Vikan


Vikan - 12.02.1987, Page 52

Vikan - 12.02.1987, Page 52
Sakamálasaga efitír Georg og Margaret Cole Það hlýtur að vera hreint og beint átakanlegt fyrir virtan einkalögreglu- mann að sitja uppi með óupplýst og dularfullt afbrot á sínu eigin heimili. Þetta er svona svipað og þegar frægur læknir leggst í flensu. Það var því ekki undarlegt þótt James Warrender væri í fýlu þegar móðir hans, fru Warrender, kom heim einn góðan mánudagsmorgun. Frú Warrender, sem hélt heimili fyrir son sinn, hafði eytt helginni í heimboði hjá æskuvinkonu sinni og haft það náðugt. James Warrend- er var vel þekktur einkalögreglumaður. Hann hafði náið samstarf við hátt setta embættismenn hjá Scotland Yard og þeir höfðu viðurkennt að fijótt hugmyndaflug hans kæmi stundum að jafngóðum notum og allt skipulag þeirra. Þessa stundina leit James Warrender hvorki út fyrir að vera atorkusamur né hugmyndaríkur. Móður hans sýndist að vísu í fyrstu að hann hefði orðið fyrir því óláni að fötin hans hefðu skemmst í hreinsun og þess vegna spurði hún hann fyrst að því. 52 VIKAN 7. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.