Vikan


Vikan - 12.02.1987, Blaðsíða 10

Vikan - 12.02.1987, Blaðsíða 10
7. tbl. 49. árg. 12.-18. febrúar 1987. Verð 150 krónur. FORSÍÐAN Þorvaldur Guðmundsson for- stjóri er í Vikuviðtalinu. Hann er alltaf nefndur Þorvaldur í Síld og fisk manna á meðal. Ævistarf hans spannar breitt svið og hann segir undan og ofan af því í við- talinu. Valdís Óskarsdóttir tók forsíðumyndina. ÚTGEFANDI: Frjáls fjölmiðlun hf. RITSTJÓRI: Þórunn Gestsdóttir. BLAÐAMENN: Guðrún Alfreðs- dóttir, Hlynur Örn Þórisson, Jóhanna Margrét Einarsdóttir, Unnur Úlfarsdóttir. LJÓSMYNDARI: Valdís Óskars- dóttir. ÚTLITSTEIKNARI: Hilmar Karlsson. RITSTJÓRN ÞVERHOLTI 11, SÍMI (91) 2 70 22. AUGLÝSINGASTJÓRI: Geir R. Andersen. AFGREIÐSLA OG DREIFING: Þverholti 11, sími (91) 2 70 22. PÓSTFANG RITSTJÓRNAR, AUGLÝSINGA OG DREIFINGAR: Pósthólf 5380,125 Reykjavík. Verð í lausasölu: 150 kr. Áskriftarverð: 500 kr. á mánuði, 1500 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 3000 krónur fyrir 26 blöð hálfsárs- lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar nóvember, febrúar, maí og ágúst. Áskrift í Reykjavík og Kópavogi greiðist mánaðarlega. RÖDD RITSTJÓRNAR I í ÞESSARIVIKU Þórunn Gestsdóttir ritstjóri 4 Kona, hvernig mann hefur þú að geyma? Það er að segja værir þú karlkyns. Einkennilega spurt en for- vitnilegt. Atorkan Allt í kringum okkur er fólk að sinna sínum daglegu störfum. Þegar við gefum okkur tíma til að staldra aðeins við og skoða dagsverk manna og hópa kemur margt í Ijós. Starf blaðamannsins er fólgið í samskiptum við fólk, skoða og skilgreina hvað það gerir, hvers vegna og allt það. Það starf hefur löngum þótt eftir- sóknarvert einmitt vegna fjöl- breytninnar og hinna miklu mannlegu samskipta. í þessari Viku segjum við frá mörgum einstaklingum sem skýr- ir best hvað við er átt. Við förum í tvaer afmælisveislur, lítum inn á æfingar hjá tveim leikhópum sem starfa af áhuga og atorku. Við segjum frá einstaklingum sem hafa sérstök áhugamál, annar er danski tappasafnarinn og hinn er sænska húsmóðirin sem skrifar um ævintýri Skugga. Þá er það blikksmiðurinn sem gerðist kvik- myndaleikari og hundaeigandinn sem lenti í basli við hundaupp- eldið. Allt er þetta í frásögur færandi. Einn heiðursmaður gekk hér inn á ritstjórn um daginn. Hann var beinn í baki og vígreifur og lagði fram grein í blaðið. Atorkan geislaði af honum. Taka verður fram að hann nálgast nírætt. Það er stutt spjall við þennan heiðurs- mann, esperantistann Stefán Sigurðsson, í blaðinu. Við fórum á fund annars at- orkumanns, Þorvalds Guð- mundssonar í Síld og fisk. Allt í kringum hann ber atorku hans vitni. Atorkan býr ekki í öllum en flestum. Það gefur starfi blaða- mannsins gildi að kynnast ein- staklingum sem af atorku byggja upp í kringum sig. Þessi atorka einstaklinganna er undirstaða samfélagsins. 6 Vikan fór í afmælishóf fyrir skömmu og nokkrar myndir voru teknar við þautækifæri. 8 Það er alltaf eitthvað um popp í hverri Viku fyrir ungt fólk á öllum aldri. Hljómsveitin The Bangles er nú ÍVikupoppinu. 12 Marga dreymir um að eignast lítinn hvolp, þeir smitast stundum af há- stemmdum lýsingum hundaeigenda um allar unaðsstundir eigenda og hunda........................... 20 Uppskrift í Viku-eldhúsið var sótt í gagnabanka Úlfars veitingamanns Eysteinsson íveitingahúsinu Úlfar og Ijón. Hvalur I kafi, forvitnileg súpa það............................. 26 Lesendur skrifa. Við höfum beðið les- endur um að setjast niður og festa á blað hugrenningar og frásagnir. Sá fyrsti, sem við birtum grein eftir, er Stef á n Sig urðsson ken nari. 28 Söfnunarhneigð manna getur tekið á sig ýmsar einkennilegar myndir. Við segjum frá einum dönskum tappa- safnara sem aldrei bragðar bjór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.