Vikan


Vikan - 12.02.1987, Blaðsíða 23

Vikan - 12.02.1987, Blaðsíða 23
fyrir vinsældir voru menn ekki á þvi að hann yrði nokk- urn tíma stjarna. Hann var eftirsóttur sem meðleikari stóru stjarnanna á þessum árum en að hann yrði stjarna í Hollywood kom seinna. Aðalhlutverk fær hann ekki fyrr en hann fer til Evrópu og leikur í frönsku myndinni Rider on the Rain, sem náði miklum vinsældum á megin- landi Evrópu. Það varð svo til að Sergio Leone fékk hon- um aðalhlutverkið í Once Upon a Time in the West 1969. Með þeirri mynd slær hann loks í gegn vestanhafs. Hann fetaði þar í fótspor Clints Eastwood í dollara- myndunum og hlutverk hans sem munnhörpuleikandi kú- rekinn er eitt hans besta hlutverk. í dager Once Upon a Time in the West talin besta kúrekamynd Leones og á góðri leið með að verða klass- ískt stykki. Bronson fer vestur um haf og leikur í mörgum myndum en fáum góðum, þó leynast inn á milli ágætar myndir eins og Chato’s Land, sem var byrjunin á samstarfi hans og Michaels Winner. Ogsvovar það hlutverk Pauls Kersey í Death Wish. Vinsældir Bron- sons náðu hámarki með þessari mynd og hafa haft þau áhrif á hann að hann hefur meira og minna síðan verið i hlutverki Kerseys. Hann náði sér þó vel á strik í hinni ágætu mynd Walters Hill, The Streetfighter. Þar nýtir hann þá leikhæfileika sem hann hefur til fullnustu. Síðan hefur ferill hans verið niðurá við. Fjörutíu ár í kvikmyndum eru langur tími og er vafamál hvort Bronson nær sér upp úr þeirri lægð sem hann hefur verið í á undanförnum árum. Sú mynd, sem hann er að leika í þessa dagana, gefur þó smávon um að úr rætist fyrir honum. Nefnist hún Act of Vengeance og er leikstjóri John Mackenzie, sá sami og gerði The Long Good Friday. Leikur hann þar spilltan verkalýðsleiðtoga. Myndbönd LADY JANE ★★★ Leikstjóri: Trevor Nunn. Aöalhlutverk: Helena Bonham Carter og Cary Elwes. Sýningartimi: 135 mín. - Útgefandi: Háskólabíó. Jane drottning Englands er ekki mjög þekkt sögupersóna, enda kannski ekki von þar sem hún ríkti aðeins í níu daga, var sett af og líflátin. Það var ekki hennar vilji að verða drottning. Hún var aðeins sextán ára gáfað- ur táningur sem vildi allt annað en stjórna. En trúarbragðadeilur ásamt metnaðargirnd foreldra hennar og annarra varð þess valdandi að deyjandi konungur var látinn tilnefna hana sem eftirmann sinn. Hún er neydd til að giftast ungum aðalsmanni sem henni er illa við í fyrstu en elskar og dáir í lokin. Þessi söguþráður er uppistaðan í mynd Trevors Nunn, Lady Jane, hugljúfri mynd eftir sannsögulegum atburðum. Lögð er megináhersla á samband ungu elskendanna sem lifa eftir þeim boðskap að allir eigi rétt á að lifa. Trevor Nunn, sem er einn þekktasti sviðsleikstjóri á Bretlandseyj- um, tekst að gera ljúfa og sjarmerandi mynd þó hún sé nokkuð langdregin. ON WINGS OF EAGLE ★★ Leikstjóri: Andrew McLaglen. Aðalleikarar: Burt Lancaster, Richard Crenna og Paul LeMat. Sýningartími: 220 mín. (2 spólur). - Útgefandi: Videoval. Sögur Kens Follet þykja með betri afþreyingarbókmenntum, vandaðar spennusögur með grunni sem byggist á sönnum atburðum. On Wings of Eagles gerist að mestu í íran 1978, þegar keisarinn er að missa tökin á landinu og múgurinn vill að erkiklerkurinn Khomeini taki við völdum. Tveir bandarískir kaupsýslumenn eru teknir höndunt af leynilögreglu keisar- ans og haldið föngnum án skýringa. Forstjóri fyrirtækisins, sem þeir starfa hjá, ræður gamlan herjaxl, sem gengur undir nafninu „bolinn“, til að þjálfa hóp manna til að bjarga mönnunum tveimur... Þetta er ágætis efni sem á að vera hægt að gera góða kvikmynd úr, en hér er teygður lopinn til að ná lengd mínisería. Úr verður langdregin spennumynd. Það má þó hafa gaman af einstaka atriðum. Burt Lancaster er farinn að eldast. Hann dreg- ur samt að sér alla athyglina þegar hann birtist, slíkur er persónleiki hans. THE OTHER SIDE OF MIDNIGHT ★★ Leikstjóri: Charles Jarrott. Aðalleikarar: Marie-France Pisier, John Beck og Susan Sarandon. Sýningartími: 159 mín. - Útgefandi: Steinar hf. The Other Side of Midnight er gerð eftir skáldsögu Sidneys Sheldon. Fjallar hún um unga franska stúlku sem kemur til Parísar í atvinnuleit. Hún er rænd öllu sem hún á. Amerískur flugmaður verður til að bjarga henni og þá eru örlög hennar ráðin. Flugmaðurinn svíkur hana. Unga stúlk- an verður fræg kvikmyndaleikkona og hjákona ríkasta manns heims. Allan tímann lætur hún fylgjast með ferðum flugmannsins og kemur því þannig fyrir að hann er ráðinn flugmaður hennar. Nú fara hlutirnir að gerast hratt og dramatískir atburðir eru í vændum fyrir spennta áhorfendur. The Other Side of Midnight er dæmigerð fyrir sögur Sheldons. Miklar ástríður, glæp- ir og svik einkenna söguþráðinn og er nóg af slíku í myndinni. Þetta er sæmileg afþreyingarmynd þótt söguþráðurinn sé einkar heimskulegur. GIMMEANF ★ Leikstjóri: Paul Justman. Aöalleikarar: Stephen Sþellen, Mark Keyloun og Jennifer C. Cooke. Sýningartimi: 93 mín. - Útgefandi: Steinar hf. Gimme An F er dæmigerð bandarísk skólamynd sem byggist upp á neðan- mittisbröndurum og álíka skynsamlegum formúlum. Myndin gerist á þjálfunarstöð fyrir klappstýrur sem eru séramerískt fyrirbrigði eins og flest- ir vita. Samkeppnin er hörð um klappstýruflokk ársins. Kennararnir lenda að sjálfsögðu í ævintýrum með nemendum. Sérstaklega eru tveir karlkennar- ar vinsælir, enda ungir og myndarlegir. Eins og vera ber eru klappstýruflokk- arnir misjafnir. Sumar stúlkurnar eru ófyrirleitnar við að ná markmiði sínu. Einn flokkurinn er sakleysið uppmálað, en auðvitað sigrar hann að lokum. Gimme An F er frekar ómerkileg mynd sem aðeins þeir sem eru á skóla- aldri hafa gaman af. Handritshöfundarnir eru greinilega í vandræðum með að ná endum saman og tekst bókstaflega ekki svo að úr verður hinn mesti hrærigrautur. 7. TBL VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.