Vikan


Vikan - 12.02.1987, Side 5

Vikan - 12.02.1987, Side 5
d. Setustofu. e. Þú lætur það óhreyft. Líttu nú á töfluna og teldu saman X merkin og Y merkin sem koma heim og saman við svör þín. X-in tilheyra kvenlegum eðlisþáttum en Y-in karlmannlegu eðlisþáttunum. Þar sem tvö X eða tvö Y koma fyrir þýðir það að sá eðlisþáttur sé mjög sterkur í viðkomandi svari. En í öðrum er kynferðið hlutlaust. Bók- ... eða þessum Jafnmörg X og Y, karlmannlegir og kvenlegir eiginleikar í jafnvægi: Þú ert kona en þrátt fyrir það gætir þú allt eins verið karlmaður. Gott jafnvægi. Karl- mennskueinkenni þín gera það að verkum að þér ætti að ganga vel í tækniþjóðfélagi nútím- ans. Kvenlegir eiginleikar þínir gera það að verkum að þú átt gott með að umgangast annað fólk. Það er einungis ein hætta: full- komnun er leiðinleg. Hvernig væri að gefa Hvað um þennan. stafirnir A F koma upp um hvers mann þú hefur að geyma. Þremur fleiri Y svör en X svör: Þú myndir kunna vel við þig í hlutverki kari- mannsins. Kannski hefur móðir þin alið þig upp eins og strákinn sem hún eignaðist aldr- ei. Ef til vill er sagt um þig að þú sért full af krafti, vilja og hugrekki. En vertu varkár, árásargirnin gæti gengið út í öfgar. Það getur verið ágætt að þróa upp svokallaða karl- mennskuþætti en þú mátt ekki gleyma því að innsæi, viðkvæmni og blíðar tilfinningar eru að mörgu leyti undirstaða mannlegs lífs. ímyndunaraflinu og skopskyninu svolítið lausari tauminn við og við? Þremur fleiri X svör en Y svör: Þú ert kona sem ferð ekki í grafgötur um kvenlegan yndisþokka þinn og notar hann sem vopn hvenær sem þú kemur því við. Ágætt, en þú ættir aldrei að gleyma því að jörðin heldur áfram að snúast þrátt fyrir það. Eiginleikar eins og einbeitni og áræðni í þjóð- félagi dagsins í dag skaða engan. En það gæti verið nauðsynlegt fyrir þig til þess að ná lengra að þú sýndir meiri dirfsku í mannlegum samskiptum, án þess þó að þú hættir að sýna þínar betri hliðar. Þessu næst átt þú að athuga við hvaða staf frá A - F þú krossar oftast. Það er líka hægt að skoða hvers konar karlmannlega eiginleika þú hefur að geyma út frá litum. Teldu saman stigin og athugaðu í hvaða flokk þú fellur. A - gulur: Hlutlausa persónan: Þú fellur i flokk með hinum þögla meirihluta. Þú ert á móti allri róttækni í stjórnmálum og ert þjóðernissinni fram í fmgurgóma. Þú dáir íþróttir, sérstaklega ef þú horftr á þær í sjón- varpi. Skapið er gott en sköpunargáfan léleg. B - rauður: Baráttumaðurinn: Þú frestar aldrei til morguns því sem hægt er að gera í dag. Þú hefur hugrekki, þor og ótt- ast ekki samkeppni við að ná markmiðum þínum. Þú nærð þeim markmiðum sem þú setur þér, jafnvel þótt þú þurfir að berjast fyrir þeim. Þitt mottó er: Hver er sinnar gæfu smiður. C - blár: Sá fastheldni á gamla siði: Ómögulegt að finna nokkurn sem er heiðar- legri. Réttlætið er ofar öllu, hvort sem er í viðskiptum eða einkalífinu. Þú fylgir dyggi- lega skoðunum föður þíns og óttast allar breytingar, þær valda þér öryggisleysi. Þú metur andleg verðmæti ofar veraldlegum og ert þeirrar skoðunar að andleg verðmæti séu ofar öllu öðru. D - fjólublár: Gáfumaðurinn: Að þínu mati hefur allt sínar orsakir. Þess vegna lætur þú ekki stjórnast af tilfmningum. Þú hefur ekki mikið skopskyn og skapið er frekar þungt. Slíkir menn vinna sérhvert verk af miklu öryggi en eru mjög uppteknir af vinnu sinni og láta hana ganga fyrir íjölskyldu og vinum. Þeir eru yfirleitt vel menntaðir og bráðgáfaðir. E - bleikur: Rómantíska manngerðin: Þú ert maður tilfinninganna. Þegar þú ert með elskunni þinni getur þú einangrað þig fullkomlega frá umhverfinu. Þú hefur unun af skáldskap og rólegri tónlist en í daglega lífinu er erfitt að treysta á þig, þú býrð í eigin heimi. Á hinn bóginn ertu góður ástvinur, hugsanlega með tveimur undantekningum: Þú ert tungulipur og stundum dálítið upptek- inn af sjálfum þér. F - grænn: Nýi maðurinn: Þú trúir á jafnrétti karla og kvenna. Þú deilir ábyrgð með maka þínum, gætir barnanna og vilt eiga gáfaðan maka sem hugsar líkt og þú. Þitt mottó er: Hver og einn kýs sinn eigin lífs- máta. i 7. TBL VI KAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.