fiskur um hrygg fyrir botni Miðjarð- arhafsins og sameinuðu múhameðstrúarmenn Sýrland, Jerúsalem og Egyptaland undir eina stjórn. Smátt og smátt minnkaði austrómverska keisaradæmið, það missti ítök sín í Norður-Afríku og ítalíu. Árið 1042 missti það Litlu-Asíu í hend- ur seldsjúkum, tyrkneskum þjóðflokki sem var upprunninn í Mið-Asíu. Þorsteinn drómundur hefnir Grettis Meðan þessu fór fram voru norskir víkingar að bisa við að koma upp samfélagi hér norður á íslandi. Það er kunnara en frá þurfi að segja en rétt að minna á að þessir forfeður okkar voru ekki meiri sveitamenn en svo að sumir þeirra 44. TBL VIKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.