Vikan


Vikan - 30.04.1987, Blaðsíða 28

Vikan - 30.04.1987, Blaðsíða 28
Kröfugangan 1. mai 1923. Fremst á myndinni má sjá Ólaf Friðriksson, fyrsta ritstjóra Alþýðublaðsins. 1. mai 1923 „í dag starfa allir alþýðumenn um allan heim, en - ekki hörðum höndum, heldur með hug og hjarta, og smíða, - ekki verkfæri og vélar, heldur andleg sverð í sannleiks og frelsisins þjónustu- gerð.“ (Alþýðublaðið 1. maí 1923.) Árin milli stríða eru ár breytinga i íslensku þjóðlífi. Erlend áhrif berast hingað í auknum mæli og útlendar kennisetningar, stjórnmála- og hagsveiflur fara að setja svip sinn á íslenska sögu. Hér verða á stuttum tíma miklar búsetubreyting- ar með öllu því raski sem þeim fylgir og um 1920 er meira en helmingur Islendinga búandi í bæjum og stundar þá atvinnuvegi sem bæjarsam- félagi eru eiginlegir. Fjölgun íbúa bæja hafði húsnæðisskort í för með sér, þeir efnaminni urðu að láta sér nægja þröngt og lélegt húsnæði. Atvinna var oft á tíðum stopul. Laun voru lág og húsaleiga há. Allur viðurgjörningur var af skornum skammti, sem orsakaði svo aftur lélega heilsu og ekki bætti úr skák ónóg heilbrigðisþjónusta og langur vinnu- dagur. Alþýðusamband íslands skipulagði fyrstu fyrsta maí gönguna hér á landi. Um klukkan 13 þann 1. maí 1923 safnaðist hópur manna saman við Báruhúsið og gekk fylktu liði um götur bæj- arins undir rauðum fánum og kröfuspjöldum. Lúðrasveit Reykjavíkur gekk í broddi fylkingar og göngumenn báru tuttugu og átta hvít spjöld með ýmiss konar áletrunum. Mátti þar lesa eftir- farandi kröfur og áletranir: Vinnan ein skapar auðinn. Átta tíma vinna, átta tíma hvíld, átta tíma svefn. Atvinnubætur gegn atvinnuleysi. Fullnægjandi alþýðutryggingar. Engan skatt á þurftarlaun. Enga tolla á nauðsynjavörur. Engar kjallarakompur! Mannabústaði! Ófæra menn úr embættum. Niður með vínsalana. Þegar verkamennirnir höfðu gengið um götur bæjarins staðnæmdust þeir við lóð Alþýðuhúss- ins fyrirhugaða við Hverfisgötu og hófust þar ræðuhöld. Ræðu dagsins flutti Hallgrímur Jóns- son skólastjóri. Sagði hann meðal annars: „Það er göfugra og sjálfsagðara að styðja að því, að hver maður hafi vinnu, fæði, húsaskjól, hæfilega hvíld og andlegt uppeldi, heldur en að hneppa einstaklinginn í nokkurs konar þrældóm." Aðrir sem tóku til máls voru Héðinn Valdimarsson bæjarfulltrúi, Ólafur Friðriksson ritstjóri, Einar Jóhannsson búfræðingur og Felix Guðmunds- son. Dagana eftir má lesa í dagblöðunum fréttir af göngunni. í Alþýðublaðinu þriðja maí segir: „Ekki mun ofmælt, þótt sagt sé, að í kröfu- göngunni hafi tekið þátt um eða yfir fimm hundruð manns, þótt ekki séu talin með börn og fólk, sem fram með gekk fyrir forvitnissakir og álitið er, að ekki færri en þrjú til fjögur þús- und manns hafi safnast til að hlusta á ræðurnar að börnum frátöldum." Ekki ber fréttum saman um hversu margir hafi farið í gönguna og munar þar allmiklu á. Tölurnar spanna allt frá fimmtíu til fimm hundr- uð manns eftir því hver segir söguna. Morgun- blaðið birtir fréttir af göngunni annan og þriðja maí þetta sama ár. Það ræðst harkalega að göngumönnum og reynir eftir föngum að gera sem minnst úr öllu saman. Segir Morgunblaðið að furðanlega hafi mönnum þótt gangan fá- menn. „Voru þar á að giska 40-50 fullorðnir menn og konur, en hitt smábörn sem lofað hafði verið með til skemmtunar og uppfyllingar." Seg- ir Morgunblaðið að það sé til sóma verkamönn- um að þeir létu ekki þvæla sér út í þennan leikaraskap. Eitthvað mun fréttaflutningur Morgunblaðsins hafa farið fyrir brjóstið á fólki því þann þriðja maí má lesa í Morgunblaðinu að fólk telji að göngumenn hafi verið einhvers staðar á milli tvö og fimm hundruð en börnin hafi verið íjölmenn- ust í göngunni, nokkuð hafi verið þar af kven- fólki en svo fátt af fullorðnum verkfærum mönnum að vakið hafi almenna eftirtekt. Gang- an hafi vakið glens og gaman á götum eins og vera bar en enga fjandsamlega árekstra. Það er auðvelt að lesa hæðnina sem liggur að baki þessum orðum. Alþýðublaðið segir hins vegar: „Mest af þeim mannfjölda, sem á horfði, en ekki tók þátt í göngunni, mun í hjarta sínu hafa verið hlynnt athöfninni...“ En staðreyndin var hins vegar sú að broddborgarar landsins reyndu eftir föngum að gera eins lítið og auðið var úr göngumönnum, enda vildi það brenna við í mörg ár að þeir sem létu sjá sig í 1. maí göngum væru hafðir að háði og spotti. Það leiddi til þess að það þurfti kjark og baráttuvilja til að ganga. Eigi að síður var þetta stór stund fyrir þá sem fóru í þessa fyrstu kröfugöngu, það sést best á þessum orðum úr bréfi sem verkamaður ritaði í Alþýðublaðið 4. maí 1923. Hann skrifar: „Ég er einn af þeim verkamönnum sem kom beint frá vinnunni til að taka þátt í kröfugöngunni, og hafði ekki tíma til að hafa fataskipti. Kröfu- göngumerkið mitt skemmdist því svo mikið, að það er ónýtt. Mig langar að kaupa annað merki, því ég vil eiga þetta merki til minningar um dag- inn.. Samantekt: Jóhanna Margrét Einarsdóttir Mynd: Ljósmyndasafn Islands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.