Vikan


Vikan - 30.04.1987, Blaðsíða 38

Vikan - 30.04.1987, Blaðsíða 38
vegna þess að ýmsir hálaunahópar í þjónustu- greinum eru hér fámennir. Til Reykjavíkur sogast gífurlegt fjármagn því velflestar opin- berar stofnanir og hálfopinberar stofnanir á borð við landssamtök og ýmiss konar félaga- samtök eru staðsettar þar. Einnig blómstra þar ýmis þjónustufyrirtæki svo sem tölvufyrir- tæki, fjármálafyrirtæki, ráðgjafarfyrirtæki, skipafélög, flugfélög og þess háttar. Svona starfsemi er í mjög smáum stíl á Akureyri. En það hefur orðið mikil tekjuaukning í þjóðfélaginu og hennar gætir einnig hér. Þetta var allt í lágmarki hér fyrir tveimur árum en nú eru menn orðnir bjartsýnni." Það er auð- heyrt að þessi mál brenna á Sigfúsi því hann færist allur í aukana þegar hann fer að ræða þau. „Að fá háskóla í bæinn, bara að fá gáfað og menntað fólk sem myndi tengjast háskól- anum, myndi ílendast hér, smitaði út frá sér í atvinnulífinu. Þegar talað er um háskóla hér á Akureyri er verið að tala um þrjú hundruð manna skóla en það yrði samt sem áður mik- il lyftistöng fyrir bæjarfélagið." - Eru einhverjar greinar sem þú vildir láta kenna hér öðrum fremur? „Það hafa komið fram tillögur um að hér yrði kennd sjávarútvegsfræði, iðnrekstrar- fræði og rekstrarhagfræði. Þetta eru greinar sem mér finnast mjög áhugaverðar og yrðu praktískar fyrir okkur. Ég sé fyrir mér að hér yrðu kenndar einhverjar nýjar greinar sem ekki eru kenndar í Reykjavík. En ég hefði alveg eins viljað fá hingað Tækniskólann eða Kennaraháskólann. Ég hefði talið það alveg jafnskynsamlegt.“ - Nú er mikill skortur á leiguhúsnæði í bænum. Getið þið með góðu móti tekið á móti þrjú hundruð námsmönnum? „Það er rétt, það er mikill skortur á leigu- húsnæði.“ - Er hægt að bjóða fólki að koma hingað til nokkurra ára skóladvalar án þess að hafa tryggt að nægt húsnæði sé fyrir hendi? „Það er nú kannski flöskuhálsinn í þessu, það þyrfti að byggja hér stúdentagarða. En það er þessi íslenska aðferð að byrja á því að djöfla hlutunum af stað, láta vandamálin verða til og svo að leysa þau. Það er ekki til nein fyrirhyggja á íslandi, sama hvað gert er. Bara að djöfla hlutunum af stað, það er ís- lenski hugsunarhátturinn, til dæmis við húsbyggingar og stofnun fyrirtækja. Ég held að húsnæðismálin leysist en þau verða samt sem áður vandamál til að byrja með. Ég óttast hins vegar meira ef það yrði settur upp háskóli hér á Akureyri að þetta yrði ríkis- háskóli og kennurum skólans yrði boðið upp á sömu skítalaunin og í háskólanum fyrir sunnan og með því móti fáum við ekkert al- mennilegt fólk. Þess vegna hef ég verið með þær hugmyndir að skólinn yrði sjálfseignar- stofnun sem yrði fjármögnuð að einhverju leyti með fyrirtækjastyrkjum og skólagjöldum nemenda. Min von er sú að við reynum að hafa þetta á örlítið hærra plani heldur en í Reykjavík. í háskóla ættu að vera inntökupróf í al- mennum greinum, til dæmis eftir fyrsta misserið. Þá hefðu allir jöfn tækifæri til að spreyta sig. Það á ekki að halda fólki í há- skóla árum saman án þess að það geri nokkurn skapaðan hlut. Háskólanám á að vera erfitt. Það á ekki að útskrifa fólk úr háskólum sem er varla læst eða skrifandi en slíkt og þvílíkt hefur gerst. Það á heldur ekki að leyfa að fólk sé allt upp undir áratug að ljúka prófi, fallandi aftur og aftur. Á endanum eru allri farnir að vorkenna viðkomandi svo að hann fær nokkurs konar samúðarútskrift." Háskólinn yrdi sjálfs- eignarstofnun sem yrðifjármögnuð að einhverju leyti með fyrirtœkjastyrkjum og skólagjöldum nem- enda. - Nú finnst manni þegar maður fylgist með fréttum héðan frá Akureyri að héðan komi oft á tíðum mikið af neikvæðum fréttum, þó aðallega sprengjufréttum? „Þú meinar þegar við rekum hitaveitustjór- ann, fræðslustjórinn er rekinn og Stefán Valgeirsson fór í sérframboð,“ segir Sigfús snöggur upp á lagið. - Af þessum fréttaflutningi gæti maður fengið þær hugmyndir að hér gengi mikið á. „Það er ekki einungis vandamál hvað mikið af neikvæðum fréttum birtist í sunnlenskum fjölmiðlum heldur er það líka vandamál hvað Dagur birtir mikið af neikvæðum fréttum. Hann er alltof bundinn flokkslínunni. Dagur er flokksmálgagn og gerður út til að auka fylgi Framsóknarflokksins, en ég held að ef eitthvað er þá skemmi blaðið frekar fyrir flokknum en hitt. Fólk er orðið svo upplýst í dag og það lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Við höfum svæðisútvarp hér, sem er nokk- uð gott, og svo Morgunblaðið með Akur- eyrarsíðu og fleiri íjölmiðla, svo fólk veit nákvæmlega um hvað málin snúast. Það er orðið vant því að í stærri málum sé leitað álits fleiri en eins stjórnmálaflokks. Umfjöllun Dags missir nokkuð marks því þeir leita bara álits sinna flokksmanna. Ef ég tek Morgun- blaðið, sem líka er flokksmálgagn, þá finnst mér það miklu víðsýnna en Dagur. En ég óttast að fréttaumfjöllun hans hafi áhrif á fréttirnar fyrir sunnan því þetta fjölmiðlalið þar les Dag. Framsóknarflokkurinn er í minnihluta í bæjarstjórninni, því takmarkast hlutverk Dagsmanna nokkuð af því að gagn- rýna bæjarstjórnina. Annars spekúlera ég ekki mikið í þeim fréttum sem berast héðan, ég hef einfaldlega ekki tíma til þess. Ég má þakka fyrir ef ég hef tíma til að lesa Moggann þegar ég kem heim á kvöldin svo mikið af þessum fréttum fer fram hjá manni. En ég er sann- færður um að snjallir og víðsýnir blaðamenn, sem kæmu hingað, gætu búið til góðar og skemmtilegar fréttir héðan. Sumir heimamenn eru verstu fjölmiðlamennirnir hérna á Akur- eyri því þeim hættir til að vera alltof lokaðir. Hingað er gott að fá blaðamenn annars stað- ar af landinu sem hafa annað sjónarhorn og gætu því séð hlutina á ferskan hátt. Akureyrskir blaðamenn sjá lítið út fyrir Akureyri. Þegar ég var á Skagaströnd sá ég nánast aldrei norðlenska blaðamenn þar. Þar er nefnilega heilmikið að gerast, svo sem víð- ar á Norðurlandi. Það sem þeir gera venju- lega, þessir blaðamenn hérna, er að taka fundargerðir bæjarstjórnar og fletta þeim og skrifa síðan einhverjar einskis verðar fréttir um til dæmis bensínstöðvar, lóðaúthlutanir og ráðningar á húsvörðum.“ - Pólitík. Þú hefur lýst því yfir að menn, sem starfa í landsmálapólitík, séu meira og minna óvirkir. „Það er hálfgert skítajobb að sitja á Al- þingi. í fyrsta lagi er þetta illa borguð vinna og þess vegna fást ekki í þetta toppmenn nema í undantekningum. í öðru lagi er aldrei tekið á stóru málunum því stjórnmál byggjast á því að leysa minni háttar vandamál. Alþingi er apparat þar sem deiluaðilar koma saman og deila um málefni. Það er alltaf verið að rífast um eitthvað sem leiðir til þess að þegar stór frumvörp koma fram eru þau orðin svo út- þynnt og lapþunn, þegar Álþingi er búið að afgreiða þau, að þau flækja málin frekar en leysa þau þegar þau eru í höfn. Þetta er ekki samstilltur hópur sextíu gáfumanna sem sitja á þingi og eru að leysa málin fyrir hönd þjóð- arinnar heldur er þetta ósamstilltur hópur deiluaðila sem hver um sig er með sínar eigin kröfugerðir fyrir sitt kjördæmi og sinn flokk. Ég held að það sé ömurlegt hlutskipti fyrir víðsýna menn, sem vilja sjá framfarir í landinu, að taka þátt í þessu kerfi. Ég er ekki að kenna einstaklingunum sem slíkum, sem sitja á Alþingi, um hvernig málin þróast held- ur kerfinu. Fyrirkomulagið er ekki virkt, vinnustaðurinn er óvirkur. Menn eru kannski að rífast í heila viku um það þegar Sverrir Hermannson rak einn embættismann. Hvern djöfulinn er Alþingi að eyða dýrmætum tíma í svoleiðis nokkuð. Alþingi á að setja lög um lífeyrissjóði, staðgreiðslukerfi skatta, fram- haldsskóla og vinna að alls konar framfara- málum. Það er alveg merkilegur andskoti að þingmenn skuli ekki afkasta meiru miðað við allan þann tíma sem aumingja mennirnir sitja yfir þessu. í þessu kjördæmi buðu átta flokkar fram til síðustu Álþingiskosninga auk sérframboðs Stefáns Valgeirssonar. I sjálfu sér finnst mér stjórnmálaflokkar skipta afskaplega litlu máli, meiru skiptir að það séu hæfir einstaklingar sem veljast til þessara starfa. En allir þessir smáflokkar þýða einungis enn meiri útþynn- 38 VIKAN 18. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.