Vikan


Vikan - 14.05.1987, Side 22

Vikan - 14.05.1987, Side 22
K V I K M Y N D Y N D B Ö N D Nýjar kvikmyndir BettyBlue Sú franska kvikmynd, sem tvi- mælalaust hefur vakið mesta athygli undanfarið ár, er þriðja kvikmynd Jean-Jacques Beineix, Betty Blue. Eins og fyrri myndir Beineix, Diva og Moon in the Gutter, fjallar Betty Blue um sam- skipti karls og konu og konan er sem óður dularfull en mun jarð- neskari en áður. Betty Blue er gerð eftir skáld- sögu Philippe Dijan, 37° 2 Le Matin Betty Blue, og Ijallar um Zorg sem er allra handa maður en hefur löngun til að vera rithöf- undur. Hann kynnist ungri stúlku, Betty Blue, sem breytir lífi hans. Eftir að hafa brennt hús hans halda þau til Parísar. En Éjótlega eftir að þau koma til Parísar fer Betty Blue að fá höfuðverk og heyra raddir og augljóst er að hún er að verða vitskert og samband þeirra fær sorglegan endi. Betty Blue hefur yfirleitt fengið góða dóma og aðsókn og þykir falleg á að líta. Svo er einnig um aðalleikkonuna, Béatrice Dalle, tuttugu og eins árs stúlku sem hér fer með sitt fyrsta hlutverk. Hafa margir líkt henni við Brigitte Bardot þegar hún hóf feril sinn. Béatrice Dalle varð leikkona af tilviljun. Ljósmyndari nokkur sá hana á götu, tók myndir af henni og ein rataði á forsíðu á Ijós- myndatímariti. Upp úr því fór Béatrice Dalle í prufutöku fyrir Betty Blue og árangurinn er sá að núna fær hún að minnsta kosti eitt tilboð á dag. . . Sá er leikur Zorg nefnist Jean- Hugues Anglade og þrátt fyrir góðan leik hefur hann fallið í skuggann fyrir hinni fersku Béatrice Dalle, en þess má geta að hann lék þann sem var á hjóla- skautum í Subway. Jean-Hugues Anglade og Béatrice Dalle í hlutverkum sínum. 22 VIKAN 20. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.