Vikan


Vikan - 12.02.1987, Page 14

Vikan - 12.02.1987, Page 14
upplýsingar að best væri að setja annað- hvort sandkassa eða bara dagblöð í eitthvert horn hússins til þess arna. Við settum því Þjóðviljann inn á klósett og biðum átekta. En heimska kvikindið leit ekki við blaðinu heldur gekk rak- leitt inn i stofu og notaðist þar við uppáhaldshornið sitt. Við tókum það næst til bragðs að leggja leið okkar í gæludýraverslun og spurðum ráða. Afgreiðslukonan dró upp eitthvert undrameðal sem hún sagði að innihéldi sérstaka lykt sem fengi hvern þann hund til að pissa sem fyndi hana, við skyldum bara setja nokkra dropa þar sem við vildum að hann gerði það og öll vandamál yrðu þar með úr sögunni. Við hröðuðum okkur himinlifandi heim með undralyfið, gátum ekki beðið eftir því að prófa. Fyrst settum við fáeina dropa á Þjóð- viljann, svo kölluðum við á Perlu. Þar sem hún var ekki farin að svara nafni frekar en annað urðum við að sækja hana. Við settum hana á blaðið og þar hlammaði hún sér á rassinn ofan á blett- inn þar sem við höfðum sett undralyfið og horfði á okkur til skiptis, afskaplega skilningssljóum augum. Við biðum spennt. Svo stóð hún upp og þefaði af blaðinu og þótti það greinilega ómerki- legt því hún fitjaði upp á trýnið og strunsaði í burtu. Undralyfið hafði greinilega akkúrat engin áhrif því hún pissaði hvorki þar né annars staðar í bráðina. Hins vegar sýndi hún Þjóðviljanum megnustu fyrir- litningu eftirþetta. Okkur datt náttúrlega í hug að þótt tíkin vildi ekki míga á Þjóðviljann mætti kannski reyna eitthvert annað blað, til dæmis Moggann. En allt kom fyrir ekki og persónulegt álit Perlu á Þjóðviljanum virtist engu skipta um það hvar hún gerði þarfir sínar. Nú tókum við það til bragðs að loka hundinn inni á klósetti í hvert skipti sem hann gerði þarfir sínar annars staðar í húsinu. Þar sat hann og vældi og skældi , ísvonaklukkutímaíhvertskipti. í fyrstu eyddi hann mestum hluta dagsins þar. Hávaðinn í honum, þegar hann vældi, var svo mikill að fljótlega fóru nágrann- ar okkar að venja komur sínar yfir til okkar til að kvarta undan hávaða. Nokkrum sinnum komu líka kellingar frá dýraverndunarfélaginu til þess að fullvissa sig um að við rækjum ekki pyntingarstöð fyrir hunda. Þær voru yfirkomnar af hneykslun þegar þær komust að því að við lokuðum hundinn mni einan með Þjóðviljanum. „Það á að fara með hunda eins og ungbörn,“ sögðu þær og svo möluðu þær í nokkra klukkutíma um uppeldi hunda og mað- ur hélt að maður mundi aldrei losna við þær. Samt þýddi ekkert að spyrja þær hvernig maður ætti að bregðast við ýmsum vandamálum eins og til dæmis pissustandi í uppeldinu. Það eina sem þær gáfu upp var það sem EKKI mátti gera við hundinn. Það mátti ekki skamma hann, í mesta lagi segja „foj“ við hann í vandlætingartón, ekki gefa honum súkkulaði eða venjulegan mannamat heldur skyldi kaupa hunda- mat og hrökkbrauð og svo framvegis. Þessi ráð dugðu skammt. Þegar ég sagði „foj“ við Perlu, eins höstuglega og ég gat, leit hún spekingslega á mig og velti því fyrir sér hvort þetta orð þýddi: að fara út, borða eða leika. Svo sló hún því föstu að það þýddi leika og flaðraði upp um mig í stað þess að leggja niður rófuna og læðast út í horn eins og hundaverndarkerlingar höfðu lýst fjálglega fyrir mér að hún mundi gera. Svo vildi Perla alls ekki hundamat, hvað þá hrökkbrauð. Við sveltum hana þangað til hún var farin að borða gólf- dúkinn á stigapallinum og allan tímann lá hundamaturinn og hrökkbrauðið óhreyft í skálinni hennar. Þegarég komst svo að því að engin þessara kell- inga hafði nokkurn tima átt hund hætti ég að taka mark á þeim. Perla lærði hins vegar smám saman að það var vissara fyrir hana að hafa eigendur sina góða ef hún átti að fá að vera annars staðar en á klósettinu og að ein leiðin til þess var að nota gólfið þar til að losa þvag og kúk. Eini bletturinn, sem hún notaði ekki af klósettgólfinu til þessara þarfa, var þar sem Þjóðviljinn með töfradropun- um lá. Svo kom vor og þá var hægt að fara með hvolpinn út án þess að hann krókn- aði úr kulda á dyrapallinum. Við keyptum ól og taum og eftir blóðug slagsmál gátum við komið hálsbandinu á hana og nælt taumnum í hálsbandið. Svo fórum við út. Þar gekk þetta þann- ig fyrir sig að ég gekk á undan og togaði í annan enda taumsins og við hinn end- ann sat Perla sem fastast á rassinum og spyrnti við öllum fótum, staðráðin í að láta ekki plata sig til að ganga eitt ein- asta skref. Þannig dró ég hana á sitjand- anum um allt nágrennið og olli almennri kátínu hjá bæjarbúum. Þegar þetta hafði gengið svona í hálfan mánuð var ég orðin úrkula vonar um að tikin lærði nokkurn tíma að ganga við taum. Ég var farin að hugsa um að kaupa undir hana hjólabretti og snjóþotu þegar dæmið fór að snúast við. Smám saman varð það svo að Perla togaði í tauminn eins og hún gat og ég spyrnti við hæl- um, dauðhrædd um að hún færi með mig á enda veraldar ef ég gæfi eftir. Vorið hafði fleira í för með sér. Til dæmis hugsuðum við okkur gott til glóðarinnar að fá hundinn til að gera þarfír sínar utan dyra, það mundi spara okkur mikið starf innanhúss, þar sem klósettgólfxð okkar var býsna viðáttu- mikið, sérstaklega þegar þurfti að þrífa það. Þetta gekk vægast sagt illa. Perla kunni miklu betur við prívatið. Það var þó munur á því hvort hún þurfti að gera hversu prívat hún vildi hafa það því eins og allir vita merkja hundar sér staði með þvagi sinu svo aðrir hundar geti vitað að þeir hafa far- ið þar um. Þetta veldur því að það er hreinlega óþolandi að ganga með illa upp alinn hund á alfaraleið þar sem margir hundar hafa lagt frá sér mismun- andi lyktandi þvag. Hann hreinlega dregur þig upp að hverjum staur sem á vegi ykkar verður og þar snusar hann góða stund allt í kring áður en hann merkir sér staðinn líka. Svo þarf hann að þefa rækilega af sinni eigin lykt og hafi hann slysast til að láta frá sér of mikið þarf hann að innbyrða það sem umfram fór ef göngutúrinn skyldi verða langur. Og þarna stendur maður eins og illa gerður hlutur, roðnar af blygðun yfir því að maður skuli láta hundinn draga sig að staur í svona ómerkilegum erinda- gjörðum, um leið og maður gjóar augunum í kringum sig til að gá hvort einhver sér til. Perla lærði sum sé fljótlega að geyma í sér vökva þar til hún komst út. Verra var með hitt. Hún fékkst alls ekki til aðkúkaáalmannafæri. Ogístuttu máli sagt er hún enn svoleiðis að ef hún er lokuð úti i garði og henni verður mál að kúka kemur hún og hamast á útidyr- unum eins og krakki sem er að missa í buxurnar. Þegar opnað er þýtur hún eins og hún eigi lifið að leysa upp á kló- sett til þess arna. Þó á hún til að gera undantekningar á þessu, til dæmis í miðbænum sautj- ánda júní og við þess háttar tækifæri. Þá velur hún sér staði eins og tröppurn- ar á Landsbankahúsinu sem eru nógu áberandi til að sá, sem stendur hjá held- ur í tauminn og roðnar, sjáist sem allra best. Og auðvitað gefur hún sér nægan tíma eins og hefðardömu sæmir. 14 VIKAN 7. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.