Vikan


Vikan - 12.02.1987, Page 24

Vikan - 12.02.1987, Page 24
 Unglmga- hertaji Það skiptir mihlu máli'fyrir andlega líðan okkar hvernig við innréttum nánasta um- hverfi okkar. Við á Vikunni fengum í hendur tvœr skemmtilegar hugmyndir um hvernig hœgt er að útbúa her- bergi unglinganna á heimilinu og við leyfum ykkur hér með að njóta þeirra með okkur. Hér sjáum við hvernig hægt er að skapa mjög líflegt umhverfi. Notaðir eru skær- ir litir, blátt, hvítt og rautt. Takið eftir hvernig skrif- borðið myndar bak við svefnbekkinn. Með því að raða húsgögnunum upp á þennan hátt kemur gott gólfpláss og herbergið verður tvískipt. Á veggina er sett korkklæðning sem gefur skemmtilega mögu- leika. En ikorkinner auðvelt að næla plaköt, minnismiða og annað sem fólk langar að hafa í kring- um sig. Þetta er herbergi róman- tisku stúlkunnar. Ábreiðan á járnrúminu er það sem maður rekur augun fyrst i. Við rúmið stendur fallegt gamaldags náttborð sem er alger andstæða hvitlakkaða skrifborðsins. Veggirnir eru með gamaldags blóma- mynstruðu veggfóðri f sömu litum og rúmábreiðan.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.