Vikan


Vikan - 30.04.1987, Blaðsíða 42

Vikan - 30.04.1987, Blaðsíða 42
Draumar FLUGVEL HRAPAR Kæri draumráðandi. Ég ætla að biðja þig að ráða draum fyrir mig. Mig dreymdi að mér fannst ég vera í flug- vél ásamt föður mínum og einhverju öðru fólki sem ég veit engin deili á. Allt í einu var flugvélin að hrapa og allir reyndu að hraða sér út um eitt gat. Svo vorum við komin í lít- inn bát og þá var hann að sökkva en þá sáum við (pabbi og ég) að einn maðurinn var dauð- ur svo við hentum honum útbyrðis og við það léttist báturinn. Skyndilega vorum við á flugi en þá í loftbelg eða einhverju þvíumlíku, nema ég hékk fyrir utan hann (hlýtur að hafa verið i bandi því ég þurfti ekki að halda mér) og öskraði og veinaði að pabba að hann mætti ekki sleppa (hann hlýtur að hafa haldið í bandið). Þá spurði hann mig hvað ég héldi að hann væri. Þá róaðist ég. Skyndilega var jörðin komin mjög nálægt svo ég spurði hvort við ættum ekki að lenda. Nei, sagði pabbi og sagði að ég sæi ástæðuna rétt bráðum. Og það sá ég því skyndilega kom mörg hundruð metra brött hlíð og fullt af fólki og vélum að vinna þar fyrir neðan. Ég man að ég hugsaði: Svona lítur þá Hraun- eyjafossvirkjun út, þó svo að ég vissi að þetta væri ekki hún. En þá var fólkið niðri búið að taka eftir okkur og hljóp allt í eina átt eða þar sem fjallið var lægst því loftbelgurinn var á leiðinni þangað. Ég vil taka það fram hvað mér fannst það stórkostlegt útsýni að horfa niður þar sem ég hékk. Þegar niður var kom- ið var klappað og veifað, allir svo ánægðir því við höfðum verið týnd lengi. Það var allt- af fleira fólk en ég og pabbi, en ég man ekki hverjir. Eftir þetta ferðalag vorum við pabbi að skoða landakort og tala um hvað við hefðum farið langt á ekki lengri tíma. Ég man ekki eftir svona korti í raunveruleikanum en ég held að leiðin sé frá Islandi upp í íshaf og lent í Síberíu í Rússlandi þó svo að það væru ís- lendingar sem tóku á móti okkur er við lentum. Með von um birtingu. 2M. Þessi drauniur er ekkert einfaldur að merk- ingu en allskýr. Greinilegt er að fram undan er viðburðaríkur kafli œvi þinnar, miklar svipt- ingar og úluetta sem þú tekur og vœntir mikils af en leiðir þig á ótrúlegustu slóðir mannlegs lífs, þannig aó hófsemi í lífi og starfi er bráð- nauðsynlegt veganesti ef þú átt að komast tiltölulega skakkafallalaust fram úr þessum tíma. Sennilega verða alvarlegar breytingar á einkalifi þinu, að sumu leyti til góðs en þó erfið- ar og álag mikið á þér. Hvencer þetta verður er ekki Ijóst en ekki langt þangað til. Þú tekur einhverja áhcettu og átt sennilega eftir að velkj- ast í vafa um Itvort þú hafir breytt rétt. En þú munt verða reynslunni rikari aó þessum tima liðnum og það eina sem draumráðandi getur gefið þér sem ráð er að þú reynir aó halda still- ingu þinni, ekkert voóalegt mun gerast, en þú þarft að búa þig undir að standast erfiðan en að vissu leyti skemmtilegan tíma og að honum loknum mun líf þitt vera gjórbreytt. ÞRÍBURAR OG FLEIRA Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum sem mig hefur dreymt tvisvar með stuttu millibili. Fyrst dreymdi mig að ég hefði eignast þrí- bura (þrjár stelpur). Þegar þær voru orðnar nokkurra vikna fannst mér ég vera ólétt aftur og gengi með tvíbura. Mér fannst ég vera allt- af svo veik þegar ég gekk með þá. Eftir þrjá daga dreymdi mig svipaðan draum. Þá var ég búin að eignast strák og þegar strákurinn var nokkurra vikna fannst mér ég vera orðin ólétt aftur og alltaf svo veik. Börnin, sem mér hefur fundist ég eiga í draumunum, hafa alltaf verið stór og heil- brigð. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Ein af Norðurlandi. Draumarnir eru nokkuð svipaórar merkingar þó sá seinni sé i rauninni betri merkingar. Draumarnir merkja óvœntar og snöggar breyt- ingar á lífi þínu sem ef til vill byrja vegna einhverra óvœntra tíðinda sem þér berast. Auk þess muntu endurskoóa mat þitt á ýmsu sem þér hefur hingað til þótt sjálfgefið, ekki síst í veraldlegum efnum, og vera tná að ýmis ýerald- leg gaði verói þér ekki eins mikils virði á eftir þótt ekki bendi neitt til afturfarar á efnahag þínum, frekar hið gagnstaða. LJÚFUR DRAUMUR Kæri draumráðandi. Mig langar að fá einn draum ráðinn. Mig dreymdi hann í nótt og líður svo vel yfir hon- um að ég er í sæluskýi. Mér fannst ég nefnilega vera í einhverjum skíðaskála með hópi af fólki og verða svona rosalega ástfangin, upp fyrir haus, af einhverjum manni sem ég þekki ekk- ert í raunveruleikanum. Við vorum eitthvað saman og mér leið svo vel með honurn, hann var svo blíður og góður. Mér fannst maðurinn minn stundum vera þarna, stundum ekki, en allavega gekk þetta allt án þess að neinn yrði leiður. Ég tek það fram að ég hef verið hamingju- samlega gift í mörg ár, fer aldrei í skíðaskála og hef aldrei haldið framhjá. Þess vegna finnst mér draumurinn svo undarlegur, en einhvern veginn leið mér einkennilega vel þegar ég vaknaði, hálfpartinn með bros á vör. Hvað merkir þetta, draumamaður góður? Með fyrirfram þökk fyrir góða ráðningu. Skíðalaus. Draumur þessi er einfaldlega vísbending um ágceta tíma fram undan. Þú kynnist mörgu in- dœlu fólki en vertu samt á varðbergi gegn því að gefa þig allci að þvífyrst í stað, þvi þú veist best sjálf að ekki er öllum jafnvel treystandi. Annars veit þessi draumur á frekar gott og skemmtilegt fyrir þig og ætti engan veginn aó vera fyrirboðiþess að neitt af þessu tagi gerist. MANNSNAFN Kæri draumráðandi. Mig langar bara að spyrja þig um merkingu ákveðins mannsnafns í draumi, en ég ætla að biðja þig að misvirða það ekki við mig þótt ég vilji ekki gefa nafnið upp. Það er karl- mannsnafnið X. Með fyrirfram þökk. Hrifin. Sennilega hefur þig dreymt þennan mann ein- faldlega af því þú ert hrifin af honum, en ef þú attir uó fara að leggja táknrœna merkingu í nafnið í draumnum þá er þetta ákajlega gott draumanafn og boðar hamingju og jarsœld að öllu leyti. Vonandi að þetta liaji verið tákn- draumur hjá þér en ekki bara venjulegt skot. 42 VIKAN ia TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.