Vikan


Vikan - 12.02.1987, Blaðsíða 9

Vikan - 12.02.1987, Blaðsíða 9
Umsjón: Helga Margrét Reykdat Hreinræktuð kvennahljómsveit The Bangles sló fyrst í gegn á fyrri hluta ársins 1986. Það voru ófáir sem töldu ólíklegt að hún næði langt, hljómsveit sem er bara skipuð stelpum. En þær hafa sýnt og sannað að stelpur eru engu síðri í poppbransanum en karlkynið. Þær eru fjórar og heita Vicki, Debbi, Susanna og Michael. Þær slógu þær fyrst í gegn með laginu Manic Monday sem Prince samdi fyrir þær. Næsta smáskífa þeirra hét If She Knews What She Wants og hlaut bærilegt gengi. Þriðja skífa þeirra náði töluverðum vinsæld- um, lag sem heitir Walk Like an Egyptian. Svo er það fjörða lagið sem kom út fyrir skemmstu og heitir Walk Like an Egyptian. Street. 011 þessi lög eru á sömu breiðskíf- unni, A Different Light, sem að sögn flestra er ansi eigulcgur gripur. Þetta er athyglisverð hljómsveit sent gaman verður að sjá hvernig kemur til með að standa sig. Vicki Peterson: tfítar, söngur Ég var mjög fyrirfcrðarmikill krakki, segir hún. Foreldrar mínir voru sí og æ að segja mér að róa mig. Ég var strax sem krakki komin með áhuga á að koma fram, Ibreldrar minir eiga myndir af mér frá því ég var smá- krakki, þar sem ég er að stæla stjörnur. Þegar hún var sjö ára var henni gellnn plastgítar og þar með kom áhugi hennar á músík. í skólanum var hún í kór, leiklist og fleiru. Hún stofnaði „kvennaútgáfu af Simon & Garfunkel" ásaml bestu vinkonu sinni, Amöndu. í skóla breyttist þessi hljómsveit í grúppu sent kallaði sig The Fans og þá var Debbi systir hennar komin í hópinn, á tromm- ur. Amanda hætti svo í sveitinni lil að einbeita sér að Ibrnleiláfræðinámi sínu. Vicki stofnaði þá hljómsveit sem kallaðist The Bangs en það nafn breyttist innan nokkurra mánaða í The Bangles. Það sem hana dreymir um að gera er að semja Broadway söngleik. Susanna Hoffs: gítar, söngur Faðir hennar er sálfræðingur og ntóðir henn- ar málari. Hún ólst upp eins og venjulegur unglingur í K.aliforníu. Fyrstu hljómsveitina, sem hún var í, stofnaði hún ásamt bróður sínum og kærastanum, David Roback. Þau kölluðu sig Psychiatrists. Seinna kynntist hún Peterson systrunum og í ljós kom að þær höfðu áhuga á sömu hljómsveitum og Susanna hafði bráðskemmtilega rödd. Hún kynntist Prince fyrir nokkrum árum þegar hann kom í partí hjá Bangles. Síðan hafa þau haldið kunningsskapnum við. Þær eiga hon- um mikið að þakka því það var hann sem samdi lagið Manic Monday sem sló fyrst í gegn og vakti athygli á þeim. Debbi Peterson: trommur, söngur Hún hefur alltaf verið feimin og staðið í skugga systur sinnar. Það var alltaf Vicki sem var leiðtoginn, ég fylgdi bara með, segir hún. A unglingsárunum varð hún bítlaaðdáandi og horfði á myndir af The Beatles í tónlistar- þætti sem kallaðist Top of the Pops og dreymdi um að einn daginn myndi hún koma fram í þessum sama þætti. Þessi draumur hennar átti eftir að rætast því þær hafa kom- iö fram þar oftar en einu sinni. Foreldrar hennar vildu að hún yrði hjúkrunarkona eða færi að minnsta kosti í framhaldsnám en hún var ekki á þeim buxununr og starfaði við hitt og þetta. Það versta af því var starf á McDon- alds hamborgarastað. Debbi er mjög fjölhæf, hún spilar ekki bara á trommur heldur syngur hún líka auk þess sem hún spilar á mörg önnur hljóðfæri. Hún viðurkennir að það sé oft erfitt að vera í sömu hljómsveit og systir- in, sérstaklega þar sem hún er yngri og hljóðlátari. Michael Steele: Hún ólst upp hjá móður sinni. Hjá henni lærði hún að meta tónlist Leonards Bernstein, Frank Sinatra og Tony Bennett. Hún hafði í raun ekki mikinn áhuga á tónlist fyrr en kær- astinn hennar, Jim, taldi hana á að ganga í hljómsveitina sína. Þaðan fór hún í kvenna- hljómsveitina The Runaways. Hún var rekin úr sveitinni eftir fjóra mánuði því hún neitaði að syngja lag sem henni fannst kjánalegt. Hún segist hafa lært mikið á veru sinni þar, sú sveit hafi kennt henni allt sem hana langaði ekki að gera. Hún fékk þó svo mikið áfall við þetta að hún ætlaði að gefa músíkina al- veg upp á bátinn en eina starfið, sem hún gat fengið, var í hljómplötuverslun. Þar gerði hún sér ljóst að hún vildi ekki hætta alveg og sneri því aftur til Hollywood, beit á jaxlinn og spil- aði með ýmsum hljómsveitum. Vandamálið var bara að finna réttu sveitina. Hún var um það bil að gefast upp þegar vinkona hennar bauð henni að flytja til sín, sem hún gerði. Annar íbúi þar var Vicki og stuttu seinna var Michael orðinn meðlimur The Bangles. 7. TBL VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.