Vikan

Tölublað

Vikan - 30.10.1986, Blaðsíða 7

Vikan - 30.10.1986, Blaðsíða 7
Bláa moskan. Bospórusbrúin. as ráð fyrir að íbúar hans væru blindir þar sem þeir höfðu ekki komið auga á hið ákjósanlega borgarstæði Evrópumegin, hvar hann reisti síðan sína eigin borg. Eins og aðrar borgir í grenndinni hafði hún skipt um valdhafa eftir því hvort Aþenubúar, Spartverjar, Persar, Mesópótamíumenn eða Rómverjar höfðu tögl og hagldir þar um slóðir. A gnnarri og þriðju öld hnignaði veldi þeirra síð- astnefndu mikið en árið 293 reyndi Díókletíanus Rómakeisari að styrkja ríkið með því að skipta því i tvennt, austur- og vesturhluta. Hann varð sjálfur keisari yfir austurhlutanum með Býzantíon sem höfuðborg en Maxímínus réð vesturhlutan- um. Eftirmaður Díókletíanusar var Konstantín og réð hann til móts við Liciníus Calvus. Fyrst kom þeim keisurum ágætlega saman en seinna kastaðist í kekki. Konstantín studdi kristindóm- inn, sem þá hafði hlotið töluverða útbreiðslu, og fóru leikar svo að hann lagði vesturhluta heims- veldisins undir sig árið 324. Hann hóf þegar að byggja nýja höfuðborg á borgarstæði Býzantíon og kallaðist hún Secunda Roma, seinna Nova Roma og loks Konstantínópel til heiðurs keisar- anum. Árið 476 náðu germanskir þjóðflokkar gömlu Róm á sitt vald en næstu þúsund árin var aust- rómverska keisaradæminu áfram stjórnað frá Konstantínópel. Það átti sitt gullskeið á sjöttu öld undir stjórn Jústiníanusar mikla. Hann kom frægu lagakerfi á fót og í hans tíð bættust Ítalía, Spánn og hluti af Afríku við keisaradæmið. Eftir dauða Múhameðs spámanns, árið 632, óx Aröbum fiskur um hrygg fyrir botni Miðjarð- arhafsins og sameinuðu múhameðstrúarmenn Sýrland, Jerúsalem og Egyptaland undir eina stjórn. Smátt og smátt minnkaði austrómverska keisaradæmið, það missti ítök sín í Norður-Afríku og ítalíu. Árið 1042 missti það Litlu-Asíu í hend- ur seldsjúkum, tyrkneskum þjóðflokki sem var upprunninn í Mið-Asíu. Þorsteinn drómundur hefnir Grettis Meðan þessu fór fram voru norskir víkingar að bisa við að koma upp samfélagi hér norður á íslandi. Það er kunnara en frá þurfi að segja en rétt að minna á að þessir forfeður okkar voru ekki meiri sveitamenn en svo að sumir þeirra 44. TBL VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.