Vikan


Vikan - 19.03.1987, Side 54

Vikan - 19.03.1987, Side 54
Smásaga eftir Bergþóru Árnadóttur ert útvarpað á rás tvö og ekkert sjónvarp verður í kvöld. í landinu ríkir neyðarástand og eftir því sem við höfum fregnað utan úr heimi er algjör glundroði víðast hvar. Enginn getur gefið skýringu á þessu fyrirbæri og um allan heim eru vísindamenn að kanna málið. Hér á landi hefur öllum verslunum, bönkum og öðrum þjónustufyrirtækjum verið lokað, enda ekkert hægt að selja þar sem peninga- seðlar eru nú auðir og fólk á í erfiðleikum með að þekkja þá í sundur." Hann þagnaði og annar þulur tók við: „Allar samgöngur liggja niðri og margar bifreiðir eru bensínlausar úti um allan bæ en ekki er heldur hægt að selja bensín, frekar en annað. Mikið álag er á símanum og er fólk beðið um að nota hann ekki nema um neyð- artilfelli sé að ræða.“ Smáþögn varð og hún fór að klæða sig eins og henni kæmi þetta alls ekkert við. Hún vandaði fatavalið, fór í nýja dragt sem Eiríkur hafði keypt á hana síðast þegar hann var í London. „Hvað skyldi Jóhönnu þykja um hana þessa?“ hugsaði hún. Svo datt henni allt í einu í hug að gaman væri að breyta einu sinni rækilega um stíl - svona í tilefni dagsins! Hún leitaði í fataskápnum og að lokum fann hún gamalt pils, vítt og skrautlegt. Það var örugglega tuttugu ára gamalt. Hún fór úr dragtinni og mátaði pilsið. Það var orðið svolítið of þröngt í mittið en það gerði ekkert til. Hún fann gamla vinnuskyrtu af Eiríki, köflótta og slitna. Henni fannst skyrtan fara vel við pilsið. Eftir nokkra leit í herbergi dótt- ur sinnar fann hún vesti sem passaði við múnderinguna. Þetta var gamalt vesti af föð- ur hennar en hann hafði gefið Maríu það til að nota á grímuballi. Hún nappaði í leiðinni slitnum kínaskóm af dótturinni og fór í þá utan yfir græna sokka sem hún hafði síðast notað þegar þau voru að taka upp kartöflurn- ar haustið áður. Þessu næst fór hún inn á bað og tók til við að snyrta sig. Hún ákvað að mála sig lítið, enga augnskugga, bara ofurlít- inn maskara. Hún mundi ekki í svipinn hvort það var maxfaktor eða díor en það skipti hana engu máli. Hún setti ekki upp á sér hárið, eins og hún var vön, heldur burstaði það létt. Hún gat ekki annað en hlegið þegar hún leit á sjálfa sig í speglinum. „Hvað skyldi Jóhanna segja nú, ætli hún myndi ekki bjóða henni kettling til eignar og ábúðar!" Nú byrjaði þulurinn í útvarpinu aftur: „All- ir fiskibátar streyma nú í átt til hafnar um land allt. Fyrirsjáanlegt er að veiðar muni liggja niðri vegna ástandsins. Ekki er hægt að vinna aflann í landi og fiskimenn geta ekki lesið á kort og dýptarmæla, auk þess sem starfsfólk í frystihúsum og öðrum fiskverkun- arhúsum kemst ekki til vinnu.“ Hún slökkti á útvarpinu. „Hvað þurfti hún að hlusta á þetta?“ Hún fór í gamla peysu. Það var hlýtt úti, sannkallað sumarveður. í dag skyldi hún njóta lífsins. Hún fór út og gekk að bílnum sínum, konubílnum, sem Eiríkur hafði gefið henni í afmælisgjöf í fyrra þegar hún varð fertug. Það var ekkert númer á honum, það gerði nú ekki mikið til. Hún ók sem leið lá í áttina að miðbænum. Alls staðar voru bilar stoppað- ir og fólk talaðist við í gegnum gluggana eða stóð í smáhópum. Við bensínstöðvarnar voru margir bílar. „Það verða víst margir bensín- lausir í dag,“ hugsaði hún og leit á mælaborð- ið. Hún hafði nóg bensín, þökk skyldi Eiríki, hann sá um þessa hluti fyrir hana. Þegar hún kom í miðbæinn sá hún að bærinn var fullur af fólki. Hún fann stæði fyrir framan stjórnar- ráðshúsið. Þegar hún fór út úr bílnum sá hún að þetta var forsetastæðið. Henni leið eins og hún hefði tekið við embættinu. „Skrítin tilfinning!“ Jóhanna var ekki komin, allavega sá hún hana ekki. „Stundvís, eins og vanalega," hugs- aði hún og hló innra með sér. Hún settist á bekk. Það sat maður fyrir á bekknum. Honum virtist líða illa. Við hlið hans lágu margir pennar og blýantar af öllum mögulegum gerð- um og hann reyndi árangurslaust að skrifa eitthvað á blað. Hún kíkti yfir á blaðið hjá honum. Engin orð komu hvernig sem hann reyndi að skrifa. Svitinn perlaði á enni hans. Hún fann til með honum. „Gengur þetta ekki hjá þér?“ áræddi hún að spyrja. Hann leit á hana og það var þján- ing í svipnum. „Nei,“ hvíslaði hann á móti. „Reyndu að teikna," sagði hún og minntist myndanna á mjólkurfernunum. Hann horfði á hana stundarkorn: „Já, þú segir nokkuð,“ svaraði hann og gerði tilraun til þess. Það GEKK! „Ja, hugsa sér,“ sagði maðurinn eins og við sjálfan sig. „Þetta gengur bara vel.“ Hann virtist taka gleði sina aftur „Hvernig datt þér þetta í hug?“ spurði hann og horfði fullur aðdáunar á hana. Hún gat ekki farið að segja bláókunnugum manni að hún hefði séð það á mjólkurfernum svo hún sagðist bara hafa látið sér detta það si svona óforvarandis i hug. „Þú ert snillingur,“ sagði maðurinn hrifinn. Hún fór hjá sér. Enginn hafði sagt neitt þessu líkt við hana fyrr. „Hvaða vitleysa, þetta er bara hugmynd," sagði hún lágt. „Og skratti góð hugmynd," sagði maðurinn. Hann stóð upp og þakkaði henni fyrir hjálpina. „Þú ert séní,“ sagði hann og kyssti á hönd hennar í kveðjuskyni. „Við sjáumst síðar.“ I sömu mund gekk Jóhanna fratnhjá. „Jó- hanna,“ kallaði hún. Jú, þetta var hún, á þvi var enginn vafí. Þær stóðu smástund og virtu hvor aðra fyrir sér. „I hverju ertu?“ spurði Jóhanna. „Sömu- leiðis," svaraði hún. Þær hlógu. Jóhanna var klædd dragt, svipaðri þeirri sem hún hafði fyrst ætlað að fara í. Hárið var vandlega greitt, andlitið málað og ekki nóg með það, hún var í skóm og með veski af sömu gerð og með HATT á höfðinu! „Hvar fékkstu þetta?“ spurði hún og skellihló. „Eins og ég geti ekki fengið mér föt eins og lleiri," svar- aði Jóhanna. „Og útgangurinn á þér, það mætti halda að þú hefðir komist í skápana hjá nrér!“ Þær hlógu svo mikið að andlits- málning Jóhönnu var í stórhættu. Þær settust á bekkinn og héldu áfram að hlæja. Svona vel höfðu þær ekki skemmt sér lengi. Jóhanna varð allt í einu íbyggin á svip: „Sjáðu hvað ég er með,“ sagði hún lágt og sýndi vinkonu sinni ofan í veskið sitt. „Gvuuð, þú ert brjáluð, kallaði hún upp þegar Jóhanna dró vasapela upp úr veskinu. „Alveg snar,“ svaraði Jóhanna, „fáðu þér dramm.“ Hún saup á. Það var sterkt. „Hvað er þetta?“ spurði hún og reyndi að ná andanum. „Ekta íslenskt brennivin, í tilefni dagsins," svaraði Jóhanna og fékk sér vænan slurk án þess að blikna. Þær komu sér saman um að reyna að finna eitthvert kaffihús svo þær gætu laumað úr pelanum út í bollana. Það hljómaði spennandi. Þær olnboguðu sig gegn- um iðandi mannþvöguna. Alls staðar var fólk að tala saman, ýmist í lágum hljóðum eða hátt og með æsingi. Þær kærðu sig kollóttar. Fyrst reyndu þær að komast inn á Hressó. Þar var læst. „Auðvitað er alls staðar lokað í dag," sagði hún. „Reynum Borgina, ég þekki þjón þar.“ Jóhanna dró hana með sér. Hurðin á Hótel Borg var ekki læst svo þær gengu inn. Þjónn kom með miklu írafári á móti þeim. „Það er lokað, ekkert hægt að selja, allir peningar ónýtir," sagði hann andstuttur. „Slappaðu af, maður," sagði Jóhanna. „Við ætlum bara að tala við hann Konráð. Er hann ekki að vinna í dag?“ „Jú, ég skal ná i hann,“ svaraði þjónninn og snerist á hæli. Þær fylgdu á eftir inn í salinn. Við nokkur borð sat starfsfólkið og ræddi málin sin á milli. „Hræðilegt," heyröist frá einhverjum. „Mágkona min hringdi frá Njú jork í morgun og sagði að allt væri í kaos þar,“ sagði stúlka með svuntu sem sat við hlið þess sem fyrst hafði talað. „Hvað skyldi vera hægt að gera, þetta er eins og heimsstyrj- öld?“ sagði cinhver. „Æ, ég veit ekki hvar þetta endar,“ sagði annar. Þær stóðu á gólfinu og hlustuöu á umræðurnar. Allt í einu lók einhver el'tir þcim. „Það er lokað hér i dag,“ var sagt. „Viö erum að bíða eftir honum Konráði," sagði Jóhanna. „Nújá, láið ykkur bara sæti," svaraði maðurinn. Þær settust. Eftir smástund kom Konráð. „Nei, ert þú þarna, clskan mín," sagði liann fagnandi við Jóhönnu. „í hverju erlu eigin- lega?“ „Ég er bara að æfa mig l'yrir grímu- ball,“ sagði Jóhanna hlæjandi. Hún kynnti þau Konráð. „Okkur langarsvo mikið í kalfi- sopa,“ sagði hún við hann. „Það er ekkcrt mál þegar svona fallegar konur eiga í hlut.“ Hann fór fram i eldhúsið. „Hvað sagði ég ekki?“ sagði Jóhanna, Konráð kom með kal'f- ið. Jóhanna laumaði bollanunt undir borð og hellti í hann úr pelanum góða. Ilún rélti vin- 54 VIKAN 12 TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.