Vikan


Vikan - 19.03.1987, Síða 6

Vikan - 19.03.1987, Síða 6
Meðal meistara og spekinga Fyrir tvo fákunnandi áhugamenn í skák var það einnig frábær upplifun að fara á sjálfan mótsstaðinn á Hótel Loftleiðum og anda að sér því spennuþrungna og rafurmagnaða and- rúmslofti sem þar var. Við vorurn litnar forvitnu hornauga því þarna sást varla nokk- ur kona, hvernig sem á því stendur. En við settum upp einbeittan svip og fylgdumst vel með öllu. Þarna var rnikið að gerast. Inni í sjálfum mótssalnum sátu menn og fylgdust með hverjum leik, hvísluðust á og sögðu álit sitt. í skákskýringasalnum voru skákir skýrð- ar og skeggræddar. Frammi á ganginum var svo „spekingastúkan'1 svokallaða. Þar komu gamlir skákjaxlar og áhugamenn saman og ræddu stöðuna. Þarna var oft hið mesta fjör og mörg gullkornin sem féllu. Spekingarnir voru sko alveg með skákirnar á hreinu og sótbölvuðu ef okkar menn við taflborðið gerðu eitthvað sern þeim líkaði ekki. „Hann brosandi og Timman úr annarri átt. Þeir heilsuðust og hófu taflið. Þá þegar voru Port- isch og Polugajevski komnir vel á skrið. Jón L. og Kortsnoj fóru sér rólega en Margeir og Ljubojevic og Helgi og Jóhann tóku skyndilega smásprett. Tal fór að kíkja á hjá hinum en Timman fékk sér kaffi. Short og Agdestein voru mjög niðursokknir. Menn tíndust í salinn og settu upp spekingssvipinn, spáðu vel í stöðuna og hnykluðu brýrnar ef svo bar undir. Svo kom Short allt í einu út í sal og settist hjá kærustunni sallarólegur - enda sömdu þeir Agdestein um jafntefli skömmu síðar!! Um kvöldið var aðeins tveimur skákum ólokið; þeirra Jóns L. og Kortsnojs og Ljubojevics og Margeirs. Spennan var mikil og þegar skeggræðurnar urðu heldur of heitar og búið að leika skákir Jóns og Margeirs margsinnis til sigurs þarna í salnum dró einn starfsmaðurinn upp hvítt skilti sem á stóð ÞÖGN. Skvaldrið hljóðnaði. Svo kvað við allt í einu rnikið lófaklapp; Jón hafði sigrað Kortsnoj. Undirritaðar sátu sem steinrunnar og fylgd- ust með hinum fylgjast með. Stundum gleymdum við að við kynnum ekkert í skák og þóttumst vita hvað var að gerast og Val- dís sem, eins og áður segir, er ögn upplýstari og kann að verjast heimaskítsmáti sagði að nú færu þeir Margeir og Ljubojevic að semja um jafntefli. Og viti menn, sú varð raunin. Þó var ekki allt þar með búið því þá fóru þeir að rifja upp lcikina með því að hraðspila skákina aftur á bak og áfram og ræða hvaða Ljubojevic í þungum þönkum. Fyrsti leikur í höfn. Sá „stutti“ brá sér út í sal i miöjum leik, til kærustunnar. Helgi hugsar stórt. fer of geyst," sagði einn. „Hann er af Laxa- mýrarætt og veit hvað hann er að gera,“ sagði annar og svo voru langar umræður um málið. En svo mikið er vist að spekingarnir hefðu unnið allar skákirnar á nó tæm ef þeir hefðu setið við skákborðið! Myndirnar hér á síðunni voru teknar þegar síðasta umferðin var tefld. I upphafi sat Ljubojevic í þungum þönkum og beið and- stæðingsins, Margeirs. Tal geystist inn skæl- vitleysur þeir hefðu gert. Loks kom Kortrnoj og sagði þeim fiá hversu hrapallega hann hefði leikið af sér i 39. leik og Ljubojevic var honurn alveg hjartanlega sammála. Það er alveg áreiðanlegt að eftir þá sér- stæðu reynslu að fylgjast'með heilu skákmóti, án þess svo mikið sem kunna mannganginn, er ég ákveðin í að verða ntér úti unt það mikla kunnáttu að ég að minnsta kosti geti gert Valdisi heimaskítsmát. 6 VIKAN 12. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.