Vikan


Vikan - 30.04.1987, Blaðsíða 7

Vikan - 30.04.1987, Blaðsíða 7
A sýningunni var búið að reisa heiit þorp. fKIUIilifiPll1 Eldhús sem verður orðið úrelt árið 2000. um görðum í kring, prýddum blómum og gosbrunnum; enn- fremur hefur verið komið fyrir bekkjum þar sem hægt er að setj- ast og hvíla lúin bein. Það er ætlast til þess að sýningargestir fari inn í húsin og skoði þau en sennilega er óhætt að segja að þau séu með vinsælli atriðum sýning- arinnar því oft myndast langar biðraðir við þau. En menn láta það ekkert á sig fá því eins og allir vita eru Bretar miklir bið- raðalistamenn og kunna reyndar hvergi betur við sig en í góðri bið- röð. Húsin eru öll byggð með þarfir mismunandi hópa í huga - eins og til dæmis orkusparnað, tíma- og peningasparnað, þarna má fínna hús framkvæmdastjór- ans, íbúð afa og ömmu og húsið hans meðaljóns. Eitt af því sem sérstaka athygli vakti á sýningunni var rafeinda- tæknivætt baðherbergi þar sem stilla mátti hitann á vatninu, láta nákvæmlega rétt vatnsmagn renna í baðið, fá akkúrat réttan þrýsting á sturtuna og meira að segja láta kalda kranann sprauta sérstaklega þegar maður er að bursta í sér tennurnar - allt með því að ýta á takka í veggnum. Eg verð nú að segja fyrir mig að ég hef aldrei átt í neinum sérstökum erfiðleikum með að skrúfa frá krönum svona yfirleitt enda er ég að hugsa um að fara í mánaðar sumarfrí einhvers staðar í Kyrra- hafinu fyrir þessi tvö þúsund pund sem ég sparaði með því að fá mér ekki svona fint kerfi og halda bara áfram að skrúfa frá og fyrir. Þegar við komum út í portið, sem var á bak við eitt húsið, geng- um við fram á mann sem stóð bálsteyttur og var að grilla pylsur. Við stöldruðum við í von um að vera boðið í mat en þá heyrðum við manninn minnast á ísland og lögðum því eyrun við. Gat verið að Sláturfélag Suðurlands væri farið að flytja út íslenskar pylsur? Eitt andartak sá ég fyrir mér gömlu, góðu pylsuvagnana og fann bæði bragð og lykt af pulsu- möllu... Maðurinn var að sýna fólkinu glóandi hraunmola sem hann sagði að kæmi beint frá ís- landi og ennfremur að nú væri engin þörf lengur á að grilla á kolum, það væri miklu finna að grilla á íslensku hrauni. „Nei, hættu nú alveg,“ hugsaði ég og það komu dollaramerki í augun á mér; ég sá í anda alla sem vettl- ingi gátu valdið með skóflur og hjólbörur, mokandi upp heilu hraununum heima á íslandi. Burt með alla útgerð, látum fiskinn synda sína leið, nú flytjum við bara hraunin út í staðinn! Maður- 18. TBL VI KAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.